Besta deildin vonbrigði: „Ekki margar sem hafa ýtt við mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2023 11:30 Þorsteinn kallar eftir betri frammistöðu leikmanna í Bestu deildinni, að þeir geri pressu á landsliðssæti. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að reynsluminni leikmenn þurfi að stíga upp í ljósi mikilla fráfalla landsliðskvenna í komandi landsliðsverkefni. Þó kveðst hann vonsvikinn með að fáir leikmenn í Bestu deild kvenna hafi gert raunverulegt tilkall til landsliðssætis. Fram undan hjá Íslandi eru fyrstu leikir liðsins í nýrri Þjóðadeild þar sem liðið mætir Wales hér heima áður en það sækir Þýskaland heim ytra. „Mér líst vel á þetta. Þetta verða krefjandi leikir og erfiðir en við ætlum að fá góða frammistöðu og ef það tekst fáum við góð úrslit.“ segir Þorsteinn um verkefnið. Klippa: Besta deildin ekki nægilega sterk Breyttur hópur Umtalsverðar breytingar eru á leikmannahópi liðsins vegna bæði meiðsla og barneigna. „Þær eru ýmist meiddar, óléttar eða hættar. Þetta eru svona þær ástæður sem eru á bakvið þetta. Það er ekkert við því að segja, leikmenn geta meiðst og konur verða ófrískar og þær eru á þeim aldri,“ „Þetta er bara þróun á liðinu og er hluti þess að þjálfa lið. Það er spennandi að sjá hvernig aðrir leikmenn taka skrefið inn í hópinn og liðið,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir hóp Íslands þó ekki veikari fyrir vikið og hefur trú á þeim leikmönnum sem í stað reynsluboltanna koma. Þær þurfi að sýna sig og sanna. „Þetta breyting hefur átt sér stað yfir dálítinn tíma og í hverjum glugga hafa einhverjar meiðst, hætt eða orðið ófrískar og aðrar verið að taka við keflinu. Mér finnst við hafa haldið vel í horfinu og við höfum náð í fín úrslit. Þannig að það er engin ástæða til að vera ekki bjartsýnn,“ „Mér finnst við ekki hafa sýnt það [að liðið hafi veikst] þó að leikurinn hérna gegn Finnum í sumar hafi verið lélegur þá stigum við upp gegn Austurríki og unnum þær úti. Við höfum náð í fín úrslit á þessu ári og unnið tvær þjóðir sem tóku þátt á HM,“ segir Þorsteinn. Sandra Sigurðardóttir er mætt aftur í landsliðið. Hún hefur mikilvæga reynslu, segir þjálfarinn.Vísir/Sigurjón Ólason Sandra Sigurðardóttir er þá komin aftur í landsliðið eftir að hún tók skóna af hillunni í sumar. „Ég vildi fá reynslu inn. Við værum með algjörlega óreynt þriggja manna markmannsteymi hefði ég ekki valið Söndru. Ég vildi hafa einn markmann þarna með keppnisleiki á bakinu til að miðla reynslu og styðja hina markmennina líka. Mér fannst það gríðarlega mikilvægt fyrir þennan glugga. Svo sjáum við í framhaldinu hverju það skilar,“ segir Þorsteinn. Bryndís ekki sannað sig á nógu háu stigi og Besta deildin vonbrigði Bryndís Arna Níelsdóttir, framherji Vals, er langmarkahæst í Bestu deildinni með 14 mörk en næstu konur eru með sjö. Þrátt fyrir það treystir Þorsteinn henni ekki í verkefnið. „Bryndís er náttúrulega búin að vera að skora fullt en ég taldi eftir að hafa skoðað leikina í vor við Danmörku að hún ætti ennþá eitthvað í land og hún er núna að fara að spila við Marokkó [með U23 landsliðinu] og vonandi stendur hún sig þar. Þetta snýst um að sýna sig á því stigi sem þú telur að geti hentað í landsleikjum. Það er hennar að sýna að hún eigi heima í landsliðinu.“ Bryndís Arna Níelsdóttir hefur skorað 14 mörk í deildinni en næstmarkahæstu konur hafa skorað sjö.Vísir/Vilhelm Stigið sem Bryndís Arna er að skora á sem stendur, í Bestu deildinni, segir Þorsteinn sem sagt ekki nógu hátt. Hann kveðst vonsvikinn með að fáir leikmenn hafi gert tilkall til landsliðssætis í Bestu deild kvenna í sumar. „Ég vonast alltaf til að við fáum fleiri leikmenn sem ýta við manni að maður þurfi að velja þær. Ef maður horfir raunverulega á Íslandsmótið núna þá er hreint út sagt ekkert rosalega margir leikmenn sem hafa ýtt við mér. Það eru ákveðin vonbrigði með mótið,“ segir Þorsteinn. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Sjá meira
Fram undan hjá Íslandi eru fyrstu leikir liðsins í nýrri Þjóðadeild þar sem liðið mætir Wales hér heima áður en það sækir Þýskaland heim ytra. „Mér líst vel á þetta. Þetta verða krefjandi leikir og erfiðir en við ætlum að fá góða frammistöðu og ef það tekst fáum við góð úrslit.“ segir Þorsteinn um verkefnið. Klippa: Besta deildin ekki nægilega sterk Breyttur hópur Umtalsverðar breytingar eru á leikmannahópi liðsins vegna bæði meiðsla og barneigna. „Þær eru ýmist meiddar, óléttar eða hættar. Þetta eru svona þær ástæður sem eru á bakvið þetta. Það er ekkert við því að segja, leikmenn geta meiðst og konur verða ófrískar og þær eru á þeim aldri,“ „Þetta er bara þróun á liðinu og er hluti þess að þjálfa lið. Það er spennandi að sjá hvernig aðrir leikmenn taka skrefið inn í hópinn og liðið,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir hóp Íslands þó ekki veikari fyrir vikið og hefur trú á þeim leikmönnum sem í stað reynsluboltanna koma. Þær þurfi að sýna sig og sanna. „Þetta breyting hefur átt sér stað yfir dálítinn tíma og í hverjum glugga hafa einhverjar meiðst, hætt eða orðið ófrískar og aðrar verið að taka við keflinu. Mér finnst við hafa haldið vel í horfinu og við höfum náð í fín úrslit. Þannig að það er engin ástæða til að vera ekki bjartsýnn,“ „Mér finnst við ekki hafa sýnt það [að liðið hafi veikst] þó að leikurinn hérna gegn Finnum í sumar hafi verið lélegur þá stigum við upp gegn Austurríki og unnum þær úti. Við höfum náð í fín úrslit á þessu ári og unnið tvær þjóðir sem tóku þátt á HM,“ segir Þorsteinn. Sandra Sigurðardóttir er mætt aftur í landsliðið. Hún hefur mikilvæga reynslu, segir þjálfarinn.Vísir/Sigurjón Ólason Sandra Sigurðardóttir er þá komin aftur í landsliðið eftir að hún tók skóna af hillunni í sumar. „Ég vildi fá reynslu inn. Við værum með algjörlega óreynt þriggja manna markmannsteymi hefði ég ekki valið Söndru. Ég vildi hafa einn markmann þarna með keppnisleiki á bakinu til að miðla reynslu og styðja hina markmennina líka. Mér fannst það gríðarlega mikilvægt fyrir þennan glugga. Svo sjáum við í framhaldinu hverju það skilar,“ segir Þorsteinn. Bryndís ekki sannað sig á nógu háu stigi og Besta deildin vonbrigði Bryndís Arna Níelsdóttir, framherji Vals, er langmarkahæst í Bestu deildinni með 14 mörk en næstu konur eru með sjö. Þrátt fyrir það treystir Þorsteinn henni ekki í verkefnið. „Bryndís er náttúrulega búin að vera að skora fullt en ég taldi eftir að hafa skoðað leikina í vor við Danmörku að hún ætti ennþá eitthvað í land og hún er núna að fara að spila við Marokkó [með U23 landsliðinu] og vonandi stendur hún sig þar. Þetta snýst um að sýna sig á því stigi sem þú telur að geti hentað í landsleikjum. Það er hennar að sýna að hún eigi heima í landsliðinu.“ Bryndís Arna Níelsdóttir hefur skorað 14 mörk í deildinni en næstmarkahæstu konur hafa skorað sjö.Vísir/Vilhelm Stigið sem Bryndís Arna er að skora á sem stendur, í Bestu deildinni, segir Þorsteinn sem sagt ekki nógu hátt. Hann kveðst vonsvikinn með að fáir leikmenn hafi gert tilkall til landsliðssætis í Bestu deild kvenna í sumar. „Ég vonast alltaf til að við fáum fleiri leikmenn sem ýta við manni að maður þurfi að velja þær. Ef maður horfir raunverulega á Íslandsmótið núna þá er hreint út sagt ekkert rosalega margir leikmenn sem hafa ýtt við mér. Það eru ákveðin vonbrigði með mótið,“ segir Þorsteinn. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Sjá meira