Man United biðst afsökunar að hafa boðið dæmdum barnaníðing á leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2023 23:30 Geoff Konopka stýrði kvennaliði Man United áður en hann var dæmdur í fangelsi. Manchester United Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur einokað fyrirsagnir í flestum fjölmiðlum síðustu daga og ekki vegna afreka liðsins inn á knattspyrnuvellinum. Ekki varð umtalið minna þegar í ljós kom að félagið hefði boðið dæmdum barnaníðing á leik hjá kvennaliði félagsins á síðustu leiktíð. Man United hefur beðist afsökunar á athæfinu. Mál Mason Greenwood var í brennidepli fyrr í sumar þegar það virtist sem Man United ætlaði að taka hann inn í leikmannahóp sinn á nýjan leik. Greenwood var ásakaður um tilraun til nauðgunar ásamt því að hafa beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var á endanum lánaður til Getafe á Spáni. Þá hefur Antony verið í fréttunum undanfarið eftir að fyrrverandi kærasta hans ásakaði Brasilíumanninn um að beita sig líkamlegu ofbeldi á meðan samband þeirra stóð yfir. Leikmaðurinn neitar sök. Ofan á allt þetta þá féll markaðsvirði félagsins um fleiri milljarða og kvennalið félagsins bauð dæmdum barnaníðing á leik undir lok síðustu leiktíðar. The first manager of #MUFC's women's team, Geoff Konopka, was a special guest at a game at Old Trafford last year & celebrated in the club museum, despite being a convicted paedophile. The club didn't know about his conviction until alerted externally https://t.co/JvJvrqijkS— James Ducker (@TelegraphDucker) September 7, 2023 Geoff Konopka þjálfari kvennaliðs Manchester United frá 1983 til 2001. Árið 2011 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi og settur á lista yfir kynferðisbrotamenn í áratug eftir að hafa verið dæmdur fyrir samtals 19 brot gegn stúlkum yngri en 16 ára. Það virðist sem enginn hjá Man United hafi vitað af dómnum en Konopka var boðið að horfa á kvennalið félagsins spila við Everton. Á fimmtudag gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það hefði nýverið fengið upplýsingar um sakfellinguna og hefði verið í sambandi við yfirvöld til að staðfesta upplýsingarnar sem því bárust. Manchester United have apologised for inviting Geoff Konopka to a WSL match last season.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2023 Í stuttri yfirlýsingu sagðist félagið hafa brugðist við með viðeigandi hætti og myndi ekki tengjast Konopka með neinum hætti í framtíðinni. Þá sagðist félagið votta fórnarlömbum samúð sína sem og öllum sem þessir skelfilegu glæpir hafa haft áhrif á. Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira
Mál Mason Greenwood var í brennidepli fyrr í sumar þegar það virtist sem Man United ætlaði að taka hann inn í leikmannahóp sinn á nýjan leik. Greenwood var ásakaður um tilraun til nauðgunar ásamt því að hafa beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var á endanum lánaður til Getafe á Spáni. Þá hefur Antony verið í fréttunum undanfarið eftir að fyrrverandi kærasta hans ásakaði Brasilíumanninn um að beita sig líkamlegu ofbeldi á meðan samband þeirra stóð yfir. Leikmaðurinn neitar sök. Ofan á allt þetta þá féll markaðsvirði félagsins um fleiri milljarða og kvennalið félagsins bauð dæmdum barnaníðing á leik undir lok síðustu leiktíðar. The first manager of #MUFC's women's team, Geoff Konopka, was a special guest at a game at Old Trafford last year & celebrated in the club museum, despite being a convicted paedophile. The club didn't know about his conviction until alerted externally https://t.co/JvJvrqijkS— James Ducker (@TelegraphDucker) September 7, 2023 Geoff Konopka þjálfari kvennaliðs Manchester United frá 1983 til 2001. Árið 2011 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi og settur á lista yfir kynferðisbrotamenn í áratug eftir að hafa verið dæmdur fyrir samtals 19 brot gegn stúlkum yngri en 16 ára. Það virðist sem enginn hjá Man United hafi vitað af dómnum en Konopka var boðið að horfa á kvennalið félagsins spila við Everton. Á fimmtudag gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það hefði nýverið fengið upplýsingar um sakfellinguna og hefði verið í sambandi við yfirvöld til að staðfesta upplýsingarnar sem því bárust. Manchester United have apologised for inviting Geoff Konopka to a WSL match last season.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2023 Í stuttri yfirlýsingu sagðist félagið hafa brugðist við með viðeigandi hætti og myndi ekki tengjast Konopka með neinum hætti í framtíðinni. Þá sagðist félagið votta fórnarlömbum samúð sína sem og öllum sem þessir skelfilegu glæpir hafa haft áhrif á.
Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira