Af kjördæma poti Jódís Skúladóttir skrifar 8. september 2023 19:00 Ég og reyndar allir þingmenn kjördæmisins, fengum kaldar kveðjur frá formanni SSA, formanni byggðaráðs Múlaþings og varaþingmanninum Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í morgunútvarpinu. Þar upplifði ég ásökun um áhugaleysi fyrir málefnum Austurlands og að við 10 þingmenn kjördæmisins værum ekki að standa okkur í stikkinu. Mér finnst það engum til framdráttar að egna saman ólíkum svæðum kjördæma sem eru stór og öll jafn mikilvæg. Sjálf er ég stödd á Mývatni eftir mjög þétta yfirreið í kjördæmi sem hófst á þriðjudagsmorgunn. Í þessum túr höfum við Bjarkey Ólsen lagt áherslu á framhaldsskólana auk þess að hitta sveitarstjórnarfólk, menningarmiðstöðvar og atvinnulífið. Ég bý á Austurlandi og dvaldi þar sumarlangt og tók þátt í lífi og starfi fólksins á svæðinu Það er af sem áður var í karllægum heimi fortíðar að spari klæddir þingmenn, sem nær allir voru karlar, riðu um héruð og lofuðu togurum og brúarframkvæmdum í skiptum fyrir atkvæði meðan konan sá um börn og bú. Þá byrjaði þingið seint og endaði snemma og gafst þá meira svigrúm til að ferðast um kjördæmin. Í nútímanum viljum við og þurfum fjölbreyttar raddir á þingi sem endurspegla flóru samfélagsins þvert á kyn, fjárhag og búsetu. Ég hef lagt mig fram um að tala máli kjördæmisins og ekki síst Austurlands en ólíkt sumum er ég ekki eingöngu í kjördæma poti og alls ekki einskorðaður málsvari atvinnulífs og stórkapítals. Ég tala við og hlusta á íbúa og fylgi málum eftir sem varða hag heildarinnar. Heilbrigðismál, menntamál, velferðarmál, samgöngumál, atvinnulíf og öll hin málin sem spila saman við gerð samfélags varða allt landið og ég vinn í anda félagslegs réttlætis og jöfnuðar. Þá er jafnrétti óháð búsetu engin undantekning. Við viljum öll búa í samfélagi sem tryggir okkur öllum velsæld og öryggi. Þegar kemur að landsbyggðinni er ótrúlega oft vitlaust gefið og samgöngur og þjónusta eru oftar en ekki ófullnægjandi. Um þá staðreynd er mér tíðrætt og hef unnið ötullega að því að breyta því. Bestu samfélögin innihalda nefnilega ekki bara atvinnu og húsnæði. Við þurfum menntun og menningu, fjölbreytileika og heilnæmt umhverfi til þess að þrífast og vaxa sem manneskjur. Húsnæðisskorturinn á landsbyggðinni er stórt vandamál sem þarf að leysa í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til að taka á móti okkar góða varaþingmanni á þinginu í haust og dreg ekki í efa að hún beri hag síns svæðis fyrir brjósti. Það geri ég líka en það er mikilvægt að við þingmenn lítum til landsins alls í málaflokkum sem varða okkur öll sem myndum þetta samfélag. Ég mun áfram berjast fyrir mannréttindum, betri kjörum og samfélagi fyrir okkur öll, óháð búsetu, uppruna eða efnahag. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Húsnæðismál Jódís Skúladóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég og reyndar allir þingmenn kjördæmisins, fengum kaldar kveðjur frá formanni SSA, formanni byggðaráðs Múlaþings og varaþingmanninum Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í morgunútvarpinu. Þar upplifði ég ásökun um áhugaleysi fyrir málefnum Austurlands og að við 10 þingmenn kjördæmisins værum ekki að standa okkur í stikkinu. Mér finnst það engum til framdráttar að egna saman ólíkum svæðum kjördæma sem eru stór og öll jafn mikilvæg. Sjálf er ég stödd á Mývatni eftir mjög þétta yfirreið í kjördæmi sem hófst á þriðjudagsmorgunn. Í þessum túr höfum við Bjarkey Ólsen lagt áherslu á framhaldsskólana auk þess að hitta sveitarstjórnarfólk, menningarmiðstöðvar og atvinnulífið. Ég bý á Austurlandi og dvaldi þar sumarlangt og tók þátt í lífi og starfi fólksins á svæðinu Það er af sem áður var í karllægum heimi fortíðar að spari klæddir þingmenn, sem nær allir voru karlar, riðu um héruð og lofuðu togurum og brúarframkvæmdum í skiptum fyrir atkvæði meðan konan sá um börn og bú. Þá byrjaði þingið seint og endaði snemma og gafst þá meira svigrúm til að ferðast um kjördæmin. Í nútímanum viljum við og þurfum fjölbreyttar raddir á þingi sem endurspegla flóru samfélagsins þvert á kyn, fjárhag og búsetu. Ég hef lagt mig fram um að tala máli kjördæmisins og ekki síst Austurlands en ólíkt sumum er ég ekki eingöngu í kjördæma poti og alls ekki einskorðaður málsvari atvinnulífs og stórkapítals. Ég tala við og hlusta á íbúa og fylgi málum eftir sem varða hag heildarinnar. Heilbrigðismál, menntamál, velferðarmál, samgöngumál, atvinnulíf og öll hin málin sem spila saman við gerð samfélags varða allt landið og ég vinn í anda félagslegs réttlætis og jöfnuðar. Þá er jafnrétti óháð búsetu engin undantekning. Við viljum öll búa í samfélagi sem tryggir okkur öllum velsæld og öryggi. Þegar kemur að landsbyggðinni er ótrúlega oft vitlaust gefið og samgöngur og þjónusta eru oftar en ekki ófullnægjandi. Um þá staðreynd er mér tíðrætt og hef unnið ötullega að því að breyta því. Bestu samfélögin innihalda nefnilega ekki bara atvinnu og húsnæði. Við þurfum menntun og menningu, fjölbreytileika og heilnæmt umhverfi til þess að þrífast og vaxa sem manneskjur. Húsnæðisskorturinn á landsbyggðinni er stórt vandamál sem þarf að leysa í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til að taka á móti okkar góða varaþingmanni á þinginu í haust og dreg ekki í efa að hún beri hag síns svæðis fyrir brjósti. Það geri ég líka en það er mikilvægt að við þingmenn lítum til landsins alls í málaflokkum sem varða okkur öll sem myndum þetta samfélag. Ég mun áfram berjast fyrir mannréttindum, betri kjörum og samfélagi fyrir okkur öll, óháð búsetu, uppruna eða efnahag. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar