Eftirlýstur hælisleitandi handtekinn með tvær milljónir í reiðufé Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. september 2023 20:03 Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fyrr í mánuðinum reyndist eftirlýstur hælisleitandi. Við leit á manninum fundust tvær milljónir króna í reiðufé. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn aðfararnótt sunnudagsins 3. september síðastliðinn og eins og fyrr segir fannst mikið magn reiðufjár: í evrum, dollurum og íslenskum krónum. Auk reiðufjárins fannst lítið magn af ætluðum kannabisefnum. Í ljós kom að maðurinn hafði verið eftirlýstur af stoðdeild ríkislögreglustjóra um nokkra hríð. Maðurinn kom hingað til lands í júní í fyrra en Útlendingastofnun synjaði beiðni um alþjóðlega vernd í október sama ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð í desember og bar honum því að víkja af landi brott í janúar á þessu ári. Það gerði maðurinn ekki. Þegar að maðurinn hafði verið handtekinn óskaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum eftir því að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli laga um útlendinga, til að hægt væri að vísa honum sannanlega úr landi. Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki yfirgefið landið þrátt fyrir að fyrir lægi fullnaðarákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun. Þegar vísa átti manninum úr landi fyrr á þessu ári lét hann ekki ná til sín, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Maðurinn hafi hvorki farið að fyrirmælum yfirvalda né sýnt samstarfsvilja vegna brottvísunarinnar. Því væri talin hætta á því að hnan reyndi að koma sér undan brottflutningi úr landi. Héraðsdómari féllst því á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjóra, sem Landsréttur hefur nú staðfest. Maðurinn mun því þurfa að sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. september klukkan 16.00. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Lögreglumál Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn aðfararnótt sunnudagsins 3. september síðastliðinn og eins og fyrr segir fannst mikið magn reiðufjár: í evrum, dollurum og íslenskum krónum. Auk reiðufjárins fannst lítið magn af ætluðum kannabisefnum. Í ljós kom að maðurinn hafði verið eftirlýstur af stoðdeild ríkislögreglustjóra um nokkra hríð. Maðurinn kom hingað til lands í júní í fyrra en Útlendingastofnun synjaði beiðni um alþjóðlega vernd í október sama ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð í desember og bar honum því að víkja af landi brott í janúar á þessu ári. Það gerði maðurinn ekki. Þegar að maðurinn hafði verið handtekinn óskaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum eftir því að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli laga um útlendinga, til að hægt væri að vísa honum sannanlega úr landi. Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki yfirgefið landið þrátt fyrir að fyrir lægi fullnaðarákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun. Þegar vísa átti manninum úr landi fyrr á þessu ári lét hann ekki ná til sín, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Maðurinn hafi hvorki farið að fyrirmælum yfirvalda né sýnt samstarfsvilja vegna brottvísunarinnar. Því væri talin hætta á því að hnan reyndi að koma sér undan brottflutningi úr landi. Héraðsdómari féllst því á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjóra, sem Landsréttur hefur nú staðfest. Maðurinn mun því þurfa að sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. september klukkan 16.00.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Lögreglumál Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira