Óðinn Hauksson, sem rekur kajakþjónustuna Odin Adventures, hafði verið í kajakferð með hópi ferðamanna um Svalvoga þegar hann kom auga á eltingaleikinn. „Þannig að við brunuðum eins nálægt og við gátum til þess að taka myndir. Þetta er náttúrlega bara eitthvað sem maður sér í sjónvarpi,“ segir Óðinn í samtali við Vísi.
Hann segir hópinn hafa fylgst með eltingaleiknum í meira en tuttugu mínútur. Þá hafi hann séð á athæfi háhyrninganna að líklegast væru þeir stóru að kenna þeim litlu að veiða sér til matar.
„Ég hef verið með alveg tólf fimmtán metra hvali við hliðina á bátnum en maður hefur aldrei upplifað eitt eða neitt í þessum dúr. Ég hugsaði það eftir á að ég fengi ábyggilega sjokk næst þegar ég sæi háhyrninga nálægt bátnum,“ segir Óðinn.
Myndbandið má sjá hér að neðan.