Um 30 rampar á Sólheimum í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. september 2023 21:31 Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima flutti ávarp við athöfnina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Því var fagnað á Sólheimum í Grímsnesi um helgina að rampur númer 825 í verkefninu “Römpum upp Ísland” var vígður en alls stendur til að koma upp um 30 römpum á Sólheimum næstu tvö árin Það var hátíðarstemming á Sólheimum í gær þrátt fyrir töluverða úrkomu á staðnum þegar rampurinn var vígður. Eftir stutt ávarp frá Sigurjóni Erni, stjórnarformanns Sólheima var komið að Eddu Guðmundsdóttur íbúa á staðnum að munda skærin og klippa á vígsluborðann. Haraldur Þorleifsson, forsvarsmaður verkefnisins gat ekki verið á staðnum en hann sendi pabba sinn, sem staðgengil. „Ég er gríðarlega ánægður með þetta. Það er gott að koma hérna að Sólheimum og við höfum fengið mjög góðar viðtökur. Það er búið að auka markmiðið úr þúsund römpum upp í fimmtán hundruð og við ætlum að klára það ári fyrr í staðinn fyrir að klára 2026 ætlum við að klára 2025,” segir Þorleifur Gunnlaugsson staðgengill sonar síns á Sólheimum. Einn af nýju og glæsilegu römpunum á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Sólheimum eru að sjálfsögðu himinlifandi yfir verkefninu og að fá alla þessa rampa á staðinn til að auðvelda allt aðgengi. „Og þetta verkefni, Römpum Ísland”, maður á ekki til orð. 31 rampur núna á tveimur árum hér á Sólheimum. Sextán í sumar og klárað á næsta ári, þannig að við erum mjög ánægð, mjög ánægð, segir Valgeir Fridolf Backman, umsjónarmaður félagsmála á Sólheimum. Edda Guðmundsdóttur íbúa á staðnum, sem klippti á vígsluborðann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er náttúrulega mikil nauðsyn á þessu hér á Sólheimum? „Já, það er það, við erum farin að eldast og við erum farin að nota grindur, göngugrindur og hérna eru nokkrir hjólastólar, já, mjög þarft og þetta snýst alltaf um það að vera sjálfbær, geta komist á milli staða án þess að einhver sé að ýta manni eða hjálpa manni. Maður á bara að geta gert þetta sjálfur,” bætir Valgeir við. Og í tilefni vígslunnar og allra rampanna sem eru komnir eða eru að koma á Sólheima söng Sólheimakórinn nokkur lög fyrir gesti athafnarinnar og uppskar mikið lófaklapp í staðinn. Sólheimakórinn, sem söng nokkur lög undir stjórn Halla Valla eins og hann er alltaf kallaður á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það var hátíðarstemming á Sólheimum í gær þrátt fyrir töluverða úrkomu á staðnum þegar rampurinn var vígður. Eftir stutt ávarp frá Sigurjóni Erni, stjórnarformanns Sólheima var komið að Eddu Guðmundsdóttur íbúa á staðnum að munda skærin og klippa á vígsluborðann. Haraldur Þorleifsson, forsvarsmaður verkefnisins gat ekki verið á staðnum en hann sendi pabba sinn, sem staðgengil. „Ég er gríðarlega ánægður með þetta. Það er gott að koma hérna að Sólheimum og við höfum fengið mjög góðar viðtökur. Það er búið að auka markmiðið úr þúsund römpum upp í fimmtán hundruð og við ætlum að klára það ári fyrr í staðinn fyrir að klára 2026 ætlum við að klára 2025,” segir Þorleifur Gunnlaugsson staðgengill sonar síns á Sólheimum. Einn af nýju og glæsilegu römpunum á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Sólheimum eru að sjálfsögðu himinlifandi yfir verkefninu og að fá alla þessa rampa á staðinn til að auðvelda allt aðgengi. „Og þetta verkefni, Römpum Ísland”, maður á ekki til orð. 31 rampur núna á tveimur árum hér á Sólheimum. Sextán í sumar og klárað á næsta ári, þannig að við erum mjög ánægð, mjög ánægð, segir Valgeir Fridolf Backman, umsjónarmaður félagsmála á Sólheimum. Edda Guðmundsdóttur íbúa á staðnum, sem klippti á vígsluborðann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er náttúrulega mikil nauðsyn á þessu hér á Sólheimum? „Já, það er það, við erum farin að eldast og við erum farin að nota grindur, göngugrindur og hérna eru nokkrir hjólastólar, já, mjög þarft og þetta snýst alltaf um það að vera sjálfbær, geta komist á milli staða án þess að einhver sé að ýta manni eða hjálpa manni. Maður á bara að geta gert þetta sjálfur,” bætir Valgeir við. Og í tilefni vígslunnar og allra rampanna sem eru komnir eða eru að koma á Sólheima söng Sólheimakórinn nokkur lög fyrir gesti athafnarinnar og uppskar mikið lófaklapp í staðinn. Sólheimakórinn, sem söng nokkur lög undir stjórn Halla Valla eins og hann er alltaf kallaður á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira