SVT greinir frá því að lögregla og sjúkralið hafi farið í útkall á heimili í Vallentuna á föstudagsmorgun og uppgötvað voðaverkið. Þar var annað systkinanna látið.
Rannsókn upphófst í kjölfarið og grunaði lögreglu að móðir barnanna hefði átt í hlut. Hún var handtekin á laugardag og situr nú í gæsluvarðhaldi.