Tugir fallnir í drónaárás á markað í Khartoum Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2023 09:18 Liðsmenn RSF nærri Khartoum. Sveitin berst við stjórnarherinn í Súdan. AP/Hussein Malla Að minnsta kosti 43 eru sagðir fallnir og tugir til viðbótar særðir eftir drónaárás á útimarkað í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. Vopnuð átök geisa á milli stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar en hvorug fylkingin vill taka ábyrgð á ódæðinu. Árásin átti sér stað í May-hverfinu í Khartoum þar sem fjöldi meðlima í samtökunum Rapid Support Forces (RSF) undir stjórn hershöfðingjans Mohameds Hamdan Dagalo hefur haldið til, að sögn AP-fréttastofunnar. Samtökin skelltu skuldinni á stjórnarherinn en hann segist ekki ráðast á óbreytta borgara. Báðar fylkingar eru sagðar beita fallbyssum og loftárásum án þess að skeyta mikið um hættuna fyrir óbreytta borgara. Þannig segja mannréttindasamtök í landinu að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á íbúðarhverfi eftir að liðsmenn RSF gerðu heimili fólks upptæk og notuðu þau sem starfsstöðvar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Dagalo, yfirmann RSF, fyrir ofbeldisverk og mannréttindabrot hermanna hans í síðustu viku. Fleiri en fjögur þúsund manns hafa fallið í stríðsátökunum samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna frá því í ágúst. Læknar og aðgerðarsinnar í landinu telja raunverulegt mannfall mun meira. Þá eru meira en sjö milljónir manna á vergangi og rúm milljón til viðbótar er flúin til nágrannalandanna. Súdan Tengdar fréttir Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Súdan Heilbrigðisstarfsmenn í Súdan segja innviði landsins að hruni komna. Lík safnast upp á götum úti í höfuðborginni Khartoum, fólk hefur neyðst til að drekka mengað vatn og skortur er á mat og eldsneyti. 2. maí 2023 07:29 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Árásin átti sér stað í May-hverfinu í Khartoum þar sem fjöldi meðlima í samtökunum Rapid Support Forces (RSF) undir stjórn hershöfðingjans Mohameds Hamdan Dagalo hefur haldið til, að sögn AP-fréttastofunnar. Samtökin skelltu skuldinni á stjórnarherinn en hann segist ekki ráðast á óbreytta borgara. Báðar fylkingar eru sagðar beita fallbyssum og loftárásum án þess að skeyta mikið um hættuna fyrir óbreytta borgara. Þannig segja mannréttindasamtök í landinu að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á íbúðarhverfi eftir að liðsmenn RSF gerðu heimili fólks upptæk og notuðu þau sem starfsstöðvar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Dagalo, yfirmann RSF, fyrir ofbeldisverk og mannréttindabrot hermanna hans í síðustu viku. Fleiri en fjögur þúsund manns hafa fallið í stríðsátökunum samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna frá því í ágúst. Læknar og aðgerðarsinnar í landinu telja raunverulegt mannfall mun meira. Þá eru meira en sjö milljónir manna á vergangi og rúm milljón til viðbótar er flúin til nágrannalandanna.
Súdan Tengdar fréttir Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Súdan Heilbrigðisstarfsmenn í Súdan segja innviði landsins að hruni komna. Lík safnast upp á götum úti í höfuðborginni Khartoum, fólk hefur neyðst til að drekka mengað vatn og skortur er á mat og eldsneyti. 2. maí 2023 07:29 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Súdan Heilbrigðisstarfsmenn í Súdan segja innviði landsins að hruni komna. Lík safnast upp á götum úti í höfuðborginni Khartoum, fólk hefur neyðst til að drekka mengað vatn og skortur er á mat og eldsneyti. 2. maí 2023 07:29