Skjólstæðingur sviptur ökuréttindum eftir akstur undir áhrifum ADHD-lyfja Bjarki Sigurðsson skrifar 11. september 2023 21:01 Gísli Tryggvason er lögmaður manns sem dæmdur var fyrir að aka undir áhrifum amfetamíns eftir að hafa tekið ADHD-lyfin sín. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður manns sem dæmdur var fyrir akstur undir áhrifum amfetamíns eftir að hann tók ADHD-lyf segir stjórnvöld ekki gera nóg til að upplýsa sjúklinga um lagalega skyldu þeirra. ADHD-samtökin segja ástandið vera ólíðandi. Í síðustu viku var fjallað um atvik sem hjónin Valdimar og Hanna María Randrup lentu í. Þau voru bæði handtekinn fyrir að hafa ekið með amfetamín í blóðinu. Amfetamínið kom þó að þeirra sögn úr ADHD-lyfinu Elvanse sem þau taka bæði og eru með lyfseðil fyrir. Samkvæmt umferðarlögum skal ökumaður ekki beittur viðurlögum í málum sem þessu sé hann með læknisvottorð og lyfjaskírteini og sýni ökumaður í læknisskoðun fram á að hann hafi verið hæfur til að stjórna ökutækinu. Lögmaður manns sem nýlega var dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum ADHD-lyfja vill meina að stjórnvöld geri ekki nóg til að upplýsa fólk sem tekur lyfin um að þau þurfi að vera með læknisvottorð meðferðis. Sagði skjólstæðingur hans fyrir dómi að hann hafi óskað eftir því hjá lækni að fá vottorðið en læknirinn tjáð honum að hann vissi ekkert um það. Taldi dómurinn það þar með sannað að skjólstæðingurinn hafi vitað af þessari skyldu en ekkert gert í því. „Hann var þó með poka undan lyfjunum, þannig hann gat sýnt fram á að hann væri með þetta lyf löglega. Mér finnst þarna vera ákveðið ósamræmi í því að löggjafinn vill að þetta fólk geti notið þessara lyfja og ekið eins og annað fólk. En stjórnvöld og kannski læknastéttin gera ekki nóg í að upplýsa sjúklinga. Þetta eru jú ADHD-sjúklingar þannig þeir eru ekki alltaf með gátlistana sjálfir á hreinu þannig það þarf kannski að hjálpa þeim meira en ýmsum öðrum,“ segir Gísli. Var maðurinn sviptur ökuréttindum og dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar. „Fyrst löggjafinn vill hjálpa fólki með þessa sjúkdóma, þennan og aðra, þá er kannski rétt að stjórnvöld geri meira í því að upplýsa fólk um það að það þurfi að hafa þetta skírteini meðferðis. Við höfum athugað það að það er ekkert á vefsíðu lyfjastofnunar sem minnir geðlækna, hvað þá sjúklinga, á að hafa þetta lyfjaskírteini meðferðis, eða þetta vottorð,“ segir Gísli. Í morgun birtist opið bréf frá ADHD-samtökunum til ráðherra og þingmanna þar sem skorað var á að breyta umræddum lögum. Vilja samtökin meðal annars að hægt verði að afhenda lögreglu læknisvottorð eftir á og þannig komast hjá því að mál fari fyrir dómstóla. Er þar sagt að núverandi ástand sé ólíðandi. Lyf Dómsmál Heilbrigðismál ADHD Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Í síðustu viku var fjallað um atvik sem hjónin Valdimar og Hanna María Randrup lentu í. Þau voru bæði handtekinn fyrir að hafa ekið með amfetamín í blóðinu. Amfetamínið kom þó að þeirra sögn úr ADHD-lyfinu Elvanse sem þau taka bæði og eru með lyfseðil fyrir. Samkvæmt umferðarlögum skal ökumaður ekki beittur viðurlögum í málum sem þessu sé hann með læknisvottorð og lyfjaskírteini og sýni ökumaður í læknisskoðun fram á að hann hafi verið hæfur til að stjórna ökutækinu. Lögmaður manns sem nýlega var dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum ADHD-lyfja vill meina að stjórnvöld geri ekki nóg til að upplýsa fólk sem tekur lyfin um að þau þurfi að vera með læknisvottorð meðferðis. Sagði skjólstæðingur hans fyrir dómi að hann hafi óskað eftir því hjá lækni að fá vottorðið en læknirinn tjáð honum að hann vissi ekkert um það. Taldi dómurinn það þar með sannað að skjólstæðingurinn hafi vitað af þessari skyldu en ekkert gert í því. „Hann var þó með poka undan lyfjunum, þannig hann gat sýnt fram á að hann væri með þetta lyf löglega. Mér finnst þarna vera ákveðið ósamræmi í því að löggjafinn vill að þetta fólk geti notið þessara lyfja og ekið eins og annað fólk. En stjórnvöld og kannski læknastéttin gera ekki nóg í að upplýsa sjúklinga. Þetta eru jú ADHD-sjúklingar þannig þeir eru ekki alltaf með gátlistana sjálfir á hreinu þannig það þarf kannski að hjálpa þeim meira en ýmsum öðrum,“ segir Gísli. Var maðurinn sviptur ökuréttindum og dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar. „Fyrst löggjafinn vill hjálpa fólki með þessa sjúkdóma, þennan og aðra, þá er kannski rétt að stjórnvöld geri meira í því að upplýsa fólk um það að það þurfi að hafa þetta skírteini meðferðis. Við höfum athugað það að það er ekkert á vefsíðu lyfjastofnunar sem minnir geðlækna, hvað þá sjúklinga, á að hafa þetta lyfjaskírteini meðferðis, eða þetta vottorð,“ segir Gísli. Í morgun birtist opið bréf frá ADHD-samtökunum til ráðherra og þingmanna þar sem skorað var á að breyta umræddum lögum. Vilja samtökin meðal annars að hægt verði að afhenda lögreglu læknisvottorð eftir á og þannig komast hjá því að mál fari fyrir dómstóla. Er þar sagt að núverandi ástand sé ólíðandi.
Lyf Dómsmál Heilbrigðismál ADHD Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira