Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. september 2023 20:11 Af vettvangi í Kópavogi í kvöld. Vísir/Margrét Björk Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. „Við teljum okkur vera búna að slökkva eldinn, en það er alltaf að gossa upp aftur, því þetta er fatalager með flíspeysum og þvílíku. Þannig að við erum að vinna okkur aðeins inn og hreinsa glóð,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá hafi reykur borist yfir í húsnæði veitingastaðarins Pure Deli, sem er í sama húsi. Ekkert liggi fyrir um eldsupptök að svo stöddu og ekki óttast um að fólk sé í húsinu. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri. Myndin er úr safni.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eiga allir að vera komnir út og íbúðirnar sem eru hérna við hliðina á voru rýmdar,“ segir Birgir. Hann segir ekkert liggja fyrir um hversu lengi slökkvilið kemur til með að starfa á vettvangi. „Við erum ekkert að haska okkur alveg núna, við erum búnir að slökkva en þurfum að dunda okkur áfram og tína hér út dót. Það er einhver vinna eftir en ég veit ekki hversu lengi.“ Allt slökkviliðsfólk á vakt á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kallað út, auk einnar frívaktar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í kvöld. Vísir/Margrét Björk Fólk hafi átt fótum sínum fjör að launa Í samtali við fréttamann á vettvangi segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir, eigandi Pure Deli, að litlu hafi munað að stórslys hefði orðið. Viðskiptavinir hafi setið inni á staðnum þegar veggurinn hafi tekið að titra og fólk hreinlega átt fótum sínum fjör að launa. Það sé fyrir öllu að enginn hafi slasast, en sorglegt og mikið áfall að sjá staðinn fara, eftir að hafa byggt hann upp á síðustu sex árum. Ljóst sé að tjónið sé mikið. Hér að neðan má sjá myndband frá vettvangi, þegar slökkvistarfi var að mestu lokið. Á því má sjá að tjónið inni á lagernum er talsvert. Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
„Við teljum okkur vera búna að slökkva eldinn, en það er alltaf að gossa upp aftur, því þetta er fatalager með flíspeysum og þvílíku. Þannig að við erum að vinna okkur aðeins inn og hreinsa glóð,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá hafi reykur borist yfir í húsnæði veitingastaðarins Pure Deli, sem er í sama húsi. Ekkert liggi fyrir um eldsupptök að svo stöddu og ekki óttast um að fólk sé í húsinu. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri. Myndin er úr safni.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eiga allir að vera komnir út og íbúðirnar sem eru hérna við hliðina á voru rýmdar,“ segir Birgir. Hann segir ekkert liggja fyrir um hversu lengi slökkvilið kemur til með að starfa á vettvangi. „Við erum ekkert að haska okkur alveg núna, við erum búnir að slökkva en þurfum að dunda okkur áfram og tína hér út dót. Það er einhver vinna eftir en ég veit ekki hversu lengi.“ Allt slökkviliðsfólk á vakt á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kallað út, auk einnar frívaktar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í kvöld. Vísir/Margrét Björk Fólk hafi átt fótum sínum fjör að launa Í samtali við fréttamann á vettvangi segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir, eigandi Pure Deli, að litlu hafi munað að stórslys hefði orðið. Viðskiptavinir hafi setið inni á staðnum þegar veggurinn hafi tekið að titra og fólk hreinlega átt fótum sínum fjör að launa. Það sé fyrir öllu að enginn hafi slasast, en sorglegt og mikið áfall að sjá staðinn fara, eftir að hafa byggt hann upp á síðustu sex árum. Ljóst sé að tjónið sé mikið. Hér að neðan má sjá myndband frá vettvangi, þegar slökkvistarfi var að mestu lokið. Á því má sjá að tjónið inni á lagernum er talsvert.
Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11