Kynfræðsla- hvað felst í henni? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 12. september 2023 11:01 Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Umræðan hefur of mikið stýrst af upphrópunum, fordómum og rangfærslum og í verstu tilfellunum nýtt í það að reyna að koma höggi á ákveðna þjóðfélagshópa. Undirrituð hefur sinnt kynfræðslu síðasta áratuginn, bæði til nemenda á grunnskólastigi, fagfólks og foreldra. Kennslan er byggð á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla sem og skýrslu WHO um viðmið í kynfræðslu. Þrátt fyrir þrálátan misskilning er hvergi í þeirri skýrslu lögð áhersla á kennslu í kynlífsathöfnum, þar með talið sjálfsfróun eða öðru. Kynfræðsla nútímans byggir á kenningum alhliða kynfræðslu frekar en hræðsluáróðri fyrri tíma þar sem áhersla var lögð á kynsjúkdóma og meðvitað, eða ómeðvitað, skömm þeirra sem stunduðu kynlíf. Alhliða kynfræðsla byggir á því að nemendur fái kynfræðslu frá unga aldri, fyrst byggist hún á fræðslu um samskipti og sjálfsmynd og eftir því sem nemendur þroskast og verða eldri verður kynheilbrigði stærri hluti. Eins og í öllu námi á hinseginleikinn að vera sýnilegur, kynfræðsla er þar ekki undanskilin. Margir skólar og sveitarfélög hafa farið þá leið að fá Samtökin 78 til að sinna þeirri fræðslu enda fá betur til þess fallin. Sú fræðsla fjallar þó einungis um hinseginleikann, ekki kynfræðslu sem slíka. Sú fræðsla er nauðsynleg öllum skólasamfélögum, ekki bara vegna þeirra nemenda sem falla undir regnbogann, heldur samfélagsins alls. Kynhneigð og kynvitund verður nefnilega ekki kennd, hvort heldur sem er af hendi fræðara frá Samtökunum, kennurum eða öðrum sem telja sig til þess fallin. Samfélagið þarf að fræðast til að útrýma fordómum og að allir finni sig tilheyra. Markmið kynfræðslu í grunnskólum er að nemendur fái fordómalausa fræðslu, frá öruggum heimildum. Þau geti þannig leitað til aðila sem þau treysta og fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Því fer nefnilega fjarri að nemendum í grunnskóla séu kenndar kynlífsathafnir eða þau hvött til kynferðislegra athafna með fullorðnum. Nemendur fræðast um mikilvægi samþykkis sem veitt er af fúsum og frjálsum vilja og að þau megi stundi það kynlíf sem þau kjósa, þegar þau hafi aldur til. Markmiðið er einmitt að nemendur séu betur í stakk búin til að bregðast við kynferðisofbeldi, þau séu ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, svo ekki sé minnst á það markmið að fólki líði vel í eigin skinni. Upphrópanir síðustu daga meiða, þau meiða ekki bara það fólk sem sinnir fræðslunni af heilindum, heldur einnig þá nemendur sem loks upplifa það öryggi innan skólans að vera samþykkt. Ég hvet því fólk til að kanna á réttum stöðum hvað er kennt í kynfræðslu í stað þess að reiða sig á misáreiðanlegar upplýsingar í sundurklipptum póstum á samfélagsmiðlum. Í grunnskólum er nemendum kennt að hlaupa ekki eftir óáreiðanlegum upplýsingum og ég veit að mörg sem hafa tjáð sig á neikvæðan hátt um kyn- og hinseginfræðslu hafa fulla burði til að læra það líka. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Umræðan hefur of mikið stýrst af upphrópunum, fordómum og rangfærslum og í verstu tilfellunum nýtt í það að reyna að koma höggi á ákveðna þjóðfélagshópa. Undirrituð hefur sinnt kynfræðslu síðasta áratuginn, bæði til nemenda á grunnskólastigi, fagfólks og foreldra. Kennslan er byggð á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla sem og skýrslu WHO um viðmið í kynfræðslu. Þrátt fyrir þrálátan misskilning er hvergi í þeirri skýrslu lögð áhersla á kennslu í kynlífsathöfnum, þar með talið sjálfsfróun eða öðru. Kynfræðsla nútímans byggir á kenningum alhliða kynfræðslu frekar en hræðsluáróðri fyrri tíma þar sem áhersla var lögð á kynsjúkdóma og meðvitað, eða ómeðvitað, skömm þeirra sem stunduðu kynlíf. Alhliða kynfræðsla byggir á því að nemendur fái kynfræðslu frá unga aldri, fyrst byggist hún á fræðslu um samskipti og sjálfsmynd og eftir því sem nemendur þroskast og verða eldri verður kynheilbrigði stærri hluti. Eins og í öllu námi á hinseginleikinn að vera sýnilegur, kynfræðsla er þar ekki undanskilin. Margir skólar og sveitarfélög hafa farið þá leið að fá Samtökin 78 til að sinna þeirri fræðslu enda fá betur til þess fallin. Sú fræðsla fjallar þó einungis um hinseginleikann, ekki kynfræðslu sem slíka. Sú fræðsla er nauðsynleg öllum skólasamfélögum, ekki bara vegna þeirra nemenda sem falla undir regnbogann, heldur samfélagsins alls. Kynhneigð og kynvitund verður nefnilega ekki kennd, hvort heldur sem er af hendi fræðara frá Samtökunum, kennurum eða öðrum sem telja sig til þess fallin. Samfélagið þarf að fræðast til að útrýma fordómum og að allir finni sig tilheyra. Markmið kynfræðslu í grunnskólum er að nemendur fái fordómalausa fræðslu, frá öruggum heimildum. Þau geti þannig leitað til aðila sem þau treysta og fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Því fer nefnilega fjarri að nemendum í grunnskóla séu kenndar kynlífsathafnir eða þau hvött til kynferðislegra athafna með fullorðnum. Nemendur fræðast um mikilvægi samþykkis sem veitt er af fúsum og frjálsum vilja og að þau megi stundi það kynlíf sem þau kjósa, þegar þau hafi aldur til. Markmiðið er einmitt að nemendur séu betur í stakk búin til að bregðast við kynferðisofbeldi, þau séu ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, svo ekki sé minnst á það markmið að fólki líði vel í eigin skinni. Upphrópanir síðustu daga meiða, þau meiða ekki bara það fólk sem sinnir fræðslunni af heilindum, heldur einnig þá nemendur sem loks upplifa það öryggi innan skólans að vera samþykkt. Ég hvet því fólk til að kanna á réttum stöðum hvað er kennt í kynfræðslu í stað þess að reiða sig á misáreiðanlegar upplýsingar í sundurklipptum póstum á samfélagsmiðlum. Í grunnskólum er nemendum kennt að hlaupa ekki eftir óáreiðanlegum upplýsingum og ég veit að mörg sem hafa tjáð sig á neikvæðan hátt um kyn- og hinseginfræðslu hafa fulla burði til að læra það líka. Höfundur er kennari.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun