Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. september 2023 12:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar ríkisstjórnina um að slá met í útgjöldum. vísir/vilhelm Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu. „Þarna var verið að kynna tillögur sem við sáum í vor í tengslum við fjármálaáætlun. Þarna var verið að kynna tillögur sem við sáum þegar fjármálaráðherra lagði fram frumvarp sitt í fyrra. Það skiptir máli að ríkisstjórnin fari í það núna að sýna forystu, sýna á spilin um stefnu, að það séu aðgerðir sem eru í samræmi við markmið. Ég hef áhyggjur af því að ef þær aðgerðir sem ekki reyndust nægilegar í sumar og í fyrra eru nú aftur lagðar á borð þá verði niðurstaðan sú sama,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir innt eftir viðbrögðum um fjárlagafrumvarpið. „Auðvitað er þetta sagt með þeim fyrirvara að við fengum bara grófa kynningu á frumvarpinu sjálfu og maður á eftir að rýna tölurnar og gögnin betur en í stóra samhenginu eru tölurnar óbreyttar.“ Hún óttast að frumvarpið skili ekki tilætluðum árangri. „Ég hef vissar áhyggjur af því að þarna hafi ríkisstjórnin komið sér saman um einhverjar tillögur sem þessir þrír ofboðslega ólíku flokkar gátu sammælst um og fyrir vikið verði þetta eitthvað moð sem skili ekki árangri. Ég held að allir séu sammála um það á Alþingi að það eigi að standa vörð um heilbrigðiskerfið og innviðina en að fara til dæmis í tillögur sem snúast um flatan niðurskurð í staðinn fyrir að skoða einstök verkefni og hvernig þetta hefur áhrif á þjónustu sé ekki vænleg leið.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar.Stöð 2/Arnar „Nýtt met slegið“ Þingmaður Miðflokks segir fjármálaráðherra taka nokkuð stórt til orða þegar hann minnist á aðhald í tengslum við fjárlög. „Þessi ríkisstjórn var áður búin að slá öll met í ríkisútgjöldum en nú kynnir hún fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi halla og enn nýju meti í útgjöldum ríkisins en segist vera að beita aðhaldi. Og hvers vegna er það? Jú því hún ætli ekki að eyða eins miklu og hún hefði kannski getað hugsað sér og það er kallað aðhald og jafnvel sparnaður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þér finnst þá ekki mikið um aðhald í þessum tillögum? „Þessi aðhaldspæling hefur væntanlega áhrif miðað við það ef þau hefðu eytt enn meiri pening og rekið ríkið með enn meiri halla. Mér finnst dálítið langt seilst að kalla það aðhald eða sparnað að menn skuli ekki eyða alveg eins miklu og menn hefðu getað hugsað sér.“ Þá segir hann fjármálaráðherra skauta fram hjá heildarmyndinni. „Hún er sú að ríkið verður áfram rekið með halla þrátt fyrir þessa miklu tekjuaukningu og nýtt met slegið í ríkisútgjöldum á verðbólgutímum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Fjárlagafrumvarp 2024 Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
„Þarna var verið að kynna tillögur sem við sáum í vor í tengslum við fjármálaáætlun. Þarna var verið að kynna tillögur sem við sáum þegar fjármálaráðherra lagði fram frumvarp sitt í fyrra. Það skiptir máli að ríkisstjórnin fari í það núna að sýna forystu, sýna á spilin um stefnu, að það séu aðgerðir sem eru í samræmi við markmið. Ég hef áhyggjur af því að ef þær aðgerðir sem ekki reyndust nægilegar í sumar og í fyrra eru nú aftur lagðar á borð þá verði niðurstaðan sú sama,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir innt eftir viðbrögðum um fjárlagafrumvarpið. „Auðvitað er þetta sagt með þeim fyrirvara að við fengum bara grófa kynningu á frumvarpinu sjálfu og maður á eftir að rýna tölurnar og gögnin betur en í stóra samhenginu eru tölurnar óbreyttar.“ Hún óttast að frumvarpið skili ekki tilætluðum árangri. „Ég hef vissar áhyggjur af því að þarna hafi ríkisstjórnin komið sér saman um einhverjar tillögur sem þessir þrír ofboðslega ólíku flokkar gátu sammælst um og fyrir vikið verði þetta eitthvað moð sem skili ekki árangri. Ég held að allir séu sammála um það á Alþingi að það eigi að standa vörð um heilbrigðiskerfið og innviðina en að fara til dæmis í tillögur sem snúast um flatan niðurskurð í staðinn fyrir að skoða einstök verkefni og hvernig þetta hefur áhrif á þjónustu sé ekki vænleg leið.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar.Stöð 2/Arnar „Nýtt met slegið“ Þingmaður Miðflokks segir fjármálaráðherra taka nokkuð stórt til orða þegar hann minnist á aðhald í tengslum við fjárlög. „Þessi ríkisstjórn var áður búin að slá öll met í ríkisútgjöldum en nú kynnir hún fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi halla og enn nýju meti í útgjöldum ríkisins en segist vera að beita aðhaldi. Og hvers vegna er það? Jú því hún ætli ekki að eyða eins miklu og hún hefði kannski getað hugsað sér og það er kallað aðhald og jafnvel sparnaður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þér finnst þá ekki mikið um aðhald í þessum tillögum? „Þessi aðhaldspæling hefur væntanlega áhrif miðað við það ef þau hefðu eytt enn meiri pening og rekið ríkið með enn meiri halla. Mér finnst dálítið langt seilst að kalla það aðhald eða sparnað að menn skuli ekki eyða alveg eins miklu og menn hefðu getað hugsað sér.“ Þá segir hann fjármálaráðherra skauta fram hjá heildarmyndinni. „Hún er sú að ríkið verður áfram rekið með halla þrátt fyrir þessa miklu tekjuaukningu og nýtt met slegið í ríkisútgjöldum á verðbólgutímum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Fjárlagafrumvarp 2024 Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25
Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43
Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30