Viðtal Morgan við Rubiales nú þegar harðlega gagnrýnt: „Gaf honum plássið“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 09:00 Skjáskot úr viðtali Piers Morgan við Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins Vísir/Skjáskot Viðtal breska fjölmiðlamannsins Piers Morgan við Luis Rubiales, nú fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins, var í gær sýnt í heild sinni í fyrsta skipti en eins og frægt er orðið greindi Rubiales frá afsögn sinni úr embætti forseta knattspyrnusambandsins í viðtalinu. Nú þegar er viðtalið orðið mjög umdeilt en í viðtalinu segist Rubiales hafa neitað að biðja Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, afsökunar á óumbeðnum rembingskossi sem hann smellti á hana eftir að Spánverjar höfðu tryggt sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta fyrr í sumar. Hann segist hafa gert mistök með kossinum en að hann hafi verið í sátt beggja aðila. Rubiales er ekki hræddur um að málið fari fyrir dómstóla en hafin er rannsókn á Spáni sem mun á endanum leiða það í ljós hvort grundvöllur sé fyrir því að fara með það fyrir dómstóla. „Horfðu framan í mig. Ég er góður maður,“ sagði Rubiales við Morgan aðspurður hvort hann hefði áhyggjur á að málið yrði að sakamáli fyrir dómstólum. Samkvæmt spænskum lögum getur óumbeðinn koss talist sem kynferðisbrot sem fylgir eins til fjögurra ára fangelsisdómur. Rubiales er sakaður um kynferðislega áreitni og þvingandi hegðun og hefur málið tröllriðið fjölmiðlum allt frá úrslitaleiknum sjálfum á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Auk þess að kyssa Hermoso á munninn og fleiri leikmenn til greip Rubiales í klofið á sér eftir að úrslitaleik HM lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni var Spánardrottning ásamt unglingsdóttur sinni. Aðspurður hvort hann hefði hegðað sér eins gagnvart spænska karlalandsliðinu hefðu þeir verið að fagna þessum áfanga, hafði Rubiales þetta að segja: „Í öllum svona fögnuðum, bæði með konum og körlum. Þetta er bara eðlilegur hlutur. Nokkrum mínútum fyrir þennan koss lyftu leikmenn mér upp. Allir voru glaðir og ég held að Spánverjar, og þetta er menningarlegs eðlis, eru svona áþreifanleg í sínum samskiptum, þetta telst bara sem eðlilegur hlutur.“ Og enn fann hann tilhneigingu til að stimpla sig sem góða manninn: „Horfðu framan í mig, ég er góður maður. Horfðu framan í mig, horfðu í augu mín.“ Gagnrýnir nálgun Morgan harðlega Susanne Wrack, pistlahöfundur The Guardian, gagnrýnir Piers Morgan, sem tók viðtalið, harðlega fyrir lélegar spurningar í viðtalinu. „Við þekkjum Piers Morgan,“ skrifar Susanne í pistli sem birtist á vef The Guardian í morgun. „Við vitum hvar hann stendur í þessum málum og hvað hann telur vera afleiðingu woke-isma. Við vitum hvar hann stendur gagnvart konum.“ Rubiales hafi ekki veitt Piers Morgan einkaviðtal vegna þess að hann vildi hreinsa nafn sitt með því að vera undir smásjánni og settur undir pressu í viðtalinu. „Hann gerði þetta vegna þess að Morgan var til í að gefa honum plássið til þess að segja það sem hann vildi.“ Pistil Susanne má lesa í heild sinni hér. Spánn Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Sjá meira
Nú þegar er viðtalið orðið mjög umdeilt en í viðtalinu segist Rubiales hafa neitað að biðja Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, afsökunar á óumbeðnum rembingskossi sem hann smellti á hana eftir að Spánverjar höfðu tryggt sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta fyrr í sumar. Hann segist hafa gert mistök með kossinum en að hann hafi verið í sátt beggja aðila. Rubiales er ekki hræddur um að málið fari fyrir dómstóla en hafin er rannsókn á Spáni sem mun á endanum leiða það í ljós hvort grundvöllur sé fyrir því að fara með það fyrir dómstóla. „Horfðu framan í mig. Ég er góður maður,“ sagði Rubiales við Morgan aðspurður hvort hann hefði áhyggjur á að málið yrði að sakamáli fyrir dómstólum. Samkvæmt spænskum lögum getur óumbeðinn koss talist sem kynferðisbrot sem fylgir eins til fjögurra ára fangelsisdómur. Rubiales er sakaður um kynferðislega áreitni og þvingandi hegðun og hefur málið tröllriðið fjölmiðlum allt frá úrslitaleiknum sjálfum á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Auk þess að kyssa Hermoso á munninn og fleiri leikmenn til greip Rubiales í klofið á sér eftir að úrslitaleik HM lauk. Skammt frá honum í heiðursstúkunni var Spánardrottning ásamt unglingsdóttur sinni. Aðspurður hvort hann hefði hegðað sér eins gagnvart spænska karlalandsliðinu hefðu þeir verið að fagna þessum áfanga, hafði Rubiales þetta að segja: „Í öllum svona fögnuðum, bæði með konum og körlum. Þetta er bara eðlilegur hlutur. Nokkrum mínútum fyrir þennan koss lyftu leikmenn mér upp. Allir voru glaðir og ég held að Spánverjar, og þetta er menningarlegs eðlis, eru svona áþreifanleg í sínum samskiptum, þetta telst bara sem eðlilegur hlutur.“ Og enn fann hann tilhneigingu til að stimpla sig sem góða manninn: „Horfðu framan í mig, ég er góður maður. Horfðu framan í mig, horfðu í augu mín.“ Gagnrýnir nálgun Morgan harðlega Susanne Wrack, pistlahöfundur The Guardian, gagnrýnir Piers Morgan, sem tók viðtalið, harðlega fyrir lélegar spurningar í viðtalinu. „Við þekkjum Piers Morgan,“ skrifar Susanne í pistli sem birtist á vef The Guardian í morgun. „Við vitum hvar hann stendur í þessum málum og hvað hann telur vera afleiðingu woke-isma. Við vitum hvar hann stendur gagnvart konum.“ Rubiales hafi ekki veitt Piers Morgan einkaviðtal vegna þess að hann vildi hreinsa nafn sitt með því að vera undir smásjánni og settur undir pressu í viðtalinu. „Hann gerði þetta vegna þess að Morgan var til í að gefa honum plássið til þess að segja það sem hann vildi.“ Pistil Susanne má lesa í heild sinni hér.
Spánn Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð