Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Lovísa Arnardóttir skrifar 13. september 2023 20:39 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna en að hún leiti frekar til „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Vísir/Ívar Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna við að bera kennsl á bein og að hann hafi haft samband við lögregluna eftir að höfuðkúpa fannst undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Lögreglan hefur þegið boðið og fóru starfsmenn fyrirtækisins að sækja sýni til að geta hafið vinnuna síðdegis í dag. „Ef að þessi bein koma úr skrokki íslensks manns getum við að öllum líkindum komist að því hver hann var,“ sagði Kári í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bætti því við að honum þætti það bæði spennandi og réttlæti í því að komast að því svo það sé hægt að grafa beinin þar sem við á. Honum líði jafnvel eins og það sé skylda þeirra að taka að sér slík verkefni sem ekki aðrir geti tekið að sér á landinu. „Ég held að þyki ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa undir ráðherrabústað.“ Hann segir að fyrir starfsfólk sitt yrði það ekki erfitt verkefni að bera kennsl á höfuðkúpuna en að það myndi taka tíma. Það þyrfti að einangra DNA úr höfuðkúpunni og raðgreina það svo og bera það svo saman við það sem ÍE veit um íslenska þjóð. Hann sagði að það sem gerði þetta erfiðara en að greina lífsýni sem til dæmis er skilið er eftir er á vettvangi glæps sé umstangið sem fylgi því að greina svo gamalt efni. Beinin fundust undir þessum gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Vísir „Við búum að því að vita nægilega mikið um íslenska þjóð til að geta borið kennsl á einstaklinga á grundvelli rað-DNA,“ sagði Kári og að ekki væri þörf á því að einstaklingurinn væri þegar í gagnagrunni fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið hafa ýmis ráð til að greina þess vegna nokkrar aldir aftur í tímann um hvern er að ræða. Hann segist þó ekki telja beinin mjög gömul. Spurður hvenær sé von á niðurstöðu segir Kári að það megi reikna með þeim innan fjögurra vikna. Kári segir að hvað varðar önnur verkefni við greiningu lífsýna hafi lögreglan frekar leitað á „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Að því loknu slitnaði símtalið en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Fornminjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Lögreglumál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna við að bera kennsl á bein og að hann hafi haft samband við lögregluna eftir að höfuðkúpa fannst undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Lögreglan hefur þegið boðið og fóru starfsmenn fyrirtækisins að sækja sýni til að geta hafið vinnuna síðdegis í dag. „Ef að þessi bein koma úr skrokki íslensks manns getum við að öllum líkindum komist að því hver hann var,“ sagði Kári í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bætti því við að honum þætti það bæði spennandi og réttlæti í því að komast að því svo það sé hægt að grafa beinin þar sem við á. Honum líði jafnvel eins og það sé skylda þeirra að taka að sér slík verkefni sem ekki aðrir geti tekið að sér á landinu. „Ég held að þyki ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa undir ráðherrabústað.“ Hann segir að fyrir starfsfólk sitt yrði það ekki erfitt verkefni að bera kennsl á höfuðkúpuna en að það myndi taka tíma. Það þyrfti að einangra DNA úr höfuðkúpunni og raðgreina það svo og bera það svo saman við það sem ÍE veit um íslenska þjóð. Hann sagði að það sem gerði þetta erfiðara en að greina lífsýni sem til dæmis er skilið er eftir er á vettvangi glæps sé umstangið sem fylgi því að greina svo gamalt efni. Beinin fundust undir þessum gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Vísir „Við búum að því að vita nægilega mikið um íslenska þjóð til að geta borið kennsl á einstaklinga á grundvelli rað-DNA,“ sagði Kári og að ekki væri þörf á því að einstaklingurinn væri þegar í gagnagrunni fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið hafa ýmis ráð til að greina þess vegna nokkrar aldir aftur í tímann um hvern er að ræða. Hann segist þó ekki telja beinin mjög gömul. Spurður hvenær sé von á niðurstöðu segir Kári að það megi reikna með þeim innan fjögurra vikna. Kári segir að hvað varðar önnur verkefni við greiningu lífsýna hafi lögreglan frekar leitað á „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Að því loknu slitnaði símtalið en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan.
Fornminjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Lögreglumál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21