Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Lovísa Arnardóttir skrifar 13. september 2023 20:39 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna en að hún leiti frekar til „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Vísir/Ívar Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna við að bera kennsl á bein og að hann hafi haft samband við lögregluna eftir að höfuðkúpa fannst undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Lögreglan hefur þegið boðið og fóru starfsmenn fyrirtækisins að sækja sýni til að geta hafið vinnuna síðdegis í dag. „Ef að þessi bein koma úr skrokki íslensks manns getum við að öllum líkindum komist að því hver hann var,“ sagði Kári í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bætti því við að honum þætti það bæði spennandi og réttlæti í því að komast að því svo það sé hægt að grafa beinin þar sem við á. Honum líði jafnvel eins og það sé skylda þeirra að taka að sér slík verkefni sem ekki aðrir geti tekið að sér á landinu. „Ég held að þyki ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa undir ráðherrabústað.“ Hann segir að fyrir starfsfólk sitt yrði það ekki erfitt verkefni að bera kennsl á höfuðkúpuna en að það myndi taka tíma. Það þyrfti að einangra DNA úr höfuðkúpunni og raðgreina það svo og bera það svo saman við það sem ÍE veit um íslenska þjóð. Hann sagði að það sem gerði þetta erfiðara en að greina lífsýni sem til dæmis er skilið er eftir er á vettvangi glæps sé umstangið sem fylgi því að greina svo gamalt efni. Beinin fundust undir þessum gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Vísir „Við búum að því að vita nægilega mikið um íslenska þjóð til að geta borið kennsl á einstaklinga á grundvelli rað-DNA,“ sagði Kári og að ekki væri þörf á því að einstaklingurinn væri þegar í gagnagrunni fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið hafa ýmis ráð til að greina þess vegna nokkrar aldir aftur í tímann um hvern er að ræða. Hann segist þó ekki telja beinin mjög gömul. Spurður hvenær sé von á niðurstöðu segir Kári að það megi reikna með þeim innan fjögurra vikna. Kári segir að hvað varðar önnur verkefni við greiningu lífsýna hafi lögreglan frekar leitað á „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Að því loknu slitnaði símtalið en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan. Fornminjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Lögreglumál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fyrirtækið alltaf til í að aðstoða lögregluna við að bera kennsl á bein og að hann hafi haft samband við lögregluna eftir að höfuðkúpa fannst undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Lögreglan hefur þegið boðið og fóru starfsmenn fyrirtækisins að sækja sýni til að geta hafið vinnuna síðdegis í dag. „Ef að þessi bein koma úr skrokki íslensks manns getum við að öllum líkindum komist að því hver hann var,“ sagði Kári í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bætti því við að honum þætti það bæði spennandi og réttlæti í því að komast að því svo það sé hægt að grafa beinin þar sem við á. Honum líði jafnvel eins og það sé skylda þeirra að taka að sér slík verkefni sem ekki aðrir geti tekið að sér á landinu. „Ég held að þyki ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa undir ráðherrabústað.“ Hann segir að fyrir starfsfólk sitt yrði það ekki erfitt verkefni að bera kennsl á höfuðkúpuna en að það myndi taka tíma. Það þyrfti að einangra DNA úr höfuðkúpunni og raðgreina það svo og bera það svo saman við það sem ÍE veit um íslenska þjóð. Hann sagði að það sem gerði þetta erfiðara en að greina lífsýni sem til dæmis er skilið er eftir er á vettvangi glæps sé umstangið sem fylgi því að greina svo gamalt efni. Beinin fundust undir þessum gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Vísir „Við búum að því að vita nægilega mikið um íslenska þjóð til að geta borið kennsl á einstaklinga á grundvelli rað-DNA,“ sagði Kári og að ekki væri þörf á því að einstaklingurinn væri þegar í gagnagrunni fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið hafa ýmis ráð til að greina þess vegna nokkrar aldir aftur í tímann um hvern er að ræða. Hann segist þó ekki telja beinin mjög gömul. Spurður hvenær sé von á niðurstöðu segir Kári að það megi reikna með þeim innan fjögurra vikna. Kári segir að hvað varðar önnur verkefni við greiningu lífsýna hafi lögreglan frekar leitað á „sveitarannsóknarstofu í Svíþjóð“. Að því loknu slitnaði símtalið en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan.
Fornminjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Lögreglumál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21