„Þetta er úrslitabransi“ Árni Gísli Magnússon skrifar 13. september 2023 19:48 Gunnleifur Gunnleifsson, nýráðinn þjálfari Breiðabliks. Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, var vonsvikinn eftir 3-2 tap gegn Þór/KA fyrir norðan í dag þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þór/KA komst í 2-0 snemma í seinni hálfleik en Blikar náðu að jafna metin seint í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Öglu Maríu Albertsdóttur áður en Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið. „Ofboðslega sár maður, bara ógeðslega sár. Þetta var nú ekkert sérstakur fótboltaleikur og ekki af okkar hálfu. Þór/KA voru bara betri að einhverju leyti en við grófum allavega djúpt í okkur og komum til baka sem er ofboðslega jákvætt og í 2-2 vorum við að leita eftir að vinna leikinn og stundum þarf maður bara vinna ljótt, ef að það er eitthvað ljótt að berjast og koma til baka, það er svo sem ekkert ljótt en þetta er úrslitabransi þannig að við fundum ekki takt í uppspili hjá okkur og þurftum að fara í hitt en svo kom mark á lokamínútunni eftir fast leikatriði sem var ógeðslega fúlt. Það er svo sem enginn tími til að dvelja við það. Við verðum náttúrulega í fýlu í kvöld sem er allt í lagi svo er bara leikur á móti Stjörnunni á sunnudaginn sem við verðum að vera klárar í,“ sagði Gunnleifur að leik loknum. Þór/KA óð í færum á upphafsmínútum leiksins og Blikar voru heppnir að hafa ekki fengið á sig allavega eitt mark þá. „Sammála. Þór/KA liðið var bara gott og að valda okkur alls konar veseni. Þetta er nákvæmlega eins og uppskriftin á móti Þrótti; við fáum á okkur mark undir restina á hálfleiknum og svo annað rétt eftir hálfleik en munurinn á því og núna er að við komum til baka, stoppum blæðinguna, eins og hægt er að segja. Þau geta verið betri og eitthvað en við þurfum bara að ná í úrslit, það er bara þannig.“ Er það jákvæði hlutinn úr leiknum að liðið hafi komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir eftir erfið úrslit að undanförnu? „Já, auðvitað er það jákvætt. Ef ég ætlaði að fara grenja þetta og það væri bara ekkert jákvætt og allt neikvætt og ömurlegt þá getum við gleymt þessu þannig við þurfum bara að taka einmitt það og gera það sem þarf til að vinna fótboltaleiki. Það er alltof mikið að fá á okkur sjö mörk núna í síðustu tveimur leikjum. Aðeins að skerpa á varnarleiknum og bara halda áfram. Þetta eru geggjaðar stelpur í fótbolta, þannig þið eigið eftir að sjá hörkulið á sunnudaginn.“ Með þessum úrslitum er Valur orðinn Íslandsmeistari þegar liðið á fjóra leiki eftir. Er stefnan hjá Breiðabliki sett á 2. sætið héðan af? „Já ég vissi það nú ekki. Til hamingju með titilinn Valskonur, þær eru vel að þessu komnar. Við ætlum bara að hugsa um okkur. Við ætlum að fara í Stjörnuleikinn til þess að vinna og reyna gera allt sem við getum til að enda í öðru sæti og vera næstbesta liðið þetta sumarið eftir Val þannig við leggjum allt í sölurnar fyrir það,“ sagði Gunnleifur að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
„Ofboðslega sár maður, bara ógeðslega sár. Þetta var nú ekkert sérstakur fótboltaleikur og ekki af okkar hálfu. Þór/KA voru bara betri að einhverju leyti en við grófum allavega djúpt í okkur og komum til baka sem er ofboðslega jákvætt og í 2-2 vorum við að leita eftir að vinna leikinn og stundum þarf maður bara vinna ljótt, ef að það er eitthvað ljótt að berjast og koma til baka, það er svo sem ekkert ljótt en þetta er úrslitabransi þannig að við fundum ekki takt í uppspili hjá okkur og þurftum að fara í hitt en svo kom mark á lokamínútunni eftir fast leikatriði sem var ógeðslega fúlt. Það er svo sem enginn tími til að dvelja við það. Við verðum náttúrulega í fýlu í kvöld sem er allt í lagi svo er bara leikur á móti Stjörnunni á sunnudaginn sem við verðum að vera klárar í,“ sagði Gunnleifur að leik loknum. Þór/KA óð í færum á upphafsmínútum leiksins og Blikar voru heppnir að hafa ekki fengið á sig allavega eitt mark þá. „Sammála. Þór/KA liðið var bara gott og að valda okkur alls konar veseni. Þetta er nákvæmlega eins og uppskriftin á móti Þrótti; við fáum á okkur mark undir restina á hálfleiknum og svo annað rétt eftir hálfleik en munurinn á því og núna er að við komum til baka, stoppum blæðinguna, eins og hægt er að segja. Þau geta verið betri og eitthvað en við þurfum bara að ná í úrslit, það er bara þannig.“ Er það jákvæði hlutinn úr leiknum að liðið hafi komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir eftir erfið úrslit að undanförnu? „Já, auðvitað er það jákvætt. Ef ég ætlaði að fara grenja þetta og það væri bara ekkert jákvætt og allt neikvætt og ömurlegt þá getum við gleymt þessu þannig við þurfum bara að taka einmitt það og gera það sem þarf til að vinna fótboltaleiki. Það er alltof mikið að fá á okkur sjö mörk núna í síðustu tveimur leikjum. Aðeins að skerpa á varnarleiknum og bara halda áfram. Þetta eru geggjaðar stelpur í fótbolta, þannig þið eigið eftir að sjá hörkulið á sunnudaginn.“ Með þessum úrslitum er Valur orðinn Íslandsmeistari þegar liðið á fjóra leiki eftir. Er stefnan hjá Breiðabliki sett á 2. sætið héðan af? „Já ég vissi það nú ekki. Til hamingju með titilinn Valskonur, þær eru vel að þessu komnar. Við ætlum bara að hugsa um okkur. Við ætlum að fara í Stjörnuleikinn til þess að vinna og reyna gera allt sem við getum til að enda í öðru sæti og vera næstbesta liðið þetta sumarið eftir Val þannig við leggjum allt í sölurnar fyrir það,“ sagði Gunnleifur að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira