Eiginkona El Chapo laus úr steininum Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2023 00:02 Emma Coronel Aispuro á að verja næstu fjórum árum í Kaliforníu á skilorði. AP/Alexandria Adult Detention Center Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins víðfræga, Joaquín Guzmán, eða El Chapo, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Hún lauk afplánun þriggja ára fangelsisdóms eftir að hún játaði þrjú brot árið 2021 sem sneru að því að hún hefði hjálpað eiginmanni sínum að reka glæpaveldi hans. Það var liður í samkomulagi við alríkissaksóknara en Dómurinn var styttur og henni var því sleppt í dag. Aispuro mun nú verja næstu fjórum árum í Kaliforníu á skilorði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Aispuro hjálpaði eiginmanni sínum einnig að flýja úr fanglesi í Mexíkó árið 2015 með því að smygla til hans úri með GPS. Þannig gátu samverkamenn hans grafið löng göng til hans sem El Chapo notaði til að flýja úr fangelsinu. Göngin voru mjög löng og loftræst. El Chapo notaði mótorhjól á teinum til að keyra í gegnum göngin þegar hann flúði. El Chapo leiddi Sinaloa-samtökin um árabil en hann var handtekinn aftur árið 2016, framseldur til Bandaríkjanna, og dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi árið 2019. Hann afplánar í víggirtu fangelsi í Colorado. Sjá einnig: El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Hann fór þó fram á það við fangelsismálayfirvöld í síðasta mánuði að Aispuro og tvær dætur þeirra mættu heimsækja hann í fangelsi. Kynntust þegar hún var sautján ára Í frétt BBC segir að Aispuro, sem er 34 ára gömul hafi fyrst hitt El Chapo þegar hún var sautján ára og að keppa í fegurðarsamkeppni. Faðir hennar, var háttsettur meðlimur í Sinaloa samtökunum en situr nú í fangelsi í Mexíkó. Aispuro giftist El Chapo þegar hún var átján ára gömul en árið 2011 eignuðust þau tvíbura, tvær dætur, og fór Aispuro til Kaliforníu til að fæða börnin, svo þær eru með bandarískan ríkisborgararétt. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 22. febrúar 2023 07:25 Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. 30. nóvember 2021 20:23 Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. 6. nóvember 2019 22:15 Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun. 18. október 2019 16:55 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Það var liður í samkomulagi við alríkissaksóknara en Dómurinn var styttur og henni var því sleppt í dag. Aispuro mun nú verja næstu fjórum árum í Kaliforníu á skilorði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Aispuro hjálpaði eiginmanni sínum einnig að flýja úr fanglesi í Mexíkó árið 2015 með því að smygla til hans úri með GPS. Þannig gátu samverkamenn hans grafið löng göng til hans sem El Chapo notaði til að flýja úr fangelsinu. Göngin voru mjög löng og loftræst. El Chapo notaði mótorhjól á teinum til að keyra í gegnum göngin þegar hann flúði. El Chapo leiddi Sinaloa-samtökin um árabil en hann var handtekinn aftur árið 2016, framseldur til Bandaríkjanna, og dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi árið 2019. Hann afplánar í víggirtu fangelsi í Colorado. Sjá einnig: El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Hann fór þó fram á það við fangelsismálayfirvöld í síðasta mánuði að Aispuro og tvær dætur þeirra mættu heimsækja hann í fangelsi. Kynntust þegar hún var sautján ára Í frétt BBC segir að Aispuro, sem er 34 ára gömul hafi fyrst hitt El Chapo þegar hún var sautján ára og að keppa í fegurðarsamkeppni. Faðir hennar, var háttsettur meðlimur í Sinaloa samtökunum en situr nú í fangelsi í Mexíkó. Aispuro giftist El Chapo þegar hún var átján ára gömul en árið 2011 eignuðust þau tvíbura, tvær dætur, og fór Aispuro til Kaliforníu til að fæða börnin, svo þær eru með bandarískan ríkisborgararétt.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 22. febrúar 2023 07:25 Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. 30. nóvember 2021 20:23 Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. 6. nóvember 2019 22:15 Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun. 18. október 2019 16:55 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 22. febrúar 2023 07:25
Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. 30. nóvember 2021 20:23
Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. 6. nóvember 2019 22:15
Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun. 18. október 2019 16:55