Nemendur urðu vitni að slysinu í kennslustund Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2023 14:02 Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík segir nemendur og kennara harmi slegna vegna málsins. Nemendur Kvennaskólans í Reykjavík sem sátu í tíma í Miðbæjarskólanum urðu vitni að umferðarslysinu sem varð á Lækjargötu í gær þar sem ökumaður sendiferðabíls lést. Skólastjóri segir nemendur og starfsfólk harmi slegið vegna málsins og er nemendum boðið upp á áfallahjálp. „Það voru nemendur sem urðu vitni að slysinu og meðal annars nemendur sem voru í tíma hjá kennara, sem tók þau bara í fangið og fór með þau inn í stofu og ræddi við þau og veitti stuðning eins og hún gat,“ segir Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík í samtali við Vísi. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 13:23 í gær. Þar varð árekstur sendibíls og skotbómulyftara og lést ökumaður sendibílsins, karlmaður á fertugsaldri. Kolfinna segir fleiri nemendur skólans auk þess hafa orðið vitni að slysinu, enda hafi það átt sér stað mjög nálægt skólanum. Stjórnendur hafa unnið eftir viðbragðsáætlun vegna málsins. „Í þessu tilviki funduðum við stjórnendur um málið og höfðum samband við Rauða krossinn um svona leiðbeiningar varðandi áfallahjálp í svona tilvikum og sendum síðan póst á foreldra og létum vita að einhverjir nemendur höfðu orðið vitni að slysinu og að við myndum bjóða þeim nemendum áfallahjálp sem þurfa þess.“ Þá hafi nemendum verið sendur bæklingur frá Rauða krossinum með leiðbeiningum og þeir hvattir til að leita til skólastjórnenda þurfi þeir á áfallahjálp að halda vegna málsins. Nemendur og kennarar eru slegnir? „Já. Við erum öll slegin yfir þessu hræðilega slysi og það er náttúrulega hluti af viðbrögðunum, að auðvitað hlúa að nemendum og okkur sjálfum og auðvitað hugsum við með hlýju og kærleik til aðstandenda og þeirra sem tengjast slysinu.“ Að sögn Kolfinnu féll tími niður í morgun hjá kennaranum sem var með nemendum sem urðu vitni að slysinu úr kennslustofu í Miðbæjarskólanum. Að öðru leyti hafi skólahald farið fram með eðlilegum hætti. Samgönguslys Framhaldsskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
„Það voru nemendur sem urðu vitni að slysinu og meðal annars nemendur sem voru í tíma hjá kennara, sem tók þau bara í fangið og fór með þau inn í stofu og ræddi við þau og veitti stuðning eins og hún gat,“ segir Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík í samtali við Vísi. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 13:23 í gær. Þar varð árekstur sendibíls og skotbómulyftara og lést ökumaður sendibílsins, karlmaður á fertugsaldri. Kolfinna segir fleiri nemendur skólans auk þess hafa orðið vitni að slysinu, enda hafi það átt sér stað mjög nálægt skólanum. Stjórnendur hafa unnið eftir viðbragðsáætlun vegna málsins. „Í þessu tilviki funduðum við stjórnendur um málið og höfðum samband við Rauða krossinn um svona leiðbeiningar varðandi áfallahjálp í svona tilvikum og sendum síðan póst á foreldra og létum vita að einhverjir nemendur höfðu orðið vitni að slysinu og að við myndum bjóða þeim nemendum áfallahjálp sem þurfa þess.“ Þá hafi nemendum verið sendur bæklingur frá Rauða krossinum með leiðbeiningum og þeir hvattir til að leita til skólastjórnenda þurfi þeir á áfallahjálp að halda vegna málsins. Nemendur og kennarar eru slegnir? „Já. Við erum öll slegin yfir þessu hræðilega slysi og það er náttúrulega hluti af viðbrögðunum, að auðvitað hlúa að nemendum og okkur sjálfum og auðvitað hugsum við með hlýju og kærleik til aðstandenda og þeirra sem tengjast slysinu.“ Að sögn Kolfinnu féll tími niður í morgun hjá kennaranum sem var með nemendum sem urðu vitni að slysinu úr kennslustofu í Miðbæjarskólanum. Að öðru leyti hafi skólahald farið fram með eðlilegum hætti.
Samgönguslys Framhaldsskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira