Borgar ekki fjölskyldunum sem hann hrellti en spreðar peningum Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2023 22:28 Alex Jones hefur sótt um gjaldþrotaskipti og vill á sama tíma hækka laun sín úr 520 þúsund dölum á ári í 1,5 milljón dala. AP/Tyler Sizemore Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur miðilinn InfoWars þar sem hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Í gegnum árin hefur hann ítrekað haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa áreitt foreldrana og ógnað þeim. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar í fyrra að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,4 milljarða dala. Það samsvarar rúmlega 191 milljarði króna. Jones sagðist ekki vera borgunarmaður fyrir þessum miskabótum. Fjölskyldunum hefur gengið erfiðlega að fá peningana. Hann sótti um gjaldþrotaskipti og á meðan dómstólar ákveða hve mikið hann getur greitt fjölskyldunum og öðrum sem hann skuldar, hafa málaferli fjölskyldnanna verið sett í biðstöðu. Jones heldur þrátt fyrir það áfram að lifa dýrum lífsstíl. Eyddi hátt í milljón á veitingahúsum Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jones hafi verið að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni fimmtán þúsund dali á mánuði að undanförnu. Lögmenn fjölskyldnanna saka hann um að reyna að koma peningum sínum í skjól en hann segist þurfa að greiða henni vegna samkomulags í tengslum við skilnað þeirra. Í júlí varði hann þar að auki 7,900 dölum, eða rúmri milljón króna, í húshjálp. Þá eyddi hann 6.300 dölum (862 þúsund krónur) á veitingastöðum og í skemmtun. Hann eyddi einnig um 3.400 dölum (465 þúsund krónur) í matvöruverslunum. Hann rekur annað heimili við strendur stöðuvatns í Texas sem kostar hann um 6.700 dali á mánuði (916 þúsund krónur) og bílar hans og bátar kosta þar að auk um 5.600 dali á mánuði (766 þúsund krónur). Í heildina eyddi hann 93 þúsund dölum í júlí, eins og áður hefur komið fram, og er það samkvæmt dómskjölum vegna málaferla sem tengjast gjaldþrotaferli hans. Í apríl eyddi hann 75 þúsund dölum. Einn lögmanna fjölskyldnanna segir ólíðandi að Jones verji þessum peningum í lúxuslífstíl sinn, því fjölskyldurnar sem hann kvaldi um árabil eigi þennan pening í rauninni. Lögmaðurinn segir að fjölskyldurnar muni halda áfram að berjast fyrir sínu. Þeim hefur gengið illa að ná utan um fjármál Jones, vegna margra félaga sem hann á og fjölmargra samninga sem hann hefur gert á milli þeirra. Vill þrefalda launin sín Jones sjálfur sagði í þætti sínum á þriðjudaginn að hann væri ekki að gera neitt af sér. Honum þætti gott að fara á góð veitingahús og í góð frí nokkrum sinnum á ári. „Ég held ég hafi unnið mér það inn eftir þessa baráttu,“ sagði Jones skömmu áður en hann hvatti áhorfendur sína til að styðja sig fjárhagslega vegna lögfræðiskostnaðar hans. Jones hefur farið fram á það við dómstóla að honum verði leyft að gera nýjan samning milli síns og eigin fjölmiðlafélags sem heitir Free Speech Systems. Sá samningur hljómar upp á eina og hálfa milljón dala í laun á ári, auk bónusgreiðslna. Hann er núna með 520 þúsund dali í laun á ári. Samkvæmt AP segja lögmenn Jones að hann eigi um fjórtán milljónir dala í eigur. Þar á meðal er búgarður hans og áðurnefnt aukaheimili auk einnar íbúðar sem hann hefur leigt út. Hann á einnig fjóra bíla og tvo báta, samkvæmt áðurnefndum skjölum, og átti tæplega átta hundrað þúsund dali á bók í lok júlí. Í þætti sínum á Info Wars selur Jones fæðubótarefni, neyðarbirgðir fyrir fólk ef heimurinn skildi enda og aðrar vörur. Tekjur Free Speech Systems af þessari sölu eru miklar. Sölutekjur fyrirtækisins voru nærri því tvær og hálf milljón dala í júlí. Í sömu skjölum hélt Jones því fram að útgjöld fyrirtækisins væru 2,4 milljónir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásar höfða mál á hendur samsæriskenningasmiði Feðgin sem slösuðust alvarlega í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena árið 2017 hafa höfðað mál á hendur samsæriskenningasmið, sem hefur haldið því fram að árásin hafi verið sett á svið og að enginn hafi raunverulega slasast. 4. apríl 2023 10:10 Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38 „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman. 2. desember 2022 07:23 Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. 13. október 2022 19:39 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur miðilinn InfoWars þar sem hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Í gegnum árin hefur hann ítrekað haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa áreitt foreldrana og ógnað þeim. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar í fyrra að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,4 milljarða dala. Það samsvarar rúmlega 191 milljarði króna. Jones sagðist ekki vera borgunarmaður fyrir þessum miskabótum. Fjölskyldunum hefur gengið erfiðlega að fá peningana. Hann sótti um gjaldþrotaskipti og á meðan dómstólar ákveða hve mikið hann getur greitt fjölskyldunum og öðrum sem hann skuldar, hafa málaferli fjölskyldnanna verið sett í biðstöðu. Jones heldur þrátt fyrir það áfram að lifa dýrum lífsstíl. Eyddi hátt í milljón á veitingahúsum Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jones hafi verið að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni fimmtán þúsund dali á mánuði að undanförnu. Lögmenn fjölskyldnanna saka hann um að reyna að koma peningum sínum í skjól en hann segist þurfa að greiða henni vegna samkomulags í tengslum við skilnað þeirra. Í júlí varði hann þar að auki 7,900 dölum, eða rúmri milljón króna, í húshjálp. Þá eyddi hann 6.300 dölum (862 þúsund krónur) á veitingastöðum og í skemmtun. Hann eyddi einnig um 3.400 dölum (465 þúsund krónur) í matvöruverslunum. Hann rekur annað heimili við strendur stöðuvatns í Texas sem kostar hann um 6.700 dali á mánuði (916 þúsund krónur) og bílar hans og bátar kosta þar að auk um 5.600 dali á mánuði (766 þúsund krónur). Í heildina eyddi hann 93 þúsund dölum í júlí, eins og áður hefur komið fram, og er það samkvæmt dómskjölum vegna málaferla sem tengjast gjaldþrotaferli hans. Í apríl eyddi hann 75 þúsund dölum. Einn lögmanna fjölskyldnanna segir ólíðandi að Jones verji þessum peningum í lúxuslífstíl sinn, því fjölskyldurnar sem hann kvaldi um árabil eigi þennan pening í rauninni. Lögmaðurinn segir að fjölskyldurnar muni halda áfram að berjast fyrir sínu. Þeim hefur gengið illa að ná utan um fjármál Jones, vegna margra félaga sem hann á og fjölmargra samninga sem hann hefur gert á milli þeirra. Vill þrefalda launin sín Jones sjálfur sagði í þætti sínum á þriðjudaginn að hann væri ekki að gera neitt af sér. Honum þætti gott að fara á góð veitingahús og í góð frí nokkrum sinnum á ári. „Ég held ég hafi unnið mér það inn eftir þessa baráttu,“ sagði Jones skömmu áður en hann hvatti áhorfendur sína til að styðja sig fjárhagslega vegna lögfræðiskostnaðar hans. Jones hefur farið fram á það við dómstóla að honum verði leyft að gera nýjan samning milli síns og eigin fjölmiðlafélags sem heitir Free Speech Systems. Sá samningur hljómar upp á eina og hálfa milljón dala í laun á ári, auk bónusgreiðslna. Hann er núna með 520 þúsund dali í laun á ári. Samkvæmt AP segja lögmenn Jones að hann eigi um fjórtán milljónir dala í eigur. Þar á meðal er búgarður hans og áðurnefnt aukaheimili auk einnar íbúðar sem hann hefur leigt út. Hann á einnig fjóra bíla og tvo báta, samkvæmt áðurnefndum skjölum, og átti tæplega átta hundrað þúsund dali á bók í lok júlí. Í þætti sínum á Info Wars selur Jones fæðubótarefni, neyðarbirgðir fyrir fólk ef heimurinn skildi enda og aðrar vörur. Tekjur Free Speech Systems af þessari sölu eru miklar. Sölutekjur fyrirtækisins voru nærri því tvær og hálf milljón dala í júlí. Í sömu skjölum hélt Jones því fram að útgjöld fyrirtækisins væru 2,4 milljónir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásar höfða mál á hendur samsæriskenningasmiði Feðgin sem slösuðust alvarlega í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena árið 2017 hafa höfðað mál á hendur samsæriskenningasmið, sem hefur haldið því fram að árásin hafi verið sett á svið og að enginn hafi raunverulega slasast. 4. apríl 2023 10:10 Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38 „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman. 2. desember 2022 07:23 Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. 13. október 2022 19:39 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásar höfða mál á hendur samsæriskenningasmiði Feðgin sem slösuðust alvarlega í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena árið 2017 hafa höfðað mál á hendur samsæriskenningasmið, sem hefur haldið því fram að árásin hafi verið sett á svið og að enginn hafi raunverulega slasast. 4. apríl 2023 10:10
Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38
„Það er margt sem ég elska við Hitler“ Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman. 2. desember 2022 07:23
Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. 13. október 2022 19:39