Handbolti

Haukur Þrastar­son sneri aftur á völlinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukur er byrjaður að spila á nýjan leik.
Haukur er byrjaður að spila á nýjan leik. Twitter@HandballHour

Haukur Þrastarson sneri aftur á völlinn í mögnuðum 21. marks sigri Kielce á Unia Tarnow í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta. Haukur skoraði fjögur mörk í leiknum.

Haukur gefur gríðarlega óheppinn með meiðsli undanfarin ár en hann var að snúa aftur eftir tíu mánaða fjarveru vegna krossbandsslita. Þar áður hafði hann líka verið lengi frá vegna meiðsla.

Nýverið greindi Kielce frá því að það styttist í endurkomu Hauks og í dag steig hann aftur á parketið.

Það hefur verið auðvelt að gefa Hauki tækifæri í leik sem Kielce var búið að vinna þegar enn var töluvert til leiksloka. Haukur gerði þó meira en að vera bara með en hann skoraði fjögur mörk í einstaklega öruggum sigri. Kielce hefur unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa.

Í Portúgal var Orri Freyr Þorkelsson í eldlínunni með Sporting. Skoraði hann tíu mörk í þægilegum 15 marka sigri, lokatölur 41-26. Orri Freyr er á sínu fyrstu tímabili í Portúgal og hefur byrjað af krafti, Sporting er með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×