Bætt kennsla - betri árangur og minni kostnaður við sérkennslu Hermundur Sigmundsson og Einar Gunnarsson skrifa 17. september 2023 10:31 Kostnaður samfélagsins vegna sérkennslu í grunnskólum er hár á Íslandi og með því að setja fjármuni í slík úrræði viljum við líklega að nemendur nái betri árangri á sinni skólagöngu. En þegar við skoðum árangurinn þá er staðan því miður sú að nemendur á Íslandi skora ekki hátt í samanburði við önnur lönd og ber þar helst að nefna PISA niðurstöður sem hafa farið niður á við allt frá aldamótum í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði. Einnig hafa tölur úr framhaldsskólakerfinu bent til þess að brottfall nemenda sé æði mikið í samanburði við önnur lönd. Þetta er staða sem við eigum ekki að sætta okkur við sérstaklega í ljósi þess hve miklum fjármunum við eyrnamerkjum skólakerfinu og sérkennslu í grunnskólum landsins. En skoðum aðeins stöðuna á Íslandi. 16,2% nemenda í grunnskólum á Íslandi eru með greiningar og þurfa því í mörgum tilfellum á sérkennslu að halda. Hlutfall nemenda sem eru í sérkennsluúrræðum er rúmlega 31% og hefur þessi tala hækkað á undanförnum árum. Ef skoðaðar eru kostnaðartölur þá má áætla að kostnaður sveitarfélaganna vegna sérkennslu sé um 12 milljarðar á ári sem er ansi há tala. Bilið milli nemenda með greiningar og allra nemenda sem þurfa sérkennslu er um 15 prósentustig og ætti því að vera tækifæri til að lækka kostnað upp á vel á annan milljarð króna. Ef við berum okkur saman við Noreg þá eru 8% nemenda þar með greiningar og um 8% nemenda eru í sérkennslu. En hvað er til ráða? Í nýútkominni skýrslu UNESCO (2023) kemur margt fram sem áhugavert er fyrir okkur Íslendinga að tileinka okkur. Mikilvægi beinnar kennslu með áherslu á markvissa þjálfun og eftirfylgni er að mati UNESCO vænleg leið til árangurs í skólastarfi. Stöðumat og mælingar eru mikilvægar til að nemandinn, foreldrar og kennarar séu meðvitaðir um stöðu nemenda hverju sinni sem gefur tækifæri til að veita nemendum það að fá áskoranir sem hæfa færni þeirra. Þetta eru meginatriði í aðferðafræði Kveikjum neistans sem er þróunarverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja sem stýrt er af Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Í skýrslu UNESCO kemur einnig fram mikilvægi þess að við missum ekki sjónar af mikilvægi þess að kennari sé miðpunktur kennslustofunnar með því að vera í mannlegum samskiptum við nemendur í kennslu sinni. Þetta leiðir hugann að spjaldtölvuvæðingunni sem á sér stað í íslenskum grunnskólum um þessar mundir. Spjaldtölvuvæðingin er mikilvæg en við þurfum að passa upp á að hún yfirtaki ekki kennsluaðferðir á kostnað mannlegs hlutverks kennarans. Kennarinn þarf alltaf að vera sá aðili sem leggur inn kennsluna en tölvur og tæki eru mjög góð áhöld til að efla útkomu nemandans. Með markvissri þjálfun, eftirfylgni og skýru stöðumati á nemendum teljum við að betri árangur náist sem leiðir til þess að kostnaður við sérkennslu ætti að minnka. Í Kveikjum neistann er hver og einn nemandi mældur og þjálfaður í grunnfærni lestrar og stærðfræði til að árangur náist og að fleiri nemendur nái grunnfærni í skóla sem leiðir af sér færri nemendum sem þurfa á sérkennslu að halda. Nálgun Kveikjum neistans gerir ráð fyrir að skólar og sveitarfélög geti lækkað kostnað sinn við sérkennslu um allt að 10% til 30%. Ef tekst að lækka kostnað um 10% þýðir það 1,2 milljarð á ári en 30% lækkun myndi þýða 3,6 milljarða. Fyrstu niðustöður rannsóknarhóps Kveikjum neistans gefa góða vísbendingu um að með markvissri þjálfun, eftirfylgni og stöðumati sem byggist á traustum vísindum má efla grunnfærni nemenda og þar með minnka þörf á sérkennslu þegar fram líður á skólagöngu nemendanna. Við lok 2. bekkjar voru 83% nemenda Kveikjum neistans læs (gátu lesið og skilið texta) samkvæmt LÆS prófinu sem er góður árangur. Tæplega 500 nemendur úr öðrum skólum tóku einnig LÆS prófið og var niðurstaða þeirra að 52% nemenda voru læs. Þetta er afgerandi niðurstaða. Það er til mikils að vinna fyrir samfélagið, bæði fjárhagslega og félagslega, að notast við aðferðir sem bera góðan mælanlegan árangur í skólastarfi og byggja á traustum vísindum. Færni nemenda í grunnþáttum skólastarfs þarf að fá meira vægi í skólakerfinu til að þeir geysimiklu fjármunir sem settir eru í grunnskólakerfið nýtist betur. Á sama tíma er möguleiki á að bæta árangur nemenda. Það kallar maður tvöfalda sigurleið! Hermundur Sigmundsson, prófessor, Norska tækni – og vísindaháskólanum og Háskóla Íslands Einar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri, Grunnskóli Vestmannaeyja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Kostnaður samfélagsins vegna sérkennslu í grunnskólum er hár á Íslandi og með því að setja fjármuni í slík úrræði viljum við líklega að nemendur nái betri árangri á sinni skólagöngu. En þegar við skoðum árangurinn þá er staðan því miður sú að nemendur á Íslandi skora ekki hátt í samanburði við önnur lönd og ber þar helst að nefna PISA niðurstöður sem hafa farið niður á við allt frá aldamótum í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði. Einnig hafa tölur úr framhaldsskólakerfinu bent til þess að brottfall nemenda sé æði mikið í samanburði við önnur lönd. Þetta er staða sem við eigum ekki að sætta okkur við sérstaklega í ljósi þess hve miklum fjármunum við eyrnamerkjum skólakerfinu og sérkennslu í grunnskólum landsins. En skoðum aðeins stöðuna á Íslandi. 16,2% nemenda í grunnskólum á Íslandi eru með greiningar og þurfa því í mörgum tilfellum á sérkennslu að halda. Hlutfall nemenda sem eru í sérkennsluúrræðum er rúmlega 31% og hefur þessi tala hækkað á undanförnum árum. Ef skoðaðar eru kostnaðartölur þá má áætla að kostnaður sveitarfélaganna vegna sérkennslu sé um 12 milljarðar á ári sem er ansi há tala. Bilið milli nemenda með greiningar og allra nemenda sem þurfa sérkennslu er um 15 prósentustig og ætti því að vera tækifæri til að lækka kostnað upp á vel á annan milljarð króna. Ef við berum okkur saman við Noreg þá eru 8% nemenda þar með greiningar og um 8% nemenda eru í sérkennslu. En hvað er til ráða? Í nýútkominni skýrslu UNESCO (2023) kemur margt fram sem áhugavert er fyrir okkur Íslendinga að tileinka okkur. Mikilvægi beinnar kennslu með áherslu á markvissa þjálfun og eftirfylgni er að mati UNESCO vænleg leið til árangurs í skólastarfi. Stöðumat og mælingar eru mikilvægar til að nemandinn, foreldrar og kennarar séu meðvitaðir um stöðu nemenda hverju sinni sem gefur tækifæri til að veita nemendum það að fá áskoranir sem hæfa færni þeirra. Þetta eru meginatriði í aðferðafræði Kveikjum neistans sem er þróunarverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja sem stýrt er af Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Í skýrslu UNESCO kemur einnig fram mikilvægi þess að við missum ekki sjónar af mikilvægi þess að kennari sé miðpunktur kennslustofunnar með því að vera í mannlegum samskiptum við nemendur í kennslu sinni. Þetta leiðir hugann að spjaldtölvuvæðingunni sem á sér stað í íslenskum grunnskólum um þessar mundir. Spjaldtölvuvæðingin er mikilvæg en við þurfum að passa upp á að hún yfirtaki ekki kennsluaðferðir á kostnað mannlegs hlutverks kennarans. Kennarinn þarf alltaf að vera sá aðili sem leggur inn kennsluna en tölvur og tæki eru mjög góð áhöld til að efla útkomu nemandans. Með markvissri þjálfun, eftirfylgni og skýru stöðumati á nemendum teljum við að betri árangur náist sem leiðir til þess að kostnaður við sérkennslu ætti að minnka. Í Kveikjum neistann er hver og einn nemandi mældur og þjálfaður í grunnfærni lestrar og stærðfræði til að árangur náist og að fleiri nemendur nái grunnfærni í skóla sem leiðir af sér færri nemendum sem þurfa á sérkennslu að halda. Nálgun Kveikjum neistans gerir ráð fyrir að skólar og sveitarfélög geti lækkað kostnað sinn við sérkennslu um allt að 10% til 30%. Ef tekst að lækka kostnað um 10% þýðir það 1,2 milljarð á ári en 30% lækkun myndi þýða 3,6 milljarða. Fyrstu niðustöður rannsóknarhóps Kveikjum neistans gefa góða vísbendingu um að með markvissri þjálfun, eftirfylgni og stöðumati sem byggist á traustum vísindum má efla grunnfærni nemenda og þar með minnka þörf á sérkennslu þegar fram líður á skólagöngu nemendanna. Við lok 2. bekkjar voru 83% nemenda Kveikjum neistans læs (gátu lesið og skilið texta) samkvæmt LÆS prófinu sem er góður árangur. Tæplega 500 nemendur úr öðrum skólum tóku einnig LÆS prófið og var niðurstaða þeirra að 52% nemenda voru læs. Þetta er afgerandi niðurstaða. Það er til mikils að vinna fyrir samfélagið, bæði fjárhagslega og félagslega, að notast við aðferðir sem bera góðan mælanlegan árangur í skólastarfi og byggja á traustum vísindum. Færni nemenda í grunnþáttum skólastarfs þarf að fá meira vægi í skólakerfinu til að þeir geysimiklu fjármunir sem settir eru í grunnskólakerfið nýtist betur. Á sama tíma er möguleiki á að bæta árangur nemenda. Það kallar maður tvöfalda sigurleið! Hermundur Sigmundsson, prófessor, Norska tækni – og vísindaháskólanum og Háskóla Íslands Einar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri, Grunnskóli Vestmannaeyja
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun