Þögn þingmanna er ærandi Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 18. september 2023 06:00 Þá er að gerast það sem við höfum óttast lengi. Að eldislax streymi upp í laxveiðiárnar með tilheyrandi tjóni fyrir lífríkið og þá atvinnustarfsemi sem stunduð er á árbökkunum. Tilvist villtra laxa er ógnað. Veiðifélag Norðurár er elsta veiðifélag landsins. Í hartnær 100 ár hafa bændur og landeigendur unnið saman að því að nýta þá auðlind sem áin er. Hér hefur verið hlúð að ánni í áranna rás, rannsóknir á lífríki hennar stundaðar, veiðihús byggð og þjónusta í kringum veiðimennskuna bætt frá ári til árs. Allt til þess að þessi fallega og gjöfula á fengi að blómstra. Og hingað sækja veiðimenn ár eftir ár til að veiða – glíma við Norðurárlaxinn, komast á uppáhalds veiðistaðina sína en líka til að njóta friðsældar og fallegs umhverfis. Kollsteypa tilverunnar Í einni svipan er þessari fallegu mynd kollsteypt og margra áratuga uppbyggingarstarfi stefnt í hættu. Ef einhver heldur að það sé eftirsóknarvert að telja sig vera að veiða heilbrigðan og sprækan lax en draga síðan útlitsljótan eldislax að landi þá er það ekki þannig. Upplifun veiðimanna af slíku er mjög neikvæð og líklegt að þeir hugsi sig vel um áður en þeir fjárfesta aftur í veiðileyfi þar sem líkur eru á að veiða slíkan fisk. Ítrekaðar viðvaranir hunsaðar Og nú er þetta allt að gerast – alveg fyrir framan nefið á okkur og án þess að nokkur sé viðbúinn að takast á við vandamálið. Og það þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir bænda, landeigenda og veiðimanna sem vilja verja villta laxinn. Hvernig eigum við að fara að því að verja árnar okkar fyrir eldislöxum sem nú hópast í árnar til að hrygna?Ég er varla ein um það að finnast leitin að eldislöxum vera eins og að leita að nál í heystakki. Af hverju? Hvað veldur því að ráðamönnum þjóðarinnar er bara skítsama um villta laxinn? Það verður að segjast að þögn þingmanna er ærandi. Af hverju skortir bæði kjark og þor þegar kemur að því að verja villta laxinn? Af hverju er látið eins og atvinnugreinin laxveiði skipti bara engu máli? Skiptir það bara engu máli að stangveiðin skapi 1200 störf, velti tugum milljarða og að 2250 lögbýli hafi af henni beinar tekjur? Af hverju þarf að fórna þessari atvinnugrein til þess að byggja upp aðra annars staðar? Hvernig er hægt að segjast vera að taka ægilega mikið á í umhverfismálum og láta svo bara engu skipta að erfðablöndun eldislaxa við villta laxinn kemur líklega til með að valda þeim síðarnefnda mikilli hnignun ef ekki útdauða? Hvenær ætla stjórnvöld að grípa í taumana? Hvað þurfum við að gera til þess að hlustað verði á okkar málstað? Höfundur er bóndi á Glitstöðum og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þá er að gerast það sem við höfum óttast lengi. Að eldislax streymi upp í laxveiðiárnar með tilheyrandi tjóni fyrir lífríkið og þá atvinnustarfsemi sem stunduð er á árbökkunum. Tilvist villtra laxa er ógnað. Veiðifélag Norðurár er elsta veiðifélag landsins. Í hartnær 100 ár hafa bændur og landeigendur unnið saman að því að nýta þá auðlind sem áin er. Hér hefur verið hlúð að ánni í áranna rás, rannsóknir á lífríki hennar stundaðar, veiðihús byggð og þjónusta í kringum veiðimennskuna bætt frá ári til árs. Allt til þess að þessi fallega og gjöfula á fengi að blómstra. Og hingað sækja veiðimenn ár eftir ár til að veiða – glíma við Norðurárlaxinn, komast á uppáhalds veiðistaðina sína en líka til að njóta friðsældar og fallegs umhverfis. Kollsteypa tilverunnar Í einni svipan er þessari fallegu mynd kollsteypt og margra áratuga uppbyggingarstarfi stefnt í hættu. Ef einhver heldur að það sé eftirsóknarvert að telja sig vera að veiða heilbrigðan og sprækan lax en draga síðan útlitsljótan eldislax að landi þá er það ekki þannig. Upplifun veiðimanna af slíku er mjög neikvæð og líklegt að þeir hugsi sig vel um áður en þeir fjárfesta aftur í veiðileyfi þar sem líkur eru á að veiða slíkan fisk. Ítrekaðar viðvaranir hunsaðar Og nú er þetta allt að gerast – alveg fyrir framan nefið á okkur og án þess að nokkur sé viðbúinn að takast á við vandamálið. Og það þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir bænda, landeigenda og veiðimanna sem vilja verja villta laxinn. Hvernig eigum við að fara að því að verja árnar okkar fyrir eldislöxum sem nú hópast í árnar til að hrygna?Ég er varla ein um það að finnast leitin að eldislöxum vera eins og að leita að nál í heystakki. Af hverju? Hvað veldur því að ráðamönnum þjóðarinnar er bara skítsama um villta laxinn? Það verður að segjast að þögn þingmanna er ærandi. Af hverju skortir bæði kjark og þor þegar kemur að því að verja villta laxinn? Af hverju er látið eins og atvinnugreinin laxveiði skipti bara engu máli? Skiptir það bara engu máli að stangveiðin skapi 1200 störf, velti tugum milljarða og að 2250 lögbýli hafi af henni beinar tekjur? Af hverju þarf að fórna þessari atvinnugrein til þess að byggja upp aðra annars staðar? Hvernig er hægt að segjast vera að taka ægilega mikið á í umhverfismálum og láta svo bara engu skipta að erfðablöndun eldislaxa við villta laxinn kemur líklega til með að valda þeim síðarnefnda mikilli hnignun ef ekki útdauða? Hvenær ætla stjórnvöld að grípa í taumana? Hvað þurfum við að gera til þess að hlustað verði á okkar málstað? Höfundur er bóndi á Glitstöðum og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun