„Mjög sætt að hafa endað á toppnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 11:31 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. Vísir/Hulda Margrét „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Lengjudeildarmeistara ÍA, en liðið tryggði sér um helgina sæti í Bestu deild karla sumarið 2024. ÍA kom, sá og sigraði Lengjudeild karla í knattspyrnu í sumar en það leit þó lengi vel ekki út fyrir það. Liðið byrjaði hægt á meðan Afturelding vann að því virtist alla sína leiki. Á endanum sneru Skagamenn við taflinu og tryggðu sér sæti í Bestu deildinni með 4-1 sigri á Gróttu um liðna helgi. „Hún er algjörlega frábær. Byrjuðum tímabilið mjög hægt en endum það gríðarlega sterkt. Held að sé einn tapleikur í síðustu 17 deildarleikjum. Þannig það er feykilega öflugur seinni hluti á mótinu hjá okkur og frábært að enda deildina á sigri.“ „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni. Bæði það að liðin styrktu sig gríðarlega mikið fyrir þetta tímabil, mörg lið sem ætluðu sér sæti í úrslitakeppninni.“ „Held það sé óhætt að segja að sennilega aldrei hafi verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild. Sjáum það líka á botnbaráttunni, held að Selfoss hafi þurft að bíta í það súra epli að falla niður í 2. deild með 23 stig. Það er ótrúlegt og þá var gríðarlega erfitt að mæta Ægi sem endar langneðst. Það er mjög sætt að hafa endað á toppnum.“ Það hlýtur að segja ansi mikið um leikmannahóp ÍA að hafa náð að snúa gengi liðsins við? „Heldur betur. Það er þannig að við féllum úr Bestu deildinni í fyrra. Það er oftast þannig að þegar lið falla um deild er ákveðin uppstokkun framundan, uppbygging á liði og annað.“ „Við erum feykilega ánægðir með hvernig það tókst til hjá okkur. Bæði inn á vellinum og utan hans líka, klefinn er geysilega sterkur hjá okkur og liðsheildin er virkilega sterk. Hún bara efldist og þéttist eftir því sem á mótið leið. Erum með öfluga karaktera og leiðtoga innan okkar raða og það var leynt og ljóst markmiðið að styrkja þá liðsheild. Byggja liðið þannig upp, erum með reynslubolta í bland við frábæra unga og efnilega leikmenn.“ „Held það sé óhætt að segja það að það hafi tekist mjög vel hjá okkur, sú uppbygging hjá liðinu.“ Hvað þarf ÍA að gera fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni? „Fyrst og fremst að byggja á þessum gildum. Snerist mikið um það fyrir ári síðan að byggja upp lið sem væri sterkara ÍA-lið. Sterkari liðsheild, meiri samheldni og svo framvegis. Fengum til liðs við okkar leiðtoga og karaktera sem studdu við það. Þurfum áfram að byggja á þeim gildum og erum með risastórt Skagahjarta í þessu liði. Erum með gríðarlega marga uppalda, eða leikmenn sem hafa spilað í yngri flokkum félagsins.“ „Þrátt fyrir að Gísli Laxdal sé að fara í Val núna, að Haukur Andri og Daníel Ingi hafi farið frá okkur á miðju sumri – ungir og efnilegir Skagamenn – þá erum við með fjöldann allan af ÍA-leikmönnum í hópnum og þurfum að halda áfram að byggja á þeim gildum.“ „En við þurfum að bæta í og styrkja dæmið, held það þekki allir Skagamenn söguna á þessari öld. Þurfum að gera betur í mörgum stórum atriðum og nú fer allur sá tími í það.“ Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jón Þór eftir að ÍA sigraði Lengjudeildina: Mjög sætt að hafa endað á toppnum Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
ÍA kom, sá og sigraði Lengjudeild karla í knattspyrnu í sumar en það leit þó lengi vel ekki út fyrir það. Liðið byrjaði hægt á meðan Afturelding vann að því virtist alla sína leiki. Á endanum sneru Skagamenn við taflinu og tryggðu sér sæti í Bestu deildinni með 4-1 sigri á Gróttu um liðna helgi. „Hún er algjörlega frábær. Byrjuðum tímabilið mjög hægt en endum það gríðarlega sterkt. Held að sé einn tapleikur í síðustu 17 deildarleikjum. Þannig það er feykilega öflugur seinni hluti á mótinu hjá okkur og frábært að enda deildina á sigri.“ „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni. Bæði það að liðin styrktu sig gríðarlega mikið fyrir þetta tímabil, mörg lið sem ætluðu sér sæti í úrslitakeppninni.“ „Held það sé óhætt að segja að sennilega aldrei hafi verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild. Sjáum það líka á botnbaráttunni, held að Selfoss hafi þurft að bíta í það súra epli að falla niður í 2. deild með 23 stig. Það er ótrúlegt og þá var gríðarlega erfitt að mæta Ægi sem endar langneðst. Það er mjög sætt að hafa endað á toppnum.“ Það hlýtur að segja ansi mikið um leikmannahóp ÍA að hafa náð að snúa gengi liðsins við? „Heldur betur. Það er þannig að við féllum úr Bestu deildinni í fyrra. Það er oftast þannig að þegar lið falla um deild er ákveðin uppstokkun framundan, uppbygging á liði og annað.“ „Við erum feykilega ánægðir með hvernig það tókst til hjá okkur. Bæði inn á vellinum og utan hans líka, klefinn er geysilega sterkur hjá okkur og liðsheildin er virkilega sterk. Hún bara efldist og þéttist eftir því sem á mótið leið. Erum með öfluga karaktera og leiðtoga innan okkar raða og það var leynt og ljóst markmiðið að styrkja þá liðsheild. Byggja liðið þannig upp, erum með reynslubolta í bland við frábæra unga og efnilega leikmenn.“ „Held það sé óhætt að segja það að það hafi tekist mjög vel hjá okkur, sú uppbygging hjá liðinu.“ Hvað þarf ÍA að gera fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni? „Fyrst og fremst að byggja á þessum gildum. Snerist mikið um það fyrir ári síðan að byggja upp lið sem væri sterkara ÍA-lið. Sterkari liðsheild, meiri samheldni og svo framvegis. Fengum til liðs við okkar leiðtoga og karaktera sem studdu við það. Þurfum áfram að byggja á þeim gildum og erum með risastórt Skagahjarta í þessu liði. Erum með gríðarlega marga uppalda, eða leikmenn sem hafa spilað í yngri flokkum félagsins.“ „Þrátt fyrir að Gísli Laxdal sé að fara í Val núna, að Haukur Andri og Daníel Ingi hafi farið frá okkur á miðju sumri – ungir og efnilegir Skagamenn – þá erum við með fjöldann allan af ÍA-leikmönnum í hópnum og þurfum að halda áfram að byggja á þeim gildum.“ „En við þurfum að bæta í og styrkja dæmið, held það þekki allir Skagamenn söguna á þessari öld. Þurfum að gera betur í mörgum stórum atriðum og nú fer allur sá tími í það.“ Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jón Þór eftir að ÍA sigraði Lengjudeildina: Mjög sætt að hafa endað á toppnum
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira