Sértrúarsöfnuður ásækir Íslendinga Örn Karlsson skrifar 19. september 2023 10:00 Þegar fjármálaráðherra Íslands stígur fram og segir okkur Íslendingum að ekki megi banna verðtryggingu því hún veiti skuldugum skjól þá getum við illa skammað hann. Hann er lögfræðingur að mennt og þiggur hagfræðilega ráðgjöf frá æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands. Vandamál Íslendinga, þau sem tengjast sífelldum sveiflum og verðbólguböli eiga sterkar rætur til hóps fólks sem hefur hreiðrað um sig í æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands hvar það fær óáreitt að sinna hugðarefnum sínum við tilbeiðslu verðtryggingar. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á steypunni í kringum verðtrygginguna. Alla þessa öld hefur fast að 80% almennings óskað henni feigðar þegar hann hefur fengið tækifæri til að tjá sig í skoðanakönnunum. Almenningur valdi sér grundvöll stjórnarskrár árið 2012, sem hefði fært honum lýðræðistól til að kveða verðtrygginguna í kútinn, en valdablokkir hafa séð til þess að sjónarmið sértrúarsöfnuðarins ráða enn för Íslendinga. Hagfræðin sem kennd er við bestu skóla heimsins fjallar ekki um verðtryggingu því hún er ekki til í þróuðustu samfélögunum hvar bestu menntastofnanirnar í hagfræði eru. Sértrúarsöfnuðurinn hefur því frítt spil til að bulla, stunda trúarbrögð sín og þvinga þau upp á almúgann sem á ekki annars völ en að troða marvaðann til að halda lífi. Íslenskt samfélag hefur orðið samdauna sértrúnni um verðtryggingu. Það er sama hvar gripið er niður, hún ræður ríkjum. Lítum á dómstólana, stjórnvöld, Alþingi, Umboðsmann Alþingis, stjórnmálaflokka og fjármálastofnanir, þar er allt á sömu bókina lært, bókina um verðtryggingu, sem smíðuð var í æðstu menntastofnun Íslands. Lítum aftur á orð fjármálaráðherra. Vissulega má finna orðum hans stað þegar litið er til þess að tímabundið er hægt að lækka greiðslubyrði skuldar með því að færa hana inn í verðtryggingarhelgidóminn. En það er tímabundið ástand. Verra er að eftir því sem fleiri nýta sér skjólið þeim mun meiri er verðbólgan og hún þrálátari. Eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall peningalegra eigna er samsvarandi minna hlutfall eigna þátttakandi í náttúrulegri verðleiðréttingu sem þarf að eiga sér stað þegar verðbólguþrýstingur er til staðar. Af því að hlutfall óverðtryggðra eigna minnkar samsvarandi stækkandi hlutfalli verðtryggðra eigna verður verðfall óverðtryggðra eigna meira og lengri tíma tekur að ná jafnvægi aftur. Ef þetta er ekki nógu slæmt má jafnframt benda á að verðtrygging er ólögleg að Íslenskum lögum því þegar einstakar vörur eða vöruflokkar hækka í verði vegna atvika (raun hnykkja) óháðum breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar mokar verðtryggingin raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Verðtryggingin hirðir eignir ólöglega af skuldugum og skilar okkur samfélagi með meiri verðbólgu og þrálátari. Seðlabankinn sér þetta þótt hann skilji ekki samhengið… eða vilji ekki skilja það. Seðlabankinn hefur því tekið upp þá nýju stefnu í peningamálum þjóðarinnar, að hækka vexti fyrr, hækka þá meira og halda þeim háum lengur en gert er í nágrannalöndunum. Það er kalt í haustinu og skuldugum mætir að auki napur gustur þeirrar kaldhæðni að þegar fastvaxtatímabilinu lýkur er „skjólið“ af verðtryggingunni það eina sem í boði er. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Sjá meira
Þegar fjármálaráðherra Íslands stígur fram og segir okkur Íslendingum að ekki megi banna verðtryggingu því hún veiti skuldugum skjól þá getum við illa skammað hann. Hann er lögfræðingur að mennt og þiggur hagfræðilega ráðgjöf frá æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands. Vandamál Íslendinga, þau sem tengjast sífelldum sveiflum og verðbólguböli eiga sterkar rætur til hóps fólks sem hefur hreiðrað um sig í æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands hvar það fær óáreitt að sinna hugðarefnum sínum við tilbeiðslu verðtryggingar. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á steypunni í kringum verðtrygginguna. Alla þessa öld hefur fast að 80% almennings óskað henni feigðar þegar hann hefur fengið tækifæri til að tjá sig í skoðanakönnunum. Almenningur valdi sér grundvöll stjórnarskrár árið 2012, sem hefði fært honum lýðræðistól til að kveða verðtrygginguna í kútinn, en valdablokkir hafa séð til þess að sjónarmið sértrúarsöfnuðarins ráða enn för Íslendinga. Hagfræðin sem kennd er við bestu skóla heimsins fjallar ekki um verðtryggingu því hún er ekki til í þróuðustu samfélögunum hvar bestu menntastofnanirnar í hagfræði eru. Sértrúarsöfnuðurinn hefur því frítt spil til að bulla, stunda trúarbrögð sín og þvinga þau upp á almúgann sem á ekki annars völ en að troða marvaðann til að halda lífi. Íslenskt samfélag hefur orðið samdauna sértrúnni um verðtryggingu. Það er sama hvar gripið er niður, hún ræður ríkjum. Lítum á dómstólana, stjórnvöld, Alþingi, Umboðsmann Alþingis, stjórnmálaflokka og fjármálastofnanir, þar er allt á sömu bókina lært, bókina um verðtryggingu, sem smíðuð var í æðstu menntastofnun Íslands. Lítum aftur á orð fjármálaráðherra. Vissulega má finna orðum hans stað þegar litið er til þess að tímabundið er hægt að lækka greiðslubyrði skuldar með því að færa hana inn í verðtryggingarhelgidóminn. En það er tímabundið ástand. Verra er að eftir því sem fleiri nýta sér skjólið þeim mun meiri er verðbólgan og hún þrálátari. Eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall peningalegra eigna er samsvarandi minna hlutfall eigna þátttakandi í náttúrulegri verðleiðréttingu sem þarf að eiga sér stað þegar verðbólguþrýstingur er til staðar. Af því að hlutfall óverðtryggðra eigna minnkar samsvarandi stækkandi hlutfalli verðtryggðra eigna verður verðfall óverðtryggðra eigna meira og lengri tíma tekur að ná jafnvægi aftur. Ef þetta er ekki nógu slæmt má jafnframt benda á að verðtrygging er ólögleg að Íslenskum lögum því þegar einstakar vörur eða vöruflokkar hækka í verði vegna atvika (raun hnykkja) óháðum breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar mokar verðtryggingin raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Verðtryggingin hirðir eignir ólöglega af skuldugum og skilar okkur samfélagi með meiri verðbólgu og þrálátari. Seðlabankinn sér þetta þótt hann skilji ekki samhengið… eða vilji ekki skilja það. Seðlabankinn hefur því tekið upp þá nýju stefnu í peningamálum þjóðarinnar, að hækka vexti fyrr, hækka þá meira og halda þeim háum lengur en gert er í nágrannalöndunum. Það er kalt í haustinu og skuldugum mætir að auki napur gustur þeirrar kaldhæðni að þegar fastvaxtatímabilinu lýkur er „skjólið“ af verðtryggingunni það eina sem í boði er. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun