Svöruðu landsliðskallinu þrátt fyrir verkfallið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2023 18:01 Olga Carmona er ein þeirra sem mætti til móts við liðið í dag. Oscar J. Barroso / AFP7 via Getty Images Nokkrar af þeim spænsku landsliðskonum sem hafa verið í verkfalli undanfarið mættu til æfinga með liðinu í dag þrátt fyrir að þær hafi ítrekað að verkfallið haldi áfram þangað til breytingar verði gerðar. Alls 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Þrátt fyrir það voru 15 leikmenn sem höfðu gefið það út að þeir væru í verkfalli valdir í spænska landsliðið og nú hafa sex af þessum 15 mætt til æfinga. Leikmennirnir sex eru allir búsettir í Madrid og hittust á hóteli þar í borg í dag áður en haldið var til Valencia til móts við liðið. Þeirra á meðal er Olga Carmona, en hún skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki er liðið vann 1-0 sigur gegn Englendingum. Hinar fimm eru þær Misa Rodriguez, Oihane Hernandez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo og Eva Navarro. Athenea del Castillo er sú eina af þessum sex sem hefur ekki sagst styðja verkfallið. 🚨🇪🇸 Misa Rodríguez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo, Oihane Hernández y Olga Carmona llegan a Valencia pic.twitter.com/0w8Oyss8LU— Real Madrid Femenino 🤍 (@madridfeminfo) September 19, 2023 Aðspurð að því hvort hún væri ánægð með að vera í hópnum sagði markvörðurinn Misa Rodriguez einfaldlega „nei“ en spænski íþróttablaðamaðurinn Guillem Balague fullyrðir að leikmennirnir hafi einungis mætt vegna ótta við lagalegu hliðina því svara ekki kallinu í landsliðið. Það geti haft í för með sér sektir og bann frá landsliðinu. Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. 19. september 2023 09:01 Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. 15. september 2023 17:31 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Alls 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Þrátt fyrir það voru 15 leikmenn sem höfðu gefið það út að þeir væru í verkfalli valdir í spænska landsliðið og nú hafa sex af þessum 15 mætt til æfinga. Leikmennirnir sex eru allir búsettir í Madrid og hittust á hóteli þar í borg í dag áður en haldið var til Valencia til móts við liðið. Þeirra á meðal er Olga Carmona, en hún skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki er liðið vann 1-0 sigur gegn Englendingum. Hinar fimm eru þær Misa Rodriguez, Oihane Hernandez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo og Eva Navarro. Athenea del Castillo er sú eina af þessum sex sem hefur ekki sagst styðja verkfallið. 🚨🇪🇸 Misa Rodríguez, Teresa Abelleira, Athenea del Castillo, Oihane Hernández y Olga Carmona llegan a Valencia pic.twitter.com/0w8Oyss8LU— Real Madrid Femenino 🤍 (@madridfeminfo) September 19, 2023 Aðspurð að því hvort hún væri ánægð með að vera í hópnum sagði markvörðurinn Misa Rodriguez einfaldlega „nei“ en spænski íþróttablaðamaðurinn Guillem Balague fullyrðir að leikmennirnir hafi einungis mætt vegna ótta við lagalegu hliðina því svara ekki kallinu í landsliðið. Það geti haft í för með sér sektir og bann frá landsliðinu.
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. 19. september 2023 09:01 Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. 15. september 2023 17:31 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Ítreka að verkfallið standi þó þær hafi verið valdar í komandi verkefni Landsliðshópur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi verkefni inniheldur fimmtán leikmenn sem hafa gefið út að þær séu í verkfalli vegna vinnubragða spænska knattspyrnusambandsins. Þær ítreka að þær séu í verkfalli og muni ekki spila. 19. september 2023 09:01
Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn. 15. september 2023 17:31