„Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. september 2023 20:50 Reykjavík International Film Festival var fyrst haldin árið 2004. Vísir/Einar Undirbúningur fyrir kvikmyndahátíðina RIFF er í fullum gangi en hún verður haldin dagana 28. september til 8. október í Háskólabíó og víðar. Stjórnandi hátíðarinnar segir markmið hátíðarinnar að bæta kvikmyndamenningu og kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Okkar markmið er að kynna það besta sem alþjóðleg kvikmyndahátíð hefur upp á að bjóða. Fjöldann allan af kvikmyndum, splunkunýjum, sumar eru það nýjar að mjög fáir í heiminum hafa séð þær. Eitthvað við allra hæfi,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. „Ég held að þetta sé gríðarlega mikilvæg hátíð fyrir margra hluta sakir. Meðal annars erum við að færa til landsins kvikmyndir sem fæstar kæmu hingað annars. Þetta eru svokallaðar óháðar kvikmyndir, margar frá Evrópu, Asíu, Afríku og alls staðar úr heiminum, þannig að við erum að gefa þessum myndum færi til að vera í bíó hér á landi.“ Skemmtilegt samfélag bíóáhugamanna Auk hefðbundinna bíósýninga er ýmislegt nýtt í boði á hátíðinni, til að mynda hellabíó í Raufarhólshelli, jöklabíó og svokallað RIFF um alla borg. „Þannig að þú ert kannski að labba um bæinn og svo ertu allt í einu dottinn inn á einhverja kvikmyndasýningu, við sýnum á bókasöfnum, við ætlum að setja upp ljósmyndasýningu í norræna húsinu sem sýnir brot af því besta í sögu RIFF undanfarin ár,“ segir Hrönn. RIFF-teymið.Vísir/Einar Hún segir markmiðið með hátíðinni vera að bæta kvikmyndamenningu með því að gefa fólki á að sjá kvikmyndir sem annars kæmu ekki hingað. „Þetta eru gamanmyndir, hryllingsmyndir, spennumyndir, rosa mikið drama, fullt af leikstjórum sem koma alls staðar af úr heiminum til að kynna myndirnar sínar þannig að áhorfendur sem mæta í Háskólabíó hitta leikstjórana og geta spurt þá spurninga.“ Þá segir hún markmiðið í leið vera að kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg. Hérna eru einhvern veginn allir svo afslappaðir. Það er ekkert rautt teppi eins og í Cannes eða Berlín eða neitt. Það eru allir jafnir og allir njóta sín. Við erum að búa til skemmtilegt samfélag fólks sem hefur áhuga á bíó,“ segir Hrönn. Heiðursgestir ekki af verri endanum Franska leikkonan Isabelle Huppert er meðal heiðursgesta á hátíðinni í ár. „Hún er ein af, myndi ég segja, frábærustu leikkonum okkar tíma,“ segir Hrönn. Hún fær heiðursverðlaun á Bessastöðum ásamt Luca Guadagnino, en hann leikstýrði kvikmyndinni Call Me by Your Name sem gekk lengi í bíó á Íslandi. Þýska leikkonan Vicky Krieps, sem hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár fær einnig heiðursverðlaun. Er þetta eitthvað fyrir alla eða er þetta bara fyrir kvikmyndaáhugamenn? „Þetta er svo sannarlega fyrir alla. Það er eiginlega bjútíið við þetta, það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Og það sem mér finnst svo spennandi er að þú kannast ekki endilega við nafnið á leikstjóranum, eða þekkir ekki titilinn, skilur kannski ekki alveg, af því að við erum að presentera rúmlega sextíu lönd, þá eru þetta myndir sem höfða til þín, af því að þær eru oft að fjalla um þetta samfélag sem við búum í.“ RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
„Okkar markmið er að kynna það besta sem alþjóðleg kvikmyndahátíð hefur upp á að bjóða. Fjöldann allan af kvikmyndum, splunkunýjum, sumar eru það nýjar að mjög fáir í heiminum hafa séð þær. Eitthvað við allra hæfi,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. „Ég held að þetta sé gríðarlega mikilvæg hátíð fyrir margra hluta sakir. Meðal annars erum við að færa til landsins kvikmyndir sem fæstar kæmu hingað annars. Þetta eru svokallaðar óháðar kvikmyndir, margar frá Evrópu, Asíu, Afríku og alls staðar úr heiminum, þannig að við erum að gefa þessum myndum færi til að vera í bíó hér á landi.“ Skemmtilegt samfélag bíóáhugamanna Auk hefðbundinna bíósýninga er ýmislegt nýtt í boði á hátíðinni, til að mynda hellabíó í Raufarhólshelli, jöklabíó og svokallað RIFF um alla borg. „Þannig að þú ert kannski að labba um bæinn og svo ertu allt í einu dottinn inn á einhverja kvikmyndasýningu, við sýnum á bókasöfnum, við ætlum að setja upp ljósmyndasýningu í norræna húsinu sem sýnir brot af því besta í sögu RIFF undanfarin ár,“ segir Hrönn. RIFF-teymið.Vísir/Einar Hún segir markmiðið með hátíðinni vera að bæta kvikmyndamenningu með því að gefa fólki á að sjá kvikmyndir sem annars kæmu ekki hingað. „Þetta eru gamanmyndir, hryllingsmyndir, spennumyndir, rosa mikið drama, fullt af leikstjórum sem koma alls staðar af úr heiminum til að kynna myndirnar sínar þannig að áhorfendur sem mæta í Háskólabíó hitta leikstjórana og geta spurt þá spurninga.“ Þá segir hún markmiðið í leið vera að kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg. Hérna eru einhvern veginn allir svo afslappaðir. Það er ekkert rautt teppi eins og í Cannes eða Berlín eða neitt. Það eru allir jafnir og allir njóta sín. Við erum að búa til skemmtilegt samfélag fólks sem hefur áhuga á bíó,“ segir Hrönn. Heiðursgestir ekki af verri endanum Franska leikkonan Isabelle Huppert er meðal heiðursgesta á hátíðinni í ár. „Hún er ein af, myndi ég segja, frábærustu leikkonum okkar tíma,“ segir Hrönn. Hún fær heiðursverðlaun á Bessastöðum ásamt Luca Guadagnino, en hann leikstýrði kvikmyndinni Call Me by Your Name sem gekk lengi í bíó á Íslandi. Þýska leikkonan Vicky Krieps, sem hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár fær einnig heiðursverðlaun. Er þetta eitthvað fyrir alla eða er þetta bara fyrir kvikmyndaáhugamenn? „Þetta er svo sannarlega fyrir alla. Það er eiginlega bjútíið við þetta, það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Og það sem mér finnst svo spennandi er að þú kannast ekki endilega við nafnið á leikstjóranum, eða þekkir ekki titilinn, skilur kannski ekki alveg, af því að við erum að presentera rúmlega sextíu lönd, þá eru þetta myndir sem höfða til þín, af því að þær eru oft að fjalla um þetta samfélag sem við búum í.“
RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira