Spænsku landsliðskonurnar binda enda á verkfallið eftir loforð um breytingar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2023 07:30 Spænska knattspyrnusambandið lofar landsliðskonunum bót og betrun. Denis Doyle/Getty Images Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa samþykkt að binda enda á verkfall sitt frá landsliðinu eftir að spænska knattspyrnusambandið lofaði tafarlausum og umtalsverðum breytingum. Niðurstaða komst loksins í málið eftir um sjö klukkustunda löng fundarhöld á hóteli utan við Valencia þar sem liðið er samankomið til æfinga fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA. Fulltrúar spænska landsliðsins, spænska knattspyrnusambandsins, spænska íþróttaráðsins og leikmannasamtaka kvenna sátu fundinn sem lauk um klukkan fimm í morgun að staðartíma. Alls höfðu 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Fimmtán af þeim sem fóru í verkfall voru svo valdar í landsliðið og sex þeirra komu til móts við landsliðið í gær. Leikmennirnir höfðu sagt að þeir myndu ekki leika fyrir spænska landsliðið fyrr en breytingar væru gerðar eftir kossinn alræmda og nú hefur spænska knattspyrnusambandið lofað bót og betrun. „Sameiginleg nefnd verður stofnuð meðal spænska knattspyrnusambandsins, íþróttaráðsins og leikmanna til að fylgja samningnum eftir, sem verður undirritaður á fimmtudag,“ sagði Victor Francos, forseti spænska íþróttaráðsins. „Leikmenn hafa komið sínum skoðunum um breytingar innan spænska knattspyrnusambandsins á framfæri og sambandið hefur skuldbundið sig við að gera þessar breytingar tafarlaust.“ Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Niðurstaða komst loksins í málið eftir um sjö klukkustunda löng fundarhöld á hóteli utan við Valencia þar sem liðið er samankomið til æfinga fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA. Fulltrúar spænska landsliðsins, spænska knattspyrnusambandsins, spænska íþróttaráðsins og leikmannasamtaka kvenna sátu fundinn sem lauk um klukkan fimm í morgun að staðartíma. Alls höfðu 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Fimmtán af þeim sem fóru í verkfall voru svo valdar í landsliðið og sex þeirra komu til móts við landsliðið í gær. Leikmennirnir höfðu sagt að þeir myndu ekki leika fyrir spænska landsliðið fyrr en breytingar væru gerðar eftir kossinn alræmda og nú hefur spænska knattspyrnusambandið lofað bót og betrun. „Sameiginleg nefnd verður stofnuð meðal spænska knattspyrnusambandsins, íþróttaráðsins og leikmanna til að fylgja samningnum eftir, sem verður undirritaður á fimmtudag,“ sagði Victor Francos, forseti spænska íþróttaráðsins. „Leikmenn hafa komið sínum skoðunum um breytingar innan spænska knattspyrnusambandsins á framfæri og sambandið hefur skuldbundið sig við að gera þessar breytingar tafarlaust.“
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira