Utan vallar: Steikjandi hiti Tel Aviv tekur á móti brautryðjendum Breiðabliks Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2023 09:31 Breiðablik mætir Maccabi Tel Aviv á Bloomfield leikvanginum annað kvöld í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Vísir/Samsett mynd Vegferð karlaliðs Breiðabliks í fótbolta í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu hefst hér í Ísrael, nánar tiltekið Tel Aviv, á fimmtudaginn kemur þegar að Blikar heimsækja sigursælasta lið Ísrael, Maccabi Tel Aviv. Lið sem þjálfað er af þekktum fyrrum markaskorara úr ensku úrvalsdeildinni. Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. Fyrirfram má reikna með afar krefjandi leik fyrir Blika sem hefur fatast flugið undanfarið heima fyrir í Bestu deildinni, því þó að ísraelska deildin sé ekki með hæst skrifuðu deildum Evrópuboltans er þar að finna lið með ríka sögu, lið sem hafa áður gert sig gildandi í Evrópu. Það er í þessu mannvirki sem leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks mun fara fram. Bloomfield leikvangurinn, sem tekinn var í gagnið árið 1962, tekur um 30 þúsund manns í sæti.Vísir/Aron Guðmundsson Hitinn í Tel Aviv þessa dagana er mikill og nær óbærilegur fyrir Íslending sem var farinn að gíra sig í íslenska haustið, slagveðrið sem því fylgir og virkaði það á mann sem kærkomin tilbreyting eftir allt of góðan seinni part sumars. Hér má sjá veðurspánna klukkan tíu á fimmtudagskvöld hér að staðartíma í Tel Avív þegar flautað verður til leiks í leik Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks. Engin sól verður á lofti til að baka leikmenn en hitinn stendur þó í 27 gráðum og þá er rakinn mikill.Mynd:Skjáskot Nei, nei Tel Aviv heilsar með sínum 30 gráðum og steikjandi sól og maður hugsar til leikmanna Breiðabliks sem þurfa að puða verulega til þess að krækja í úrslit hér á fimmtudagskvöld. Leikur Breiðabliks við heimamenn mun hefjast klukkan tíu á fimmtudagskvöld að staðartíma en þó svo að sólin verði sest mun hitinn ekki hafa lækkað mikið hér í Tel Aviv. Hann mun standa í um og yfir 27 gráðum. Staðan í Tel Aviv núna í morgunsáriðVísir/Aron Guðmundsson Langt ferðalag að baki Blikar mættu seint til Tel Aviv í gærkvöldi eftir morgunflug frá Keflavík, með millilendingu á Heathrow flugvelli í Lundúnum. Eftir stutt stopp í Lundúnum tók við rúmlega fjögurra klukkustunda flug til Tel Aviv og var hersingin því mætt hingað upp úr klukkan miðnætti að staðartíma. Boðað hefur blaðamannafunda seinna í dag þar sem Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv og fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni, annars vegar og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks hins vegar munu sitja fyrir svörum. Robbie Keane á enn eftir að tapa leik sem þjálfari Maccabi Tel AvivMynd: Maccabi Tel Aviv Í kjölfarið munu Blikar æfa á keppnisvelli morgundagsins Bloomfield leikvanginum, sem tekur tæplega 30 þúsund manns í sæti, og skerpa á hlutunum fyrir leikdaginn sjálfan. Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Ísrael Fótbolti Íslenski boltinn Utan vallar Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. Fyrirfram má reikna með afar krefjandi leik fyrir Blika sem hefur fatast flugið undanfarið heima fyrir í Bestu deildinni, því þó að ísraelska deildin sé ekki með hæst skrifuðu deildum Evrópuboltans er þar að finna lið með ríka sögu, lið sem hafa áður gert sig gildandi í Evrópu. Það er í þessu mannvirki sem leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks mun fara fram. Bloomfield leikvangurinn, sem tekinn var í gagnið árið 1962, tekur um 30 þúsund manns í sæti.Vísir/Aron Guðmundsson Hitinn í Tel Aviv þessa dagana er mikill og nær óbærilegur fyrir Íslending sem var farinn að gíra sig í íslenska haustið, slagveðrið sem því fylgir og virkaði það á mann sem kærkomin tilbreyting eftir allt of góðan seinni part sumars. Hér má sjá veðurspánna klukkan tíu á fimmtudagskvöld hér að staðartíma í Tel Avív þegar flautað verður til leiks í leik Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks. Engin sól verður á lofti til að baka leikmenn en hitinn stendur þó í 27 gráðum og þá er rakinn mikill.Mynd:Skjáskot Nei, nei Tel Aviv heilsar með sínum 30 gráðum og steikjandi sól og maður hugsar til leikmanna Breiðabliks sem þurfa að puða verulega til þess að krækja í úrslit hér á fimmtudagskvöld. Leikur Breiðabliks við heimamenn mun hefjast klukkan tíu á fimmtudagskvöld að staðartíma en þó svo að sólin verði sest mun hitinn ekki hafa lækkað mikið hér í Tel Aviv. Hann mun standa í um og yfir 27 gráðum. Staðan í Tel Aviv núna í morgunsáriðVísir/Aron Guðmundsson Langt ferðalag að baki Blikar mættu seint til Tel Aviv í gærkvöldi eftir morgunflug frá Keflavík, með millilendingu á Heathrow flugvelli í Lundúnum. Eftir stutt stopp í Lundúnum tók við rúmlega fjögurra klukkustunda flug til Tel Aviv og var hersingin því mætt hingað upp úr klukkan miðnætti að staðartíma. Boðað hefur blaðamannafunda seinna í dag þar sem Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv og fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni, annars vegar og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks hins vegar munu sitja fyrir svörum. Robbie Keane á enn eftir að tapa leik sem þjálfari Maccabi Tel AvivMynd: Maccabi Tel Aviv Í kjölfarið munu Blikar æfa á keppnisvelli morgundagsins Bloomfield leikvanginum, sem tekur tæplega 30 þúsund manns í sæti, og skerpa á hlutunum fyrir leikdaginn sjálfan. Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Ísrael Fótbolti Íslenski boltinn Utan vallar Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira