„Fæstir vissu hversu veik ég var“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2023 13:25 Bára sér lífið í allt öðru ljósi eftir mikil veikindi. Hin 36 ára Bára O‘Brien Ragnhildardóttir er alin upp í Hafnarfirði, kláraði Flensborg og náði sér svo í BS gráðu í fjármálaverkfræði. Þá tók hún verðbréfamiðlarann og að lokum master í verkefnastjórnun. Hún kynntist eiginmanninum sínum í háskóla. Eins og gengur og gerist voru börn á dagskránni sem komu árið 2015 og 2020. Í millitíðinni eða árið 2017 lendir Bára hins vegar í því að fá blöðrufóstur sem útskýrir sig þannig að líkaminn offramleiðir þungunarhormón, fóstrið er gallað og verður í raun aldrei að fóstri. „Líkaminn getur ekki losað sig við þetta sjálfur og ég þurfti að fara í tvö útsköf og þurfti síðan að fara á krabbameinslyf til að losna alveg við þetta,“ segir Bára. Næsta hálfa árið var hryllingur segir Bára. „Mér var flökurt í hálft ár af þessum krabbameinslyfjum. Þessi lyf eru ekki lengur notuð við krabbameini, þau eru notuð sem gigtarlyf núna.“ Bára segir að hún hafi tekið þá ákvörðun að koma sterkari út úr þessari reynslu og best væri að taka þetta á kassann. Þarna var hún í raun að fara í gegnum krabbameinsmeðferð án þess að vera með krabbamein. „Það sem ég gerði þarna var að draga mig svolítið í hlé. Ég var ekkert að segja fólkinu mínu hvað ég væri að ganga í gegnum. Fæstir vissu hversu mikið veik ég var. Munnurinn á mér var allur sár,“ segir Bára sem segist hafa komið sterkari út úr þessari reynslu, eftir allt saman. Ekki gott fyrir sjálfsmyndina „Ég sá lífið með öðrum augum og tek heilsuna alls ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir Bára en þess má geta að Bára er fædd með hjartagalla sem hún var meðvituð um. „Ég var alltaf með skakkann brjóstkassa og í gegnum unglingsárin mín þá truflaði þetta mig og var ekki gott fyrir sjálfsmyndina mína. Ég ákvað því að fá mér púða í brjóstin og var með þá í þrettán ár. Það þjónaði sínum tilgangi á sínum tíma en svo þroskaðist ég og var tilbúin að elska líkamann eins hann er,“ segir Bára. „Síðan verð ég ólétt og fer í gegnum það ferli. Eftir meðgönguna fann ég hnút í brjóstinu en aldrei grunaði mér að þetta væri krabbamein. Ég var alltaf róleg og fór í skoðun. Ég var viss um að þetta væri ekkert alvarleg, en annað kom í ljós,“ segir Bára sem fer yfir ferlið í Íslandi í dag á Stöð 2. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni inni á Stöð + en brot úr þætti gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Fæstir vissu hversu mikið veik ég var Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Þá tók hún verðbréfamiðlarann og að lokum master í verkefnastjórnun. Hún kynntist eiginmanninum sínum í háskóla. Eins og gengur og gerist voru börn á dagskránni sem komu árið 2015 og 2020. Í millitíðinni eða árið 2017 lendir Bára hins vegar í því að fá blöðrufóstur sem útskýrir sig þannig að líkaminn offramleiðir þungunarhormón, fóstrið er gallað og verður í raun aldrei að fóstri. „Líkaminn getur ekki losað sig við þetta sjálfur og ég þurfti að fara í tvö útsköf og þurfti síðan að fara á krabbameinslyf til að losna alveg við þetta,“ segir Bára. Næsta hálfa árið var hryllingur segir Bára. „Mér var flökurt í hálft ár af þessum krabbameinslyfjum. Þessi lyf eru ekki lengur notuð við krabbameini, þau eru notuð sem gigtarlyf núna.“ Bára segir að hún hafi tekið þá ákvörðun að koma sterkari út úr þessari reynslu og best væri að taka þetta á kassann. Þarna var hún í raun að fara í gegnum krabbameinsmeðferð án þess að vera með krabbamein. „Það sem ég gerði þarna var að draga mig svolítið í hlé. Ég var ekkert að segja fólkinu mínu hvað ég væri að ganga í gegnum. Fæstir vissu hversu mikið veik ég var. Munnurinn á mér var allur sár,“ segir Bára sem segist hafa komið sterkari út úr þessari reynslu, eftir allt saman. Ekki gott fyrir sjálfsmyndina „Ég sá lífið með öðrum augum og tek heilsuna alls ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir Bára en þess má geta að Bára er fædd með hjartagalla sem hún var meðvituð um. „Ég var alltaf með skakkann brjóstkassa og í gegnum unglingsárin mín þá truflaði þetta mig og var ekki gott fyrir sjálfsmyndina mína. Ég ákvað því að fá mér púða í brjóstin og var með þá í þrettán ár. Það þjónaði sínum tilgangi á sínum tíma en svo þroskaðist ég og var tilbúin að elska líkamann eins hann er,“ segir Bára. „Síðan verð ég ólétt og fer í gegnum það ferli. Eftir meðgönguna fann ég hnút í brjóstinu en aldrei grunaði mér að þetta væri krabbamein. Ég var alltaf róleg og fór í skoðun. Ég var viss um að þetta væri ekkert alvarleg, en annað kom í ljós,“ segir Bára sem fer yfir ferlið í Íslandi í dag á Stöð 2. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni inni á Stöð + en brot úr þætti gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Fæstir vissu hversu mikið veik ég var
Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira