Souness getur ekki hætt að gagnrýna Pogba Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2023 08:00 Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus. Jonathan Moscrop/Getty Images Graeme Souness virðist ekki geta hætt að tjá sig um hinn franska Paul Pogba. Nú síðast lét hann þau orð falla að Pogba væri „latur ræfill“ (e. lazy twat). Hinn sjötugi Souness spilaði fyrir lengstum fyrir Middlesbrough og Liverpool á ferli sínum. Þá þjálfaði hann dágóða stund áður en hann gerðist sparkspekingur á Sky Sports. Þar lét hann Pogba ítrekað heyra það þegar sá franski lék fyrir Manchester United. Graeme Souness has called Paul Pogba a lazy t*** in the latest of a long line of attacks on the Juventus and France midfielder.https://t.co/3wFBhNDjh0— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 20, 2023 Þrátt fyrir að vera hættur hjá Sky – og Pogba farinn aftur til Juventus á Ítalíu – þá nýtti Souness tækifærið þegar hann var mætti í hlaðvarpið Second Captains. Þar sagði hann Pogba vera hæfileikaríkan ungan mann og að hann gæti verið einn besti miðjumaður heims ef hann væri ekki svona latur. „Ef hann er latur í leikjum þá er hann latur á æfingum,“ sagði Souness áður en hann var spurður hvort hann væri kannski að vera aðeins of neikvæður í garð Pogba. „Nei ekki í sekúndubrot, hann er latur ræfill,“ svaraði Souness um hæl. Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann sneri aftur til Juventus fyrir síðustu leiktíð. Hann spilaði ekkert vegna þrálátra meiðsla og þegar Pogba var að komast af skrið nýverið fannst of mikið testósterón í líkama hans og féll miðjumaðurinn því á lyfjaprófi. Ítalska lyfjaeftirlitið hefur dæmt hann í ótímabundið bann og óvíst er hvenær Pogba mun snúa aftur en hann gæti átt yfir höfði sér meira en tveggja ára bann frá knattspyrnu. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01 Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00 Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30 Pogba vissi ekki hver Souness var Franski heimsmeistarinn vissi ekki hver Greame Souness var. 14. apríl 2020 15:30 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Hinn sjötugi Souness spilaði fyrir lengstum fyrir Middlesbrough og Liverpool á ferli sínum. Þá þjálfaði hann dágóða stund áður en hann gerðist sparkspekingur á Sky Sports. Þar lét hann Pogba ítrekað heyra það þegar sá franski lék fyrir Manchester United. Graeme Souness has called Paul Pogba a lazy t*** in the latest of a long line of attacks on the Juventus and France midfielder.https://t.co/3wFBhNDjh0— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 20, 2023 Þrátt fyrir að vera hættur hjá Sky – og Pogba farinn aftur til Juventus á Ítalíu – þá nýtti Souness tækifærið þegar hann var mætti í hlaðvarpið Second Captains. Þar sagði hann Pogba vera hæfileikaríkan ungan mann og að hann gæti verið einn besti miðjumaður heims ef hann væri ekki svona latur. „Ef hann er latur í leikjum þá er hann latur á æfingum,“ sagði Souness áður en hann var spurður hvort hann væri kannski að vera aðeins of neikvæður í garð Pogba. „Nei ekki í sekúndubrot, hann er latur ræfill,“ svaraði Souness um hæl. Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann sneri aftur til Juventus fyrir síðustu leiktíð. Hann spilaði ekkert vegna þrálátra meiðsla og þegar Pogba var að komast af skrið nýverið fannst of mikið testósterón í líkama hans og féll miðjumaðurinn því á lyfjaprófi. Ítalska lyfjaeftirlitið hefur dæmt hann í ótímabundið bann og óvíst er hvenær Pogba mun snúa aftur en hann gæti átt yfir höfði sér meira en tveggja ára bann frá knattspyrnu.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01 Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00 Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30 Pogba vissi ekki hver Souness var Franski heimsmeistarinn vissi ekki hver Greame Souness var. 14. apríl 2020 15:30 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01
Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00
Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30
Pogba vissi ekki hver Souness var Franski heimsmeistarinn vissi ekki hver Greame Souness var. 14. apríl 2020 15:30