Bergið headspace er 5 ára Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar 22. september 2023 15:31 Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk, á forsendum ungs fólks. Stofnfundur samtakanna var haldinn fyrir fimm árum, þann 17. september 2018 og þjónusta við ungmenni fór af stað árið 2019. Fyrirmyndir Headspace er að finna í Ástralíu og Danmörku og hafa gefið góða raun sem lágþröskuldaþjónusta fyrir ungmenni sem geta leitað sér stuðnings frá fagfólki á eigin forsendum, án skilyrða. Það þýðir að þau stýra ferðinni, hversu oft þau koma í viðtöl og hvað þau vilja ræða hverju sinni. Þjónustan er fyrir ungt fólk frá 12 til 25 ára aldri. Það eru engir biðlistar og enga tilvísun þarf til þess að geta sótt þjónustuna sem er ungmennum að kostnaðarlausu. Frábær hópur fagfólks með víðtæka reynslu starfar í Berginu og styður við ungmenni sem þurfa á því að halda að tala við fagaðila í trausti og trúnaði, í hlýlegu og umvefjandi umhverfi. Ekkert viðfangsefni er of smátt eða of stórt til þess að þau geti leitað sér aðstoðar og 80% þeirra sem koma í Bergið þurfa ekki á dýrari eða flóknari þjónustu að halda, þeim nægir lágþröskuldaþjónustan. Þeim sem þurfa á meiri þjónustu að halda er leiðbeint í viðeigandi úrræði og er Bergið þá tenging við aðrar stofnanir og úrræði sem þörf er á. Hópurinn sem leitar í Bergið Frá því að Bergið opnaði hafa yfir 1300 ungmenni fengið þjónustu og í hverri viku eru um 60 – 70 ungmenni sem þiggja þjónustu frá fagfólki Bergsins. Af þeim sem leituðu í Bergið á síðasta ári voru 43% í framhaldsskóla, 21% í háskóla, 16% á vinnumarkaði, 12% í grunnskóla og 7% hvorki í vinnu né skóla. 47% þeirra höfðu ekki fengið þjónustu annars staðar áður en þau komu í Bergið. Flest þeirra sem leituðu í Bergið heyrðu af okkur í gegnum vin sem ber þess merki að þau treysti okkur og það eru bestu meðmæli sem við fáum. Stærstur hluti hópsins þarf á aðstoð að halda vegna kvíða eða þunglyndis og þar á eftir vegna einmanaleika, sjálfsskaða, sjálfsvígshugsana, hvers kyns samskipta í nánum samböndum eða vegna fíknar. Um helmingur þeirra sem til okkar leita eiga veika foreldra eða systkini eða eiga í erfiðum samskiptum á heimili eða við fjölskyldu. Aðrir umhverfisþættir eru hvers kyns ofbeldi sem þau hafa verið beitt, einelti, erfiðleikar í vinasamböndum eða missir einhvers nákomins. Yfir 40% þeirra ungmenna sem svöruðu ACE-spurningalistanum voru með fjögur eða fleiri ACE-stig. ACE-listinn byggir á spurningum um áföll og erfiða reynslu í uppvexti fyrir 18 ára aldur og ef ACE-stigin eru fjögur eða fleiri er aukin áhætta á andlegum, líkamlegum og félagslegum vandamálum á fullorðinsárum. Það er því til mikils að vinna að tryggja börnum og ungmennum aðgengilega og skilvirka þjónustu líkt og Bergið gerir, áður en vandinn er orðinn of flókinn eða alvarlegur. Í því felst mikið forvarnargildi. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið Eitt af markmiðum með starfsemi Bergsins var að brúa bilið í þjónustu við ungt fólk og það hefur raungerst á þessum fimm árum. Fyrr á þessu ári tóku Headspace samtökin í Danmörku, Noregi og á Íslandi höndum saman undir nafninu Nordic headspace með það markmið að bæta kerfin í kringum geðheilbrigði barna og ungmenna. Framundan er að opna Bergið headspace á Akureyri og vonandi víðar um landið, það er liður í því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærsamfélagi allra ungmenna. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið headspace er komið til að vera, enda mikilvægur hlekkur í að mæta þjónustuþörfum ungmenna. Eins og starfsmaður Bergsins orðaði svo vel að þá er þjónusta okkar eitt frábærasta boð til ungmenna á Íslandi og ég tek heilshugar undir þau orð. Von mín er að öll ungmenni á Íslandi viti að þessi þjónusta standi þeim til boða, hvort sem þau þurfa á henni að halda eða ekki. Höfundur er stjórnarformaður í Berginu headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk, á forsendum ungs fólks. Stofnfundur samtakanna var haldinn fyrir fimm árum, þann 17. september 2018 og þjónusta við ungmenni fór af stað árið 2019. Fyrirmyndir Headspace er að finna í Ástralíu og Danmörku og hafa gefið góða raun sem lágþröskuldaþjónusta fyrir ungmenni sem geta leitað sér stuðnings frá fagfólki á eigin forsendum, án skilyrða. Það þýðir að þau stýra ferðinni, hversu oft þau koma í viðtöl og hvað þau vilja ræða hverju sinni. Þjónustan er fyrir ungt fólk frá 12 til 25 ára aldri. Það eru engir biðlistar og enga tilvísun þarf til þess að geta sótt þjónustuna sem er ungmennum að kostnaðarlausu. Frábær hópur fagfólks með víðtæka reynslu starfar í Berginu og styður við ungmenni sem þurfa á því að halda að tala við fagaðila í trausti og trúnaði, í hlýlegu og umvefjandi umhverfi. Ekkert viðfangsefni er of smátt eða of stórt til þess að þau geti leitað sér aðstoðar og 80% þeirra sem koma í Bergið þurfa ekki á dýrari eða flóknari þjónustu að halda, þeim nægir lágþröskuldaþjónustan. Þeim sem þurfa á meiri þjónustu að halda er leiðbeint í viðeigandi úrræði og er Bergið þá tenging við aðrar stofnanir og úrræði sem þörf er á. Hópurinn sem leitar í Bergið Frá því að Bergið opnaði hafa yfir 1300 ungmenni fengið þjónustu og í hverri viku eru um 60 – 70 ungmenni sem þiggja þjónustu frá fagfólki Bergsins. Af þeim sem leituðu í Bergið á síðasta ári voru 43% í framhaldsskóla, 21% í háskóla, 16% á vinnumarkaði, 12% í grunnskóla og 7% hvorki í vinnu né skóla. 47% þeirra höfðu ekki fengið þjónustu annars staðar áður en þau komu í Bergið. Flest þeirra sem leituðu í Bergið heyrðu af okkur í gegnum vin sem ber þess merki að þau treysti okkur og það eru bestu meðmæli sem við fáum. Stærstur hluti hópsins þarf á aðstoð að halda vegna kvíða eða þunglyndis og þar á eftir vegna einmanaleika, sjálfsskaða, sjálfsvígshugsana, hvers kyns samskipta í nánum samböndum eða vegna fíknar. Um helmingur þeirra sem til okkar leita eiga veika foreldra eða systkini eða eiga í erfiðum samskiptum á heimili eða við fjölskyldu. Aðrir umhverfisþættir eru hvers kyns ofbeldi sem þau hafa verið beitt, einelti, erfiðleikar í vinasamböndum eða missir einhvers nákomins. Yfir 40% þeirra ungmenna sem svöruðu ACE-spurningalistanum voru með fjögur eða fleiri ACE-stig. ACE-listinn byggir á spurningum um áföll og erfiða reynslu í uppvexti fyrir 18 ára aldur og ef ACE-stigin eru fjögur eða fleiri er aukin áhætta á andlegum, líkamlegum og félagslegum vandamálum á fullorðinsárum. Það er því til mikils að vinna að tryggja börnum og ungmennum aðgengilega og skilvirka þjónustu líkt og Bergið gerir, áður en vandinn er orðinn of flókinn eða alvarlegur. Í því felst mikið forvarnargildi. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið Eitt af markmiðum með starfsemi Bergsins var að brúa bilið í þjónustu við ungt fólk og það hefur raungerst á þessum fimm árum. Fyrr á þessu ári tóku Headspace samtökin í Danmörku, Noregi og á Íslandi höndum saman undir nafninu Nordic headspace með það markmið að bæta kerfin í kringum geðheilbrigði barna og ungmenna. Framundan er að opna Bergið headspace á Akureyri og vonandi víðar um landið, það er liður í því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærsamfélagi allra ungmenna. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið headspace er komið til að vera, enda mikilvægur hlekkur í að mæta þjónustuþörfum ungmenna. Eins og starfsmaður Bergsins orðaði svo vel að þá er þjónusta okkar eitt frábærasta boð til ungmenna á Íslandi og ég tek heilshugar undir þau orð. Von mín er að öll ungmenni á Íslandi viti að þessi þjónusta standi þeim til boða, hvort sem þau þurfa á henni að halda eða ekki. Höfundur er stjórnarformaður í Berginu headspace.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun