„Laugardalsvöllur verður að vera okkar gryfja í þessu móti“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. september 2023 21:51 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði frábærlega í hjarta varnarinnar í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerði sigurmarkið og var afar ánægð með sigurinn. „Gríðarlega góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á sigri og það var mikilvægt að halda hreinu á heimavelli. Laugardalsvöllur verður að vera gryfjan okkar í þessu móti og það á enginn að koma hingað og halda að þetta verði auðvelt og mér fannst við sýna það,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. Wales byrjaði betur en Glódís var ánægð með hvernig Ísland náði að færa sig ofar á völlinn sem skilaði dauðafæri og síðan marki. „Mögulega var stress í okkur til að byrja með en mér fannst við laga það frekar hratt. Þegar að við komust bakvið þær þá fengum við færi og hornspyrnur sem við erum alltaf hættulegar í.“ „Við byrjuðum líklega að verja forskotið aðeins of snemma en að sama skapi gerðum við það gríðarlega vel og tókum þrjú stig.“ Hvernig lýsir Glódís markinu sem hún skoraði? „Við töluðum um að þetta svæði yrði opið hjá þeim og við töluðum líka um að ef við fengjum tveir á einn stöðu þá myndum við taka það. Þetta var góð sending hjá Amöndu og eina sem ég þurfti að gera var að setja hausinn í þetta og þá kom mark.“ Leikurinn var í góðu jafnvægi en um miðjan fyrri hálfleik var gert hlé þar sem dómari leiksins þurfti skiptingu vegna meiðsla sem hafði áhrif á takt íslenska liðsins. „Þetta er góður punktur þegar að þú segir það. Ég hafði ekki pælt í því að þessi pása riðlaði mögulega taktinum sem við vorum með. En þetta er partur af fótbolta og dómarinn getur meiðst eins og allir aðrir. Það var ekki svo langt í hálfleik eftir að leikurinn fór aftur af stað.“ „Mér fannst við verjast vel og þær sköpuðu ekkert af færum og Telma tók allt sem kom á markið. Þetta var virkilega góður leikur.“ Glódís var ánægð með varnarleikinn í síðari hálfleik og liðið mun byggja ofan á þennan öfluga varnarleik. „Mér fannst við vera að loka vel á þær og við vorum að beina þeim í þær stöður sem við vildum. Við unnum oft boltann á góðum stöðum en náðum ekki að koma boltanum út úr þeim svæðum sem við unnum boltann. Við munum byggja ofan á þennan varnarleik því það verður mikilvægt í næstu leikjum.“ Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi þar sem Glódís spilar með Bayern Munich og hún var afar spennt fyrir því verkefni endar þekkir hún marga leikmenn í þýska landsliðinu. „Þetta verður skemmtilegt. Ég þekki vel þessar stelpur sem við erum að fara að spila við. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur þar sem þær eru með mikil einstaklingsgæði en hafa ekki að verið að ná í þau úrslit sem þær hafa viljað undanfarið og ég er viss um að þær munu mæta af fullum krafti í leikinn gegn okkur,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
„Gríðarlega góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á sigri og það var mikilvægt að halda hreinu á heimavelli. Laugardalsvöllur verður að vera gryfjan okkar í þessu móti og það á enginn að koma hingað og halda að þetta verði auðvelt og mér fannst við sýna það,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. Wales byrjaði betur en Glódís var ánægð með hvernig Ísland náði að færa sig ofar á völlinn sem skilaði dauðafæri og síðan marki. „Mögulega var stress í okkur til að byrja með en mér fannst við laga það frekar hratt. Þegar að við komust bakvið þær þá fengum við færi og hornspyrnur sem við erum alltaf hættulegar í.“ „Við byrjuðum líklega að verja forskotið aðeins of snemma en að sama skapi gerðum við það gríðarlega vel og tókum þrjú stig.“ Hvernig lýsir Glódís markinu sem hún skoraði? „Við töluðum um að þetta svæði yrði opið hjá þeim og við töluðum líka um að ef við fengjum tveir á einn stöðu þá myndum við taka það. Þetta var góð sending hjá Amöndu og eina sem ég þurfti að gera var að setja hausinn í þetta og þá kom mark.“ Leikurinn var í góðu jafnvægi en um miðjan fyrri hálfleik var gert hlé þar sem dómari leiksins þurfti skiptingu vegna meiðsla sem hafði áhrif á takt íslenska liðsins. „Þetta er góður punktur þegar að þú segir það. Ég hafði ekki pælt í því að þessi pása riðlaði mögulega taktinum sem við vorum með. En þetta er partur af fótbolta og dómarinn getur meiðst eins og allir aðrir. Það var ekki svo langt í hálfleik eftir að leikurinn fór aftur af stað.“ „Mér fannst við verjast vel og þær sköpuðu ekkert af færum og Telma tók allt sem kom á markið. Þetta var virkilega góður leikur.“ Glódís var ánægð með varnarleikinn í síðari hálfleik og liðið mun byggja ofan á þennan öfluga varnarleik. „Mér fannst við vera að loka vel á þær og við vorum að beina þeim í þær stöður sem við vildum. Við unnum oft boltann á góðum stöðum en náðum ekki að koma boltanum út úr þeim svæðum sem við unnum boltann. Við munum byggja ofan á þennan varnarleik því það verður mikilvægt í næstu leikjum.“ Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi þar sem Glódís spilar með Bayern Munich og hún var afar spennt fyrir því verkefni endar þekkir hún marga leikmenn í þýska landsliðinu. „Þetta verður skemmtilegt. Ég þekki vel þessar stelpur sem við erum að fara að spila við. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur þar sem þær eru með mikil einstaklingsgæði en hafa ekki að verið að ná í þau úrslit sem þær hafa viljað undanfarið og ég er viss um að þær munu mæta af fullum krafti í leikinn gegn okkur,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira