Hungurverkfall í 21 dag Samuel Rostøl skrifar 23. september 2023 15:01 Ég heiti Samuel Rostøl og ég hef verið í hungurverkfalli fyrir hvalina síðan tilkynnti var að hvalveiðar myndu hefjast á ný. Þetta er mín leið til að mótmæla. Framlag mitt til málstaðarins er einfaldlega að borða ekki. Þótt ég sé að segja frá því þá er það mjög persónuleg ákvörðun, mín leið til að sýna hvölunum samstöðu og að mótmæla því að þeir séu veiddir. Mín leið til að segja ríkisstjórninni að mér býður við þeirri ákvörðun þeirra að leyfa áframhaldandi veiðar. Hluti af mér vill halda þessu áfram þar til ég örmagnast og þarfnast heilbrigðisþjónustu. Þegar þeir komu með fyrstu langreyðina í land sá ég strax að hún var með tvo skutla í sér. Að sjá fyrstu tvær langreyðarnar dregnar að landi eftir að hafa vonað það í svo langan tíma að þessar veiðar myndu ekki verða að veruleika aftur var hryllilegt. Þegar þú svo sérð tvo skutla í þeim þá veistu að þær dóu ekki samstundis. Seinna um daginn þegar ég kom heim þá sökk ég einhvern veginn bara saman, það var þá sem þetta varð raunverulegt. Þegar maður er að mynda og vinna slekkur maður á hugsununum en þarna helltust þær yfir mig eins og flóðbylgja. Það var ótrúlega sárt. Ég held að þetta sé þess virði. Þetta er ekki neitt. Þú getur þolað þetta. Þú getur haldið áfram. Þú segir þér að sú þjáning sem þú finnur sé ekkert miðað við þá þjáningu sem hvalir þurfa að líða þegar þeir eru skotnir með sprengiskutlum. Þegar þeir eru dregnir á eftir bátunum enn á lífi, hugsanlega svo skotnir aftur, þetta er ekki einu sinni þjáning miðað við það. Þetta er bara hungur. Ég get þetta, ég held áfram. Ég veit ekkert hvort þetta litla verkfall mitt muni breyta neinu. Það er engin leið að vita. Það má ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem mér finnst mikilvægt. Hvort sem það breyti einhverju eða ekki þá vil ég geta horft tilbaka og vitað að ég gerði þó eitthvað. Það er mikill styrkur í einstaklingsframlagi og ég trúi því að allt sem við gerum skipti máli hvort sem aðrir taka eftir því eða ekki. Að leggja líkama sinn að veði er ein leið til að gera það. Höfundur er hvalavinur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Dýr Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Samuel Rostøl og ég hef verið í hungurverkfalli fyrir hvalina síðan tilkynnti var að hvalveiðar myndu hefjast á ný. Þetta er mín leið til að mótmæla. Framlag mitt til málstaðarins er einfaldlega að borða ekki. Þótt ég sé að segja frá því þá er það mjög persónuleg ákvörðun, mín leið til að sýna hvölunum samstöðu og að mótmæla því að þeir séu veiddir. Mín leið til að segja ríkisstjórninni að mér býður við þeirri ákvörðun þeirra að leyfa áframhaldandi veiðar. Hluti af mér vill halda þessu áfram þar til ég örmagnast og þarfnast heilbrigðisþjónustu. Þegar þeir komu með fyrstu langreyðina í land sá ég strax að hún var með tvo skutla í sér. Að sjá fyrstu tvær langreyðarnar dregnar að landi eftir að hafa vonað það í svo langan tíma að þessar veiðar myndu ekki verða að veruleika aftur var hryllilegt. Þegar þú svo sérð tvo skutla í þeim þá veistu að þær dóu ekki samstundis. Seinna um daginn þegar ég kom heim þá sökk ég einhvern veginn bara saman, það var þá sem þetta varð raunverulegt. Þegar maður er að mynda og vinna slekkur maður á hugsununum en þarna helltust þær yfir mig eins og flóðbylgja. Það var ótrúlega sárt. Ég held að þetta sé þess virði. Þetta er ekki neitt. Þú getur þolað þetta. Þú getur haldið áfram. Þú segir þér að sú þjáning sem þú finnur sé ekkert miðað við þá þjáningu sem hvalir þurfa að líða þegar þeir eru skotnir með sprengiskutlum. Þegar þeir eru dregnir á eftir bátunum enn á lífi, hugsanlega svo skotnir aftur, þetta er ekki einu sinni þjáning miðað við það. Þetta er bara hungur. Ég get þetta, ég held áfram. Ég veit ekkert hvort þetta litla verkfall mitt muni breyta neinu. Það er engin leið að vita. Það má ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem mér finnst mikilvægt. Hvort sem það breyti einhverju eða ekki þá vil ég geta horft tilbaka og vitað að ég gerði þó eitthvað. Það er mikill styrkur í einstaklingsframlagi og ég trúi því að allt sem við gerum skipti máli hvort sem aðrir taka eftir því eða ekki. Að leggja líkama sinn að veði er ein leið til að gera það. Höfundur er hvalavinur
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar