Færa borgurum Nagorno-Karabakh vistir eftir marga mánaða herkví Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 22:25 Mynd frá innanríkisráðuneyti Aserbaídsjan þar sem má sjá aserskan lögreglumann færa armenskri konu mat í Khojaly í Nagorno-Karabakh. AP Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh segja að verið sé að innleiða skilmála vopnahlés við Aserbaídsjan. Á sama tíma vinnur Rauði krossinn að því að færa fólki vistir og flytja særða á brott. Aserski herinn hóf leiftursókn á miðvikudag og endurheimti stjórn á fjallahéraðinu. Talið er að 30 hafi látist og 200 særst í átökunum. Í kjölfarið var samið um vopnahlé og síðan þá hafa Karabakh-Armenar átt í viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnar Aserbaídsjan í bænum Shusha. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að armenskir aðskilnaðarsinnar séu byrjaðir að afhenda vopn sín til Asera í samræmi við skilmála vopnahlésins. Þar á meðal eru meira en 800 byssur og sex brynvarin farartæki. Matarskortur eftir margra mánaða herkví Íbúar Nagorno-Karabakh hafa mátt þola mikinn matar- og eldsneytisskort eftir að Aserar héldu svæðinu í margra mánaða herkví. Rauði krossinn sendi bílalest með birgðum á svæðið í fyrsta skipti frá því Aserar endurheimtu svæðið. Rússneskir friðargæsluliðar hafa flutt um fimm þúsund Armena á brott frá Nagorno-Karabakh frá því að Aserar endurheimtu svæðið.EPA Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að með bílalestinni hefðu verið flutt 70 tonn af birgðum um Lachin-ganginn, eina veginn sem tengir saman Armeníu og Karabakh. Meðal birgðanna voru hveiti, salt og sólblómaolía. Rauði krossinn segist jafnframt hafa ferjað sautján manns sem særðust í átökunum. Rússar segjast hafa flutt meira en 50 tonn af mat til Karabakh en um tvö þúsund rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Miklar deilur um svæðið Miklar deilur hafa verið um svæði Nagorno-Karabakh frá níunda áratug síðustu aldar. Svæðið lenti innan landamæra Aserbaídsjan við fall Sovétríkjanna árið 1991. Fyrsta Nagorno-Karabakh-stríðið geisaði frá 1988 til 1994 þegar samið var um vopnahlé og Aserar misstu stórt landsvæði. Héraðið er ekki viðurkennt alþjóðlega sem sjálfstætt ríki heldur sem hluti af Aserbaídsjan en af 140 þúsund íbúum landsins eru um 120 þúsund Armenar. Það leiddi af sér stríð sem lauk með vopnahléi 1994 og þá misstu Aserar nokkurt landsvæði. Héraðið er alþjóðlega viðurkennt sem hluti af Aserbaídsjan en þar búa aðallega Armenar, um 120 þúsund, sem margir vilja sjálfstæði. Armenar óttast ofsóknir Eftir að Aserar endurheimtu Nagorno-Karabakh hafa þeir greint frá því að þeir hyggist innlima Karabakh inn í Aserbaídsjan. Ríkisstjórn Aserbaídsjan hefur lofað því að vernda réttindi Armena en segir að þeim sé frjálst að yfirgefa landið kjósi þeir það. Karabakh-Armenar óttast að þeir verði ofsóttir ef þeir verða um kyrrt. Innanríkisráðuneyti Aserbaídsjan sagði á laugardag að helsta markmið þess væri að tryggja öryggi Armenskra íbúa og að þeim yrðu færð tjöld, heitur matur og læknisaðstoð. „Við erum líka að vinna að því að gefa út opinber skjöl fyrir armensku íbúanna, vegabréf og annað slíkt,“ sagði Elshad Hajiyev, fulltrúi ráðuneytisins við Reuters. „Fólk hefur þegar sótt um hjá okkur.“ Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Rússland Hernaður Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Sjá meira
Aserski herinn hóf leiftursókn á miðvikudag og endurheimti stjórn á fjallahéraðinu. Talið er að 30 hafi látist og 200 særst í átökunum. Í kjölfarið var samið um vopnahlé og síðan þá hafa Karabakh-Armenar átt í viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnar Aserbaídsjan í bænum Shusha. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að armenskir aðskilnaðarsinnar séu byrjaðir að afhenda vopn sín til Asera í samræmi við skilmála vopnahlésins. Þar á meðal eru meira en 800 byssur og sex brynvarin farartæki. Matarskortur eftir margra mánaða herkví Íbúar Nagorno-Karabakh hafa mátt þola mikinn matar- og eldsneytisskort eftir að Aserar héldu svæðinu í margra mánaða herkví. Rauði krossinn sendi bílalest með birgðum á svæðið í fyrsta skipti frá því Aserar endurheimtu svæðið. Rússneskir friðargæsluliðar hafa flutt um fimm þúsund Armena á brott frá Nagorno-Karabakh frá því að Aserar endurheimtu svæðið.EPA Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að með bílalestinni hefðu verið flutt 70 tonn af birgðum um Lachin-ganginn, eina veginn sem tengir saman Armeníu og Karabakh. Meðal birgðanna voru hveiti, salt og sólblómaolía. Rauði krossinn segist jafnframt hafa ferjað sautján manns sem særðust í átökunum. Rússar segjast hafa flutt meira en 50 tonn af mat til Karabakh en um tvö þúsund rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Miklar deilur um svæðið Miklar deilur hafa verið um svæði Nagorno-Karabakh frá níunda áratug síðustu aldar. Svæðið lenti innan landamæra Aserbaídsjan við fall Sovétríkjanna árið 1991. Fyrsta Nagorno-Karabakh-stríðið geisaði frá 1988 til 1994 þegar samið var um vopnahlé og Aserar misstu stórt landsvæði. Héraðið er ekki viðurkennt alþjóðlega sem sjálfstætt ríki heldur sem hluti af Aserbaídsjan en af 140 þúsund íbúum landsins eru um 120 þúsund Armenar. Það leiddi af sér stríð sem lauk með vopnahléi 1994 og þá misstu Aserar nokkurt landsvæði. Héraðið er alþjóðlega viðurkennt sem hluti af Aserbaídsjan en þar búa aðallega Armenar, um 120 þúsund, sem margir vilja sjálfstæði. Armenar óttast ofsóknir Eftir að Aserar endurheimtu Nagorno-Karabakh hafa þeir greint frá því að þeir hyggist innlima Karabakh inn í Aserbaídsjan. Ríkisstjórn Aserbaídsjan hefur lofað því að vernda réttindi Armena en segir að þeim sé frjálst að yfirgefa landið kjósi þeir það. Karabakh-Armenar óttast að þeir verði ofsóttir ef þeir verða um kyrrt. Innanríkisráðuneyti Aserbaídsjan sagði á laugardag að helsta markmið þess væri að tryggja öryggi Armenskra íbúa og að þeim yrðu færð tjöld, heitur matur og læknisaðstoð. „Við erum líka að vinna að því að gefa út opinber skjöl fyrir armensku íbúanna, vegabréf og annað slíkt,“ sagði Elshad Hajiyev, fulltrúi ráðuneytisins við Reuters. „Fólk hefur þegar sótt um hjá okkur.“
Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Rússland Hernaður Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Sjá meira
Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52
Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22