Leikur Ajax og Feyenoord flautaður af vegna óeirða Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 20:00 Stöðva þurfti leikinn margsinnis þar sem aðskotahlutum og flugeldum var ítrekað hent inn á völlinn Vísir/Getty Leikur erkifjendanna í Ajax og Feyenoord í dag var flautaður af í hálfleik þar sem stuðningsmenn Ajax létu öllum illum látum. Feyenoord komst yfir strax á 9. mínútu sem hleypti illu blóði í marga stuðningsmenn Ajax en þráðurinn virðist hafa verið stuttur. Dómari leiksins stöðvaði leikinn tvisvar og sendi alla leikmenn af velli þegar flugeldum og reyksprengjum var ítrekað hent inn á völlinn. Taldi hann öryggi leikmanna ógnað og á 55. mínútu flautaði hann leikinn af. Reiði hörðustu stuðningsmanna Ajax beindist ekki einungis að andstæðingunum þar sem einnig sást til þeirra slást innbyrðis og þá voru skemmdir unnar á leikvanginum eftir að leik lauk. Mikill viðbúnaður var fyrir utan völlinn eftir leik þar sem stuðningsmenn Ajax héldu áfram að láta ófriðlegaVísir/Getty Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ajax lenda í að leikur sé blásinn af vegna óeirða en þegar liðið sótti Groningen heim í fyrra, sem var þegar fallið, var leikurinn stöðvaður strax á 55. mínútu. Ólæti stuðningsmanna hafa valdið töluverðum vandræðum í hollensku deildinni undanfarið og hefur reglulega þurft að stöðva leiki vegna þeirra. Hollenska knattspyrnusambandið innleiddi nýjar og harðari reglur á síðasta tímabili eftir að kveikjara var hent í höfuðið á Davy Klaassen en þær virðast ekki hafa haft mikil ef einhver áhrif á hegðun hörðustu stuðningsmanna, ef stuðningsmenn skyldi kalla. Ajax - Feyenoord suspended, fireworks by Ultras on the pitch. Ajax getting destroyed by Feyenoord: 0-3 in the first half #AJAFEY pic.twitter.com/1Ck4adsdhu— DanielsenAxedal (@DanielsenAxedal) September 24, 2023 Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Dómari leiksins stöðvaði leikinn tvisvar og sendi alla leikmenn af velli þegar flugeldum og reyksprengjum var ítrekað hent inn á völlinn. Taldi hann öryggi leikmanna ógnað og á 55. mínútu flautaði hann leikinn af. Reiði hörðustu stuðningsmanna Ajax beindist ekki einungis að andstæðingunum þar sem einnig sást til þeirra slást innbyrðis og þá voru skemmdir unnar á leikvanginum eftir að leik lauk. Mikill viðbúnaður var fyrir utan völlinn eftir leik þar sem stuðningsmenn Ajax héldu áfram að láta ófriðlegaVísir/Getty Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ajax lenda í að leikur sé blásinn af vegna óeirða en þegar liðið sótti Groningen heim í fyrra, sem var þegar fallið, var leikurinn stöðvaður strax á 55. mínútu. Ólæti stuðningsmanna hafa valdið töluverðum vandræðum í hollensku deildinni undanfarið og hefur reglulega þurft að stöðva leiki vegna þeirra. Hollenska knattspyrnusambandið innleiddi nýjar og harðari reglur á síðasta tímabili eftir að kveikjara var hent í höfuðið á Davy Klaassen en þær virðast ekki hafa haft mikil ef einhver áhrif á hegðun hörðustu stuðningsmanna, ef stuðningsmenn skyldi kalla. Ajax - Feyenoord suspended, fireworks by Ultras on the pitch. Ajax getting destroyed by Feyenoord: 0-3 in the first half #AJAFEY pic.twitter.com/1Ck4adsdhu— DanielsenAxedal (@DanielsenAxedal) September 24, 2023
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira