15 þúsund skammtar af mat á dag hjá Skólamat í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. september 2023 20:06 Fjöldi fólks mætti til Axels og fjölskyldu í vikunni til að fagna nýja húsnæðinu og velgengni fyrirtækisins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtán þúsund matarskammtar fara út á hverjum virkum degi í einu fullkomnasta eldhúsi landsins til leik- og grunnskólabarna á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Vinsælasti maturinn er hakk og spaghettí og grjónagrautur. Hér erum við að tala um fyrirtækið Skólamat í Reykjanesbæ. Skólamatur er fyrirtæki, sem Axel Jónsson stofnaði fyrir 24 árum þegar hann byrjaði að elda mat og senda á nokkra leikskóla í Hafnarfirði. Í kjölfarið hefur fyrirtækið sprungið út og eldar í dag fyrir 85 leik- og grunnskóla á Suðvesturhorni landsins. Í vikunni tók fyrirtækið í notkun nýtt fimmtán hundruð fermetra húsnæði með glæsilegra aðstöðu undir starfsemina og kom fjöldi manns saman til að fagna áfanganum með Axel og fjölskyldu. „Númer eitt, tvö og þrjú er snyrtimennskan og gott hráefni og að vanda til verka og hlusta á börnin. Það þýðir ekkert að vera að gefa þeim hvað sem er, þau segja sannleikann,” segir Axel. En hvað skyldi nú vera vinsælasti maturinn hjá krökkunum ? „Ætli það sé ekki hakk og spaghettí, ég gæti trúað því. Grjónagrautur er líka vinsæll.” Og þetta atriði leggur Axel mikla áherslu á. „Að vera heiðarlegur í viðskiptum, það ber árangur og það er grundvöllur af rekstrinum.” Skólamatur var að taka í notkun nýtt og glæsilegt 1500 fermetra húsnæði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Axels og konu hans sjá í dag um rekstur Skólamats. „Þetta er sérhæft eldhús til að undirbúa mat til þess að það sé hægt að elda hann í leik- og grunnskólum. Við eldum matinn hér eða undirbúum hann og svo er hann eldaður í grunnskólanum sjálfum. Við leggjum mikla áherslu á það að elda matinn á staðnum,” segir Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamats og bætir við. „Á hverju hádegi erum við með fimmtán þúsund mata, sem við dreifum á áttatíu og fimm staði.” „Og það eru 170 manns, sem starfa í Skólamat þannig að án þeirra væri þetta ekki hægt, frábærir starfsmenn og mikil liðsheild,” segir Fanný Axelsdóttir mannauðsstjóri Skólamats. Systkinin Jón og Fanný Axelsbörn, sem sjá um rekstur Skólamats í Reykjanesbæ.Starfsmenn fyrirtækisins eru 170.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá systkinunum ? „Ég segi saltkjöt og baunir þegar maður fær það svona spari,” segir Jón. „Og ég held ég segi bara soðinn fiskur, mér finnst hann bestur,” segir Fanný. Heimasíða Skólamats Reykjanesbær Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Skólamatur er fyrirtæki, sem Axel Jónsson stofnaði fyrir 24 árum þegar hann byrjaði að elda mat og senda á nokkra leikskóla í Hafnarfirði. Í kjölfarið hefur fyrirtækið sprungið út og eldar í dag fyrir 85 leik- og grunnskóla á Suðvesturhorni landsins. Í vikunni tók fyrirtækið í notkun nýtt fimmtán hundruð fermetra húsnæði með glæsilegra aðstöðu undir starfsemina og kom fjöldi manns saman til að fagna áfanganum með Axel og fjölskyldu. „Númer eitt, tvö og þrjú er snyrtimennskan og gott hráefni og að vanda til verka og hlusta á börnin. Það þýðir ekkert að vera að gefa þeim hvað sem er, þau segja sannleikann,” segir Axel. En hvað skyldi nú vera vinsælasti maturinn hjá krökkunum ? „Ætli það sé ekki hakk og spaghettí, ég gæti trúað því. Grjónagrautur er líka vinsæll.” Og þetta atriði leggur Axel mikla áherslu á. „Að vera heiðarlegur í viðskiptum, það ber árangur og það er grundvöllur af rekstrinum.” Skólamatur var að taka í notkun nýtt og glæsilegt 1500 fermetra húsnæði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Axels og konu hans sjá í dag um rekstur Skólamats. „Þetta er sérhæft eldhús til að undirbúa mat til þess að það sé hægt að elda hann í leik- og grunnskólum. Við eldum matinn hér eða undirbúum hann og svo er hann eldaður í grunnskólanum sjálfum. Við leggjum mikla áherslu á það að elda matinn á staðnum,” segir Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamats og bætir við. „Á hverju hádegi erum við með fimmtán þúsund mata, sem við dreifum á áttatíu og fimm staði.” „Og það eru 170 manns, sem starfa í Skólamat þannig að án þeirra væri þetta ekki hægt, frábærir starfsmenn og mikil liðsheild,” segir Fanný Axelsdóttir mannauðsstjóri Skólamats. Systkinin Jón og Fanný Axelsbörn, sem sjá um rekstur Skólamats í Reykjanesbæ.Starfsmenn fyrirtækisins eru 170.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá systkinunum ? „Ég segi saltkjöt og baunir þegar maður fær það svona spari,” segir Jón. „Og ég held ég segi bara soðinn fiskur, mér finnst hann bestur,” segir Fanný. Heimasíða Skólamats
Reykjanesbær Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira