Forvarnir gegn fávisku Birgir Dýrfjörð skrifar 24. september 2023 21:00 Í Kastljósi RUV 20. sept. 2023 birtist furðulegt viðtal við Hildi Sverrisdóttur nýbakaðan formann þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Umræðuefnið voru tillögur þingflokks sjálfstæðismanna og kvenna um að auka aðgengi almennings að áfengi. Aukning áfengisneyslu er þó 74% s.l. 30 ár. Skorpulifur, banvænn fylgisjúkdómur áfengis hefur áttfaldast. Mest fyrir bjórdrykkju og létt vín. Formaður þingflokksins sagði bara „Þetta er veruleiki sem við lifum við.“ Við fáum því ekki breytt. Fram kom í viðtalinu að aukið og auðveldað aðgengi að áfengi eykur mjög neyslu þess. Viðmælendur voru sammála, að með aukinni neyslu áfengis hafa aukst mikið afbrot, ofbeldi, slysfarir og sundrun fjölskyldna og brottfall æskufólks úr skólum. Það eykur síðan á vanhæfi þess unga fólks, að láta rætast drauma sína um gott líf, - það verður þá útundan í lífinu. Ríkið á ekki að vera að hafa vit fyrir fullorðnu fólki sagði formaðurinn. Hún upplýsti þó að það væri rifa í frumvarpinu fyrir afsiftasemi Ríkisins. Hún sagði: „Það er kveðið á um það í frumvarpinu okkar að það megiefla forvarnir.“ - Megi. Sem ábyrgur stjórnmálamaður benti hún líka á fjármögnun á kostnaði við forvarnir. „Það má selja Áfengisbúðirnar, þá fengist dágóð summa til að kosta forvarnir,“ sagði hún. (hægt er að sjá og heyra viðtalið á spilara ruv 20.9.´23) Spurt er. Til hvers eru forvarnir? Eru þær ekki til að koma í veg fyrir að eitthvað slæmt gerist. T.d. að það verði aukning á neyslu áfengis og fíkniefna í íslensku samfélagi? Hvernig getur formaður þingflokks sem flytur frumvarp um risaskref til að auka aðgengi að áfengi, og kallar forvarnir forræðishyggju ríkisins, hvernig getur hann í, sömu ræðunni, haldið því fram, að það megi selja fasteignir ríkisins til að fjármagna forvarnir gegn áfengi? Hvaða aulaháttur er þetta? Í hvaða kýrhaus er þetta fólk að draga Sjálfstæðisflokkinn? Besta forvörnin gegn þessari fávisku er, að gott og ærlegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem vissulega er stór hópur þar á bæ, taki höndum saman og visti hluta þingflokksins á skaðaminni stað en nú er. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í Kastljósi RUV 20. sept. 2023 birtist furðulegt viðtal við Hildi Sverrisdóttur nýbakaðan formann þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Umræðuefnið voru tillögur þingflokks sjálfstæðismanna og kvenna um að auka aðgengi almennings að áfengi. Aukning áfengisneyslu er þó 74% s.l. 30 ár. Skorpulifur, banvænn fylgisjúkdómur áfengis hefur áttfaldast. Mest fyrir bjórdrykkju og létt vín. Formaður þingflokksins sagði bara „Þetta er veruleiki sem við lifum við.“ Við fáum því ekki breytt. Fram kom í viðtalinu að aukið og auðveldað aðgengi að áfengi eykur mjög neyslu þess. Viðmælendur voru sammála, að með aukinni neyslu áfengis hafa aukst mikið afbrot, ofbeldi, slysfarir og sundrun fjölskyldna og brottfall æskufólks úr skólum. Það eykur síðan á vanhæfi þess unga fólks, að láta rætast drauma sína um gott líf, - það verður þá útundan í lífinu. Ríkið á ekki að vera að hafa vit fyrir fullorðnu fólki sagði formaðurinn. Hún upplýsti þó að það væri rifa í frumvarpinu fyrir afsiftasemi Ríkisins. Hún sagði: „Það er kveðið á um það í frumvarpinu okkar að það megiefla forvarnir.“ - Megi. Sem ábyrgur stjórnmálamaður benti hún líka á fjármögnun á kostnaði við forvarnir. „Það má selja Áfengisbúðirnar, þá fengist dágóð summa til að kosta forvarnir,“ sagði hún. (hægt er að sjá og heyra viðtalið á spilara ruv 20.9.´23) Spurt er. Til hvers eru forvarnir? Eru þær ekki til að koma í veg fyrir að eitthvað slæmt gerist. T.d. að það verði aukning á neyslu áfengis og fíkniefna í íslensku samfélagi? Hvernig getur formaður þingflokks sem flytur frumvarp um risaskref til að auka aðgengi að áfengi, og kallar forvarnir forræðishyggju ríkisins, hvernig getur hann í, sömu ræðunni, haldið því fram, að það megi selja fasteignir ríkisins til að fjármagna forvarnir gegn áfengi? Hvaða aulaháttur er þetta? Í hvaða kýrhaus er þetta fólk að draga Sjálfstæðisflokkinn? Besta forvörnin gegn þessari fávisku er, að gott og ærlegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem vissulega er stór hópur þar á bæ, taki höndum saman og visti hluta þingflokksins á skaðaminni stað en nú er. Höfundur er rafvirki.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun