Þrír Danir ákærðir í skútumáli Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2023 10:33 Mennirnir voru handteknir í lok júní á þessu ári. Vísir/Vilhelm Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. Mennirnir þrír voru handteknir í lok júní á þessu ári. Tveir þeirra voru um borð í skútunni úti fyrir Garðskagavita í Suðurnesjabæ. Sá þriðji var handtekinn á landi. Þeir tveir sem voru um borð í skútunni eru fæddir árin 1970 og 1989. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa haft efnin í vörslum sínum í skútunni og ætlað sér að sigla með þau áfram til Grænlands til sölu- og dreifingar þar. Tekið er fram í ákæru að skútan hafi verið sjósett í Danmörku. Þriðji maðurinn er fæddur árið 2002 en hann er sagður hafa komið til Íslands að fyrirmælum óþekktra aðila. Fékk hann frá þeim fjármagn og leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Flaug hann hingað til lands og hitti annan mannanna í fjörunni við Garðskagavita. Færði hann honum þar ýmsar vistir, þar á meðal bensín og utanborðsmótor. Fjölmargir munir voru gerðir upptækir við rannsókn málsins, flest allt munir sem fundust um borð í skútunni. Má þar nefna slípirokk, juðara, hitablásara, vakúmpökkunarvél, nokkra farsíma og fyrirframgreidd kort. Er þess krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Smygl Lögreglumál Fíkniefnabrot Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. 26. júní 2023 15:49 Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. 27. júní 2023 14:52 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Mennirnir þrír voru handteknir í lok júní á þessu ári. Tveir þeirra voru um borð í skútunni úti fyrir Garðskagavita í Suðurnesjabæ. Sá þriðji var handtekinn á landi. Þeir tveir sem voru um borð í skútunni eru fæddir árin 1970 og 1989. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa haft efnin í vörslum sínum í skútunni og ætlað sér að sigla með þau áfram til Grænlands til sölu- og dreifingar þar. Tekið er fram í ákæru að skútan hafi verið sjósett í Danmörku. Þriðji maðurinn er fæddur árið 2002 en hann er sagður hafa komið til Íslands að fyrirmælum óþekktra aðila. Fékk hann frá þeim fjármagn og leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Flaug hann hingað til lands og hitti annan mannanna í fjörunni við Garðskagavita. Færði hann honum þar ýmsar vistir, þar á meðal bensín og utanborðsmótor. Fjölmargir munir voru gerðir upptækir við rannsókn málsins, flest allt munir sem fundust um borð í skútunni. Má þar nefna slípirokk, juðara, hitablásara, vakúmpökkunarvél, nokkra farsíma og fyrirframgreidd kort. Er þess krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Smygl Lögreglumál Fíkniefnabrot Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. 26. júní 2023 15:49 Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. 27. júní 2023 14:52 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. 26. júní 2023 15:49
Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. 27. júní 2023 14:52
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28. ágúst 2023 20:38