Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. september 2023 23:25 Emma og Bruce Willis á góðri stundu. VCG/Getty Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Emma tjáir sig um veikindi hans opinberlega. Fjölskylda hans greindi frá því í febrúar fyrr á árinu að hann væri með framheilabilun. Áður tilkynnti leikarinn í mars í fyrra að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. „Ég er að kynnast því á eigin skinni hvað heilabilun er erfið. Hún er erfið fyrir manneskjuna sem greinist með hana, en hún er líka erfið fyrir fjölskylduna, þetta er fjölskyldusjúkdómur,“ segir Emma sem ræddi veikindi eiginmannsins í sjónvarpsþættinum Today á NBC sjónvarpsstöðinni. Emma og Bruce giftu sig árið 2009. Emma segir að fjölskyldan reyni að vera opinská með sjúkdóminn, bæði innan heimilisins og utan þess. Þau eiga saman tvær ungar dætur og þá átti Bruce fyrir þrjár uppkomnar dætur með Demi Moore, leikkonu. „Það var okkur mjög mikilvægt að ræða þetta við dætur okkar, af því að ég vil ekki að það fylgi þessu nein skömm,“ segir Emma. Hún segir eiginmann sinn hamingjusaman þrátt fyrir allt. „Hann er gjöf sem heldur áfram að gefa. Ástríkur. Þolinmóður. Sterkur. Það er svo mikið sem hann kennir mér og allri fjölskyldunni. Mér finnst ekki þægilegt að vera hér, þetta er ekki minn þægindahringur. Þetta er krafturinn sem ég hef frá Bruce.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Emma tjáir sig um veikindi hans opinberlega. Fjölskylda hans greindi frá því í febrúar fyrr á árinu að hann væri með framheilabilun. Áður tilkynnti leikarinn í mars í fyrra að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. „Ég er að kynnast því á eigin skinni hvað heilabilun er erfið. Hún er erfið fyrir manneskjuna sem greinist með hana, en hún er líka erfið fyrir fjölskylduna, þetta er fjölskyldusjúkdómur,“ segir Emma sem ræddi veikindi eiginmannsins í sjónvarpsþættinum Today á NBC sjónvarpsstöðinni. Emma og Bruce giftu sig árið 2009. Emma segir að fjölskyldan reyni að vera opinská með sjúkdóminn, bæði innan heimilisins og utan þess. Þau eiga saman tvær ungar dætur og þá átti Bruce fyrir þrjár uppkomnar dætur með Demi Moore, leikkonu. „Það var okkur mjög mikilvægt að ræða þetta við dætur okkar, af því að ég vil ekki að það fylgi þessu nein skömm,“ segir Emma. Hún segir eiginmann sinn hamingjusaman þrátt fyrir allt. „Hann er gjöf sem heldur áfram að gefa. Ástríkur. Þolinmóður. Sterkur. Það er svo mikið sem hann kennir mér og allri fjölskyldunni. Mér finnst ekki þægilegt að vera hér, þetta er ekki minn þægindahringur. Þetta er krafturinn sem ég hef frá Bruce.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira