Engillinn á afgreiðslukassanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2023 10:31 Viktor Ólason skrifaði minningargrein um Jóhannes Sævar Ársælsson, Jóa, sem stóð vaktina í Krónunni í Flatahrauni með bros á vör. Vísir/Arnar „Ég bara varð að gera þetta,“ segir Viktor Ólason, markaðsstjóri úr Hafnarfirði og höfundur minningargreinar, sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Þar minntist Viktor brosmilds afgreiðslumanns í Krónunni, Jóhannesar Sævars Ársælssonar, sem hafði mikil áhrif á hann. Við kynntumst þeim Viktori og Jóa heitnum í Íslandi í dag í gær. Klippa: Gat ekki annað en skrifað minningargreinina „Við þekktumst ekkert en samt ætla ég að fá að kalla hann vin minn,“ skrifaði Viktor um Jóa í minningargreininni sem birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag í síðustu viku. „Nú vil ég með þessum fáu línum þakka þér fyrir að gera lífið betra; því ég er næsta viss um að þú hafðir sömu jákvæðu áhrifin á miklu fleiri en mig. Takk fyrir mig.“ Og minningargreinin, þó stutt og látlaus væri, vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum; fangaði eflaust tilfinningar sem margir kannast við gagnvart heiðursfólki í þjónustustörfum sem verður á vegi þess í dagsins amstri. Greinina má lesa í færslunni hér fyrir neðan. Fallegasta minningargrein dagsins ❤️ pic.twitter.com/kp4QX8p1Fu— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) September 19, 2023 Gekk alltaf brosandi út úr búðinni „Það hafa allir sem verða á vegi okkar einhver áhrif á okkur,“ sagði Viktor í Íslandi í dag í gær. „Þetta var samt ótrúleg tilfinning. Ég sá minningargreinar um hann í blaðinu og þá kviknaði þessi þörf til að skrifa þetta.“ Og hún hefur ekkert kviknað áður? „Nei, ég er enginn rithöfundur. Ég er ekkert ljóðskáld. Þetta kom og ég bara varð að gera þetta. Maður labbaði alltaf brosandi út, hann var svona eins og félagi. Ég vissi ekki einu sinni hvað hann hét maðurinn, fyrr en ég sá minningargreinina. Og ég hugsaði að hann hafi hjálpað mér að verða betri maður, þó hann hafi ekki vitað af því. Og örugglega fleiri.“ Brot úr Ísland í dag-þætti gærkvöldsins má horfa á hér efst í fréttinni. Í þættinum leggjum við einnig leið okkar í Bónus í Holtagörðum og hittum Amöndu Rós Zhang afgreiðslukonu sem þekkt er fyrir líflega framkomu og ljúft viðmót. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Verslun Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Klippa: Gat ekki annað en skrifað minningargreinina „Við þekktumst ekkert en samt ætla ég að fá að kalla hann vin minn,“ skrifaði Viktor um Jóa í minningargreininni sem birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag í síðustu viku. „Nú vil ég með þessum fáu línum þakka þér fyrir að gera lífið betra; því ég er næsta viss um að þú hafðir sömu jákvæðu áhrifin á miklu fleiri en mig. Takk fyrir mig.“ Og minningargreinin, þó stutt og látlaus væri, vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum; fangaði eflaust tilfinningar sem margir kannast við gagnvart heiðursfólki í þjónustustörfum sem verður á vegi þess í dagsins amstri. Greinina má lesa í færslunni hér fyrir neðan. Fallegasta minningargrein dagsins ❤️ pic.twitter.com/kp4QX8p1Fu— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) September 19, 2023 Gekk alltaf brosandi út úr búðinni „Það hafa allir sem verða á vegi okkar einhver áhrif á okkur,“ sagði Viktor í Íslandi í dag í gær. „Þetta var samt ótrúleg tilfinning. Ég sá minningargreinar um hann í blaðinu og þá kviknaði þessi þörf til að skrifa þetta.“ Og hún hefur ekkert kviknað áður? „Nei, ég er enginn rithöfundur. Ég er ekkert ljóðskáld. Þetta kom og ég bara varð að gera þetta. Maður labbaði alltaf brosandi út, hann var svona eins og félagi. Ég vissi ekki einu sinni hvað hann hét maðurinn, fyrr en ég sá minningargreinina. Og ég hugsaði að hann hafi hjálpað mér að verða betri maður, þó hann hafi ekki vitað af því. Og örugglega fleiri.“ Brot úr Ísland í dag-þætti gærkvöldsins má horfa á hér efst í fréttinni. Í þættinum leggjum við einnig leið okkar í Bónus í Holtagörðum og hittum Amöndu Rós Zhang afgreiðslukonu sem þekkt er fyrir líflega framkomu og ljúft viðmót. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Verslun Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira