… hver er á bakvakt? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 26. september 2023 16:00 Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn. Bakvaktir eru hjá lögreglu, slökkviliði, almannavörnum, björgunarsveitum, sveitastjórnarfólki þegar almannahætta steðjar að samfélaginu með einhverjum hætti. Þarna er kannski komin “þriðja vaktin” sú sem yfir okkur vakir og við treystum á. Fólkið á bakvöktum og í allri vaktavinnunni tekur á móti öllu fólki sem til þess leita, kyn, staða, stétt, hneigð skiptir engu máli. Allir eru jafnir. EN einn hópur er skilin útundan og miða ég við það sem ég þekki til. Það er táknmálsfólkið og um þá brotalöm ætla ég að fjalla hér. Kannski gleymdist þetta atriði eða kannski mun það opna augu þeirra sem völdin hafa og verða til þess að skref í átt til hins betra og réttlátari bakvaktar fyrir okkur táknmálsfólkið verði tekin, við finnum fyrir ákveðnu öryggi og því mun verða fagnað. Fyrir aðeins nokkrum árum síðan þá gátum við táknmálsfólkið treyst á að ef við þyrftum svo ólukkulega að leita til bráðamóttöku að táknmálstúlkur komi og það er vel skilyrt í lögum um réttindi sjúklinga að við eigum skýlausan rétt á táknmálstúlki í samskiptum okkar við lækna og hjúkrunarfólk um sjúkdóm/veikindi okkar. En svo var breytt (ekki lögunum heldur pöntunarferlið að fá táknmálstúlk) og Neyðarlínan 112 tók yfir að sjá um að annast táknmálstúlka pantanir sem komu utan almenns dagvinnutíma á virkum dögum. Pöntun um táknmálstúlk varð að berast frá sjúkrastofnunni. Það gekk ekki mjög vel og þar sem við getum sjálf sent sms skilaboð á 112 þá getum við líka óskað eftir táknmálstúlk. Þetta gerist aðallega þegar við erum stödd á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Neyðarlínuteymi 112 hefur yfir að ráða lista yfir táknmálstúlka sem geta svarað fyrirspurninni/pöntun frá Neyðarlínuteyminu og mætt á bráðamóttökuna. Fyrirvari er oft engin og hafa táknmálstúlkar því alveg val hvort þeir verði við beiðninni eða svara ekki og mæta ekki. Þeim er engin skylda gerð að svara. Þeir eru EKKI Á BAKVAKT. Þeim er ekki greidd nein laun fyrir að vera á bakvakt. Í stuttu máli þá er enginn táknmálstúlkur á bakvakt. Það er hið versta mál fyrir táknmálsfólkið og elur bara af sér ójafnræði og óöryggi. Þarna er táknmálsfólk sett í mjög óþægilegar aðstæður. Það er óþægilegt að mæta eftir dagvinnutíma á bráðamóttöku axlarbrotin með mögulega blæðingu í hnakka/höfuð eftir fall og fá engan táknmálstúlk til að geta átt samskipti og skilið allt sem læknirinn/hjúkrunarfólkið er að segja og jafnvel geta líka sagt líðan manns sjálfs á táknmáli, því máli sem manni er tamast og getur tjáð sig sem mest á og notar dagsdaglega í öllum samskiptum sínum. Þarna eru læknar og hjúkrunarfólk líka sett í óþægilegar aðstæður; að geta ekki átt góð og réttlát samskipti við sjúkling sinn og verið viss um að leiðbeiningar/ráðleggingar um lyf, aðgerð, meðferð og eftirfylgni séu skiljanlegar. Þarna í þessu ferli má sjá að lög um réttindi sjúklinga og ferli að fá táknmálstúlk eru ekki í takt. Þetta er sem sagt óviðunandi ástand fyrir alla sem að þessu koma. Það er alveg á hreinu að þetta þarf að bæta og það er örugglega hægt að gera það með einu pennastriki. Kannski er þetta eitthvað sem er falið óréttlæti í samfélaginu sem þarfnast úrbóta. Þannig að við þá sem hafa völdin og geta lagað þetta segi ég bara: “Lagið þetta!” ykkur verður ekki meint af því. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn. Bakvaktir eru hjá lögreglu, slökkviliði, almannavörnum, björgunarsveitum, sveitastjórnarfólki þegar almannahætta steðjar að samfélaginu með einhverjum hætti. Þarna er kannski komin “þriðja vaktin” sú sem yfir okkur vakir og við treystum á. Fólkið á bakvöktum og í allri vaktavinnunni tekur á móti öllu fólki sem til þess leita, kyn, staða, stétt, hneigð skiptir engu máli. Allir eru jafnir. EN einn hópur er skilin útundan og miða ég við það sem ég þekki til. Það er táknmálsfólkið og um þá brotalöm ætla ég að fjalla hér. Kannski gleymdist þetta atriði eða kannski mun það opna augu þeirra sem völdin hafa og verða til þess að skref í átt til hins betra og réttlátari bakvaktar fyrir okkur táknmálsfólkið verði tekin, við finnum fyrir ákveðnu öryggi og því mun verða fagnað. Fyrir aðeins nokkrum árum síðan þá gátum við táknmálsfólkið treyst á að ef við þyrftum svo ólukkulega að leita til bráðamóttöku að táknmálstúlkur komi og það er vel skilyrt í lögum um réttindi sjúklinga að við eigum skýlausan rétt á táknmálstúlki í samskiptum okkar við lækna og hjúkrunarfólk um sjúkdóm/veikindi okkar. En svo var breytt (ekki lögunum heldur pöntunarferlið að fá táknmálstúlk) og Neyðarlínan 112 tók yfir að sjá um að annast táknmálstúlka pantanir sem komu utan almenns dagvinnutíma á virkum dögum. Pöntun um táknmálstúlk varð að berast frá sjúkrastofnunni. Það gekk ekki mjög vel og þar sem við getum sjálf sent sms skilaboð á 112 þá getum við líka óskað eftir táknmálstúlk. Þetta gerist aðallega þegar við erum stödd á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Neyðarlínuteymi 112 hefur yfir að ráða lista yfir táknmálstúlka sem geta svarað fyrirspurninni/pöntun frá Neyðarlínuteyminu og mætt á bráðamóttökuna. Fyrirvari er oft engin og hafa táknmálstúlkar því alveg val hvort þeir verði við beiðninni eða svara ekki og mæta ekki. Þeim er engin skylda gerð að svara. Þeir eru EKKI Á BAKVAKT. Þeim er ekki greidd nein laun fyrir að vera á bakvakt. Í stuttu máli þá er enginn táknmálstúlkur á bakvakt. Það er hið versta mál fyrir táknmálsfólkið og elur bara af sér ójafnræði og óöryggi. Þarna er táknmálsfólk sett í mjög óþægilegar aðstæður. Það er óþægilegt að mæta eftir dagvinnutíma á bráðamóttöku axlarbrotin með mögulega blæðingu í hnakka/höfuð eftir fall og fá engan táknmálstúlk til að geta átt samskipti og skilið allt sem læknirinn/hjúkrunarfólkið er að segja og jafnvel geta líka sagt líðan manns sjálfs á táknmáli, því máli sem manni er tamast og getur tjáð sig sem mest á og notar dagsdaglega í öllum samskiptum sínum. Þarna eru læknar og hjúkrunarfólk líka sett í óþægilegar aðstæður; að geta ekki átt góð og réttlát samskipti við sjúkling sinn og verið viss um að leiðbeiningar/ráðleggingar um lyf, aðgerð, meðferð og eftirfylgni séu skiljanlegar. Þarna í þessu ferli má sjá að lög um réttindi sjúklinga og ferli að fá táknmálstúlk eru ekki í takt. Þetta er sem sagt óviðunandi ástand fyrir alla sem að þessu koma. Það er alveg á hreinu að þetta þarf að bæta og það er örugglega hægt að gera það með einu pennastriki. Kannski er þetta eitthvað sem er falið óréttlæti í samfélaginu sem þarfnast úrbóta. Þannig að við þá sem hafa völdin og geta lagað þetta segi ég bara: “Lagið þetta!” ykkur verður ekki meint af því. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun