„Að sjálfsögðu eru það vonbrigði“ Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2023 18:38 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðrún Arnardóttir voru skiljanlega svekktar eftir tapið stóra í Þýskalandi í kvöld. Getty/Gerrit van Cologne „Við töpuðum bara fyrir góðu liði. Náðum kannski ekki alveg að spila agressívt á móti þeim. Þær unnu öll návígi og það var erfitt fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við RÚV í Bochum eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Íslenska liðið lenti undir eftir tæplega tuttugu mínútna leik og var 2-0 undir í hálfleik. Þýska liðið hafði í raun fullkomna stjórn á leiknum allan tímann. „Auðvitað er alveg hægt að segja það að uppleggið hafi ekki gengið upp. Við töpuðum náttúrulega 4-0. Við náðum aldrei að flytja boltann fram á við til að raunverulega eiga möguleika á að pressa þær uppi. Það var vandamál. Okkur gekk illa að halda í boltann, og töpuðum návígum þegar við vorum með boltann, þannig að það er erfitt að flytja liðið upp þegar þú tapar alltaf boltanum á eigin vallarhelmingi. Þetta var svona það erfiðasta. Þær [þýsku] voru bara drullugóðar á móti okkur. Vel agressívar og pressuðu okkur hátt. Bara læti í þeim allan tímann,“ sagði Þorsteinn við RÚV. Ísland skapaði sér ekki eitt einasta færi í leiknum. „Já, að sjálfsögðu eru það vonbrigði. En ef við setjum þetta í samhengi þá vorum við ekki fyrir fram að leggja upp með það að við kæmum til Þýskalands og myndum vinna. Við auðvitað förum í alla leiki til að vinna og gerum allt sem við getum, en auðvitað var sóknarleikurinn erfiður og þungur hjá okkur. Sendingar, móttaka og önnur „basic“ atriði voru erfið og þung hjá okkur. Svona er þetta bara. Leikurinn fór illa en það breytir því ekki að við þurfum bara að gíra okkur upp og vera áfram í þessari baráttu,“ sagði Þorsteinn. Spurður út í stöðuna á Sveindísi Jane Jónsdóttur, sem missti af leikjunum við Þýskaland og Wales vegna meiðsla, og hvort hún yrði með í lok október þegar Ísland mætir Danmörku og Þýskalandi á Laugardalsvelli, svaraði Þorsteinn: „Nei, ég veit raunverulega ekki neitt fyrr en í næsta glugga.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
Íslenska liðið lenti undir eftir tæplega tuttugu mínútna leik og var 2-0 undir í hálfleik. Þýska liðið hafði í raun fullkomna stjórn á leiknum allan tímann. „Auðvitað er alveg hægt að segja það að uppleggið hafi ekki gengið upp. Við töpuðum náttúrulega 4-0. Við náðum aldrei að flytja boltann fram á við til að raunverulega eiga möguleika á að pressa þær uppi. Það var vandamál. Okkur gekk illa að halda í boltann, og töpuðum návígum þegar við vorum með boltann, þannig að það er erfitt að flytja liðið upp þegar þú tapar alltaf boltanum á eigin vallarhelmingi. Þetta var svona það erfiðasta. Þær [þýsku] voru bara drullugóðar á móti okkur. Vel agressívar og pressuðu okkur hátt. Bara læti í þeim allan tímann,“ sagði Þorsteinn við RÚV. Ísland skapaði sér ekki eitt einasta færi í leiknum. „Já, að sjálfsögðu eru það vonbrigði. En ef við setjum þetta í samhengi þá vorum við ekki fyrir fram að leggja upp með það að við kæmum til Þýskalands og myndum vinna. Við auðvitað förum í alla leiki til að vinna og gerum allt sem við getum, en auðvitað var sóknarleikurinn erfiður og þungur hjá okkur. Sendingar, móttaka og önnur „basic“ atriði voru erfið og þung hjá okkur. Svona er þetta bara. Leikurinn fór illa en það breytir því ekki að við þurfum bara að gíra okkur upp og vera áfram í þessari baráttu,“ sagði Þorsteinn. Spurður út í stöðuna á Sveindísi Jane Jónsdóttur, sem missti af leikjunum við Þýskaland og Wales vegna meiðsla, og hvort hún yrði með í lok október þegar Ísland mætir Danmörku og Þýskalandi á Laugardalsvelli, svaraði Þorsteinn: „Nei, ég veit raunverulega ekki neitt fyrr en í næsta glugga.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira