Tekur á móti minnst einum á mánuði vegna mistaka við varafyllingu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. september 2023 12:01 Hannes er formaður Félags íslenskra lýtalækna. einar árnason Lýtalæknir segir minnst einn á mánuði leita til sín vegna mistaka við varafyllingu. Fagstéttir lýsa yfir þungum áhyggjum af því að heilbrigðisráðuneytið hafi ekki sett reglur um notkun fylliefna þrátt fyrir að bent hafi verið á alvarlega, og í sumum tilfellum hættulega stöðu í áraraðir. Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 á mánudag og birtist á Vísi í gær er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum er rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu þegar meðferðaraðili, sem ekki er læknir, sprautaði í hana lyfi til að leysa upp fylliefni sem hann hefur enga heimild til að nota. Konan fékk alvarlegt bráðaofnæmiskast en var ráðlagt af þeim sem sprautaði hana að leita ekki á sjúkrahús. Kallar eftir reglum Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna segir félagið ítrekað og í mörg ár hafa bent Heilbrigðisráðuneytinu á alvarleika þess að ófaglærðir sprauti fylliefni í aðra, en að ekki hafi verið brugðist við. Hann vill að stjórnvöld fari sömu leið og nágrannaþjóðir okkar og banni ófaglærðum að sprauta í aðra. „Og það eru góð fordæmi komin, sérstaklega frá Svíþjóð þar sem lögin eru mjög skýr en líka Noregi og Danmörku,“ segir Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna. Þannig það þyrfti ekki annað en að þýða löggjöfina þar eins og gert er með mörg önnur lög hér á landi? „ Já akkúrat, eins og við höfum margoft gert hér á Íslandi.“ Snyrtifræðingar uggandi Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir einnig alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin sem lýst er í Kompás. Í yfirlýsingu segir að félagið deili áhyggjum lækna af markaðnum með fylliefni hér á landi og fordæmir að ófaglærðir skuli gera slíkt. Þá hvetur félagið heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð um meðferðirnar til að tryggja öryggi sjúklinga. Hannes segir að minnst einn á mánuði leiti til hans vegna mistaka við varafyllingar. Hann segir óvissu um tryggingamál þeirra sem leita í fyllingu á snyrtistofu, mjög alvarlega. Hver er réttarstaða skjólstæðinga ef eitthvað kemur upp á? „Okkur sérfræðilæknum er skylt þegar við erum í stofurekstri að vera með sjúklingatrygginga. Ég veit ekki hvernig málum er háttað á snyrtistofum en þær eru ansi digrar þessar tryggingar sem okkur er skylt að vera með.“ Formaður velferðarnefndar alþingis segist mjög brugðið eftir þáttinn og hefur sent heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist setja reglugerð um notkun fylliefna í varir. Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 á mánudag og birtist á Vísi í gær er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum er rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu þegar meðferðaraðili, sem ekki er læknir, sprautaði í hana lyfi til að leysa upp fylliefni sem hann hefur enga heimild til að nota. Konan fékk alvarlegt bráðaofnæmiskast en var ráðlagt af þeim sem sprautaði hana að leita ekki á sjúkrahús. Kallar eftir reglum Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna segir félagið ítrekað og í mörg ár hafa bent Heilbrigðisráðuneytinu á alvarleika þess að ófaglærðir sprauti fylliefni í aðra, en að ekki hafi verið brugðist við. Hann vill að stjórnvöld fari sömu leið og nágrannaþjóðir okkar og banni ófaglærðum að sprauta í aðra. „Og það eru góð fordæmi komin, sérstaklega frá Svíþjóð þar sem lögin eru mjög skýr en líka Noregi og Danmörku,“ segir Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna. Þannig það þyrfti ekki annað en að þýða löggjöfina þar eins og gert er með mörg önnur lög hér á landi? „ Já akkúrat, eins og við höfum margoft gert hér á Íslandi.“ Snyrtifræðingar uggandi Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir einnig alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin sem lýst er í Kompás. Í yfirlýsingu segir að félagið deili áhyggjum lækna af markaðnum með fylliefni hér á landi og fordæmir að ófaglærðir skuli gera slíkt. Þá hvetur félagið heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð um meðferðirnar til að tryggja öryggi sjúklinga. Hannes segir að minnst einn á mánuði leiti til hans vegna mistaka við varafyllingar. Hann segir óvissu um tryggingamál þeirra sem leita í fyllingu á snyrtistofu, mjög alvarlega. Hver er réttarstaða skjólstæðinga ef eitthvað kemur upp á? „Okkur sérfræðilæknum er skylt þegar við erum í stofurekstri að vera með sjúklingatrygginga. Ég veit ekki hvernig málum er háttað á snyrtistofum en þær eru ansi digrar þessar tryggingar sem okkur er skylt að vera með.“ Formaður velferðarnefndar alþingis segist mjög brugðið eftir þáttinn og hefur sent heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist setja reglugerð um notkun fylliefna í varir.
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55
Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15