„Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. september 2023 21:43 „Stelpur! Róa sig!“ - Þorleifur Ólafsson Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Subway-deild kvenna, var sáttur með tvö stig á heimavelli í fyrsta keppnisleik Grindavíkur í meistaraflokki í nýjum og glæsilegum sal. 81-71 sigur gegn Fjölni niðurstaðan og Þorleifur var sammála blaðamanni um að það mætti færa þennan til bókar sem iðnaðarsigur. „Heldur betur. Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Fjölnir bara flottar. Virkilegur kraftur í þeim og gáfust ekkert upp. Frábært að vinna svona leiki og halda okkur í þessu. Bara virkilega sáttur.“ Grindvíkingar voru án síns sterkasta leikmanns í kvöld, en Dani Rodriguez var fjarri góðu gamni þar sem hún fékk olnbogaskot í augað í æfingaleik í síðustu viku og Þorleifur sagði fyrir leik að þau hefðu ákveðið að taka enga áhættu. Þorleifur sagði að hans leikmenn hefðu sýnt mikinn karakter í kvöld í fjarveru Dani. „Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp. Sérstaklega íslensku stelpurnar, þær stóðu sig frábærlega. Hulda og Hekla settu stig á töfluna en aðrar varnarlega flottar. Við erum í raun með nýja vörn og eðlilega verða mistök en yfirhöfuð er ég virkilega sáttur með sigurinn og hvernig hann var.“ Þorleifur og Ellert Magnússon, einn reyndasti þjálfari Íslands sem gerði Grindavíkurkonur að Íslandsmeisturum 1997, eru vinnufélagar. Ellert er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um frammistöðu Grindavíkur en Þorleifur var nokkuð bjartsýnn á að Ellert yrði jákvæður á kaffistofunni á morgun. „Hann mun alveg örugglega tala vel um vörnina en hann mun drulla yfir mig útaf fráköstum því við þurfum klárlega að bæta okkur þar.“ Grindvíkingar urðu harkalega undir í frákastabaráttunni í kvöld, 39-53, en Grindavík er ekki með sérlega hávaxið lið. Þorleifur sagði þó ekki á planinu að fá annan útlending til liðsins til að bæta úr því, hann væri með aðrar lausnir. „Ekki eins og staðan er núna. Við þurfum bara klárlega að frákasta betur sem lið. Við erum ekkert með einhvern einn áberandi sem tekur öll fráköst. Það var erfitt að stíga út stóru stelpurnar þannig að bakverðirnar þurfa að koma inn í og taka þessi fráköst, þessi „second rebounds“ sem koma oft og við vorum mjög lélegar í því í kvöld.“ Hvað sem frammistöðu Grindavíkur líður í einstökum þáttum leiksins í kvöld þá er sigur sigur og tvö stig í sarpinn. Þorleifur sagðist sáttur með stigin tvö og bjartsýnn á framhaldið. „Klárlega. Við ætlum að vinna þetta allt saman og þá sérstaklega heimaleiki og þessi lið sem „eiga“ að vera fyrir neðan okkur í töflunni. Þetta er skref í rétta átt.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
81-71 sigur gegn Fjölni niðurstaðan og Þorleifur var sammála blaðamanni um að það mætti færa þennan til bókar sem iðnaðarsigur. „Heldur betur. Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Fjölnir bara flottar. Virkilegur kraftur í þeim og gáfust ekkert upp. Frábært að vinna svona leiki og halda okkur í þessu. Bara virkilega sáttur.“ Grindvíkingar voru án síns sterkasta leikmanns í kvöld, en Dani Rodriguez var fjarri góðu gamni þar sem hún fékk olnbogaskot í augað í æfingaleik í síðustu viku og Þorleifur sagði fyrir leik að þau hefðu ákveðið að taka enga áhættu. Þorleifur sagði að hans leikmenn hefðu sýnt mikinn karakter í kvöld í fjarveru Dani. „Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp. Sérstaklega íslensku stelpurnar, þær stóðu sig frábærlega. Hulda og Hekla settu stig á töfluna en aðrar varnarlega flottar. Við erum í raun með nýja vörn og eðlilega verða mistök en yfirhöfuð er ég virkilega sáttur með sigurinn og hvernig hann var.“ Þorleifur og Ellert Magnússon, einn reyndasti þjálfari Íslands sem gerði Grindavíkurkonur að Íslandsmeisturum 1997, eru vinnufélagar. Ellert er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um frammistöðu Grindavíkur en Þorleifur var nokkuð bjartsýnn á að Ellert yrði jákvæður á kaffistofunni á morgun. „Hann mun alveg örugglega tala vel um vörnina en hann mun drulla yfir mig útaf fráköstum því við þurfum klárlega að bæta okkur þar.“ Grindvíkingar urðu harkalega undir í frákastabaráttunni í kvöld, 39-53, en Grindavík er ekki með sérlega hávaxið lið. Þorleifur sagði þó ekki á planinu að fá annan útlending til liðsins til að bæta úr því, hann væri með aðrar lausnir. „Ekki eins og staðan er núna. Við þurfum bara klárlega að frákasta betur sem lið. Við erum ekkert með einhvern einn áberandi sem tekur öll fráköst. Það var erfitt að stíga út stóru stelpurnar þannig að bakverðirnar þurfa að koma inn í og taka þessi fráköst, þessi „second rebounds“ sem koma oft og við vorum mjög lélegar í því í kvöld.“ Hvað sem frammistöðu Grindavíkur líður í einstökum þáttum leiksins í kvöld þá er sigur sigur og tvö stig í sarpinn. Þorleifur sagðist sáttur með stigin tvö og bjartsýnn á framhaldið. „Klárlega. Við ætlum að vinna þetta allt saman og þá sérstaklega heimaleiki og þessi lið sem „eiga“ að vera fyrir neðan okkur í töflunni. Þetta er skref í rétta átt.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira