Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2023 10:50 Unga fólkið var mætt í dómsal í morgun. AP/Jean-Francois Badias Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. Mariana Agostinho var viðstödd þegar málið var tekið fyrir í dag, ásamt 86 lögmönnum ríkjanna 32. Ungmennin eru á aldrinum 11 til 24 ára og ákváðu að grípa til sinnar ráða eftir að 66 létust í miklum gróðureldum í Leira í Portúgal árið 2017. Unga fólkið segir aðgerðir umræddra ríkja til að stemma stigu við hlýnun jarðar ekki duga til og að þannig hafi þau brotið gegn mannréttindum fólks; rétti þeirra til lífs, rétti þeirra til að sæta ekki ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð og réttinum til einka- og fjölskyldulífs, svo eitthvað sé nefnt. Grand Chamber hearing Duarte in the case Agostinho and Others v. Portugal and 32 Othershttps://t.co/Y3UHo8qSU2#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/re8IQbVRq5— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) September 27, 2023 „Þetta mál varðar unga fólkið,“ segir lögmaðurinn Alison Macdonald. „Þetta snýst um fólkið sem er gjalda fyrir það að ríkjum er að mistakast að takast á við loftslagsvandann. Þetta snýst um þann skaða sem þau munu hljóta af ef ríkin axla ekki ábyrgð.“ Umrædd ríki ákváðu að sameinast um svör en Sudhanshu Swaroop, lögmaður Bretlands, sagði ríkin full meðvituð um alvarleika glímunnar við loftslagsbreytingar. Með því að fara með málið beint til mannréttindadómstólsins hefðu dómstólar ríkjanna hins vegar ekki fengið að segja sitt. Það lægi í hlutarins eðli að kröfurnar sem fælust í málssókn ungmennana myndu hafa verulegar samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir ríkin en þau væru ekki endilega sammála í afstöðu sinni né hefði verið fjallað um málið á þjóðþingum þeirra. Parísarsamkomulagið væri þegar í gildi um aðgerðir ríkjanna í loftslagsmálum og að aðrar kvaðir myndu grafa undan þeim sáttmála. Macdonald sagði viðbrögð ríkjanna hins vegar jafngilda því að málið væri hreinlega of stórt, of flókið, of alþjóðlegt og að dómstóllinn ætti að líta í hina áttina. Það væri rangt að málið ætti ekki heima hjá dómstólnum; unga fólkið horfði fram á óbærilegan hita í framtíðinni ef ekkert yrði að gert. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Loftslagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Mariana Agostinho var viðstödd þegar málið var tekið fyrir í dag, ásamt 86 lögmönnum ríkjanna 32. Ungmennin eru á aldrinum 11 til 24 ára og ákváðu að grípa til sinnar ráða eftir að 66 létust í miklum gróðureldum í Leira í Portúgal árið 2017. Unga fólkið segir aðgerðir umræddra ríkja til að stemma stigu við hlýnun jarðar ekki duga til og að þannig hafi þau brotið gegn mannréttindum fólks; rétti þeirra til lífs, rétti þeirra til að sæta ekki ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð og réttinum til einka- og fjölskyldulífs, svo eitthvað sé nefnt. Grand Chamber hearing Duarte in the case Agostinho and Others v. Portugal and 32 Othershttps://t.co/Y3UHo8qSU2#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/re8IQbVRq5— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) September 27, 2023 „Þetta mál varðar unga fólkið,“ segir lögmaðurinn Alison Macdonald. „Þetta snýst um fólkið sem er gjalda fyrir það að ríkjum er að mistakast að takast á við loftslagsvandann. Þetta snýst um þann skaða sem þau munu hljóta af ef ríkin axla ekki ábyrgð.“ Umrædd ríki ákváðu að sameinast um svör en Sudhanshu Swaroop, lögmaður Bretlands, sagði ríkin full meðvituð um alvarleika glímunnar við loftslagsbreytingar. Með því að fara með málið beint til mannréttindadómstólsins hefðu dómstólar ríkjanna hins vegar ekki fengið að segja sitt. Það lægi í hlutarins eðli að kröfurnar sem fælust í málssókn ungmennana myndu hafa verulegar samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir ríkin en þau væru ekki endilega sammála í afstöðu sinni né hefði verið fjallað um málið á þjóðþingum þeirra. Parísarsamkomulagið væri þegar í gildi um aðgerðir ríkjanna í loftslagsmálum og að aðrar kvaðir myndu grafa undan þeim sáttmála. Macdonald sagði viðbrögð ríkjanna hins vegar jafngilda því að málið væri hreinlega of stórt, of flókið, of alþjóðlegt og að dómstóllinn ætti að líta í hina áttina. Það væri rangt að málið ætti ekki heima hjá dómstólnum; unga fólkið horfði fram á óbærilegan hita í framtíðinni ef ekkert yrði að gert. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Loftslagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira