33 starfsmönnum Grundarheimila verði sagt upp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2023 17:37 Dvalarheimilið Ás í Hveragerði. Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði. Þá verða breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafði starfsfólki ekki verið tilkynnt um uppsagnirnar þegar Efling sendi tölvupóstinn og lýsir starfsmaður í samtali við Vísi mikilli óreiðu. Grundarheimilin eru þrjú, Grund og Mörk í Reykjavík og Ás í Hveragerði. Grund annast auk þess rekstur 152 leiguíbúða Markarinnar 60+ í Mörkinni og rekur í Hveragerði eigið eldhús og þvottahús sem þjónustar öll Grundarheimilin. Íbúar eru alls um 370 talsins og fjöldi starfsmanna verið í kringum 700. Í apríl síðastliðnum tók Karl Óttar Einarson við forstjórastöðunn af Gísla Páli Pálssyni, sem nú er stjórnarformaður Grundar. Karl Óttar segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir að boðað hafi verið til starfsmannafundar bæði á morgun og á föstudag. Þjónustan keypt frá einkaaðilum Í pósti Eflingar til starfsmanna segir að stjórnendur hafi tilkynnt sér í gær um uppsagnirnar. Tilgangurinn sé að spara peninga og segir Efling að stjórnendur ætli sér í staðinn að kaupa þjónustu frá einkaaðilum. „Efling hefur þegar komið á framfæri mótmælum. Ég ræddi sjálf í dag í síma við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundarheimilanna og kom mótmælum félagsins á framfæri. Ég hvatti Gísla til að snúa þessari ákvörðun við, Grundarheimilin hafa ekki komið til móts við þau mótmæli.“ Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Hveragerði Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafði starfsfólki ekki verið tilkynnt um uppsagnirnar þegar Efling sendi tölvupóstinn og lýsir starfsmaður í samtali við Vísi mikilli óreiðu. Grundarheimilin eru þrjú, Grund og Mörk í Reykjavík og Ás í Hveragerði. Grund annast auk þess rekstur 152 leiguíbúða Markarinnar 60+ í Mörkinni og rekur í Hveragerði eigið eldhús og þvottahús sem þjónustar öll Grundarheimilin. Íbúar eru alls um 370 talsins og fjöldi starfsmanna verið í kringum 700. Í apríl síðastliðnum tók Karl Óttar Einarson við forstjórastöðunn af Gísla Páli Pálssyni, sem nú er stjórnarformaður Grundar. Karl Óttar segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir að boðað hafi verið til starfsmannafundar bæði á morgun og á föstudag. Þjónustan keypt frá einkaaðilum Í pósti Eflingar til starfsmanna segir að stjórnendur hafi tilkynnt sér í gær um uppsagnirnar. Tilgangurinn sé að spara peninga og segir Efling að stjórnendur ætli sér í staðinn að kaupa þjónustu frá einkaaðilum. „Efling hefur þegar komið á framfæri mótmælum. Ég ræddi sjálf í dag í síma við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundarheimilanna og kom mótmælum félagsins á framfæri. Ég hvatti Gísla til að snúa þessari ákvörðun við, Grundarheimilin hafa ekki komið til móts við þau mótmæli.“
Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Hveragerði Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira