Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. september 2023 19:30 Björn Geir Leifsson, yfirlæknir hjá Embætti landlæknis segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni sem sé óásættanleg. arnar halldórsson Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 á mánudag og birtist á Vísi í gær er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Efnin hættuleg í röngum höndum Yfirlæknir hjá Embætti landlæknis hefur gríðarlegar áhyggjur af stöðunni. „Þetta er ástand sem ekki er ásættanlegt, það er of mikið frelsi til að athafna sig með svona efni sem ekki teljast vera lyf en eru varasöm og hættuleg í sumum tilfellum,“ segir Björn Geir Leifsson, yfirlæknir hjá Embætti landlæknis. Ástæða sé fyrir því að nágrannalöndin hafi gripið inn í með lagasetningu, enda geti fylliefni verið hættuleg í röngum höndum. „Það er hætta á ferðum þegar einhver er sprautaður, það er ífarandi inngrip.“ Hann segir embættið hafa átt í samtali við heilbrigðisráðuneytið um stöðuna og telur að tafarlaust þurfi að grípa inn í, áður en illa fer. Fáið þið oft tilkynningar eða kvartanir um fylliefnanotkun? „Já við fáum það og höfum verulegar áhyggjur. Það er kannski ekki reglulega, einu sinni í mánuði en það eru allt of mörg svona tilvik og örugglega mörg, mörg tilvik sem við fáum aldrei upplýsingar um því fólk skammast sín eins og stúlkan í viðtalinu um daginn.“ Embættið hefur þó eingöngu heimild til að aðhafast ef um heilbrigðisstarfsmann eða heilbrigðisþjónustu er að ræða. „Við höfum ekki heimildir til að hafa afskipti af einhverri manneskju á Laugaveginum sem er að sprauta fylliefni eða jafnvel að nota bótox eða nota fylliefnaleysi.“ Starfsemi sem sé hættuleg almenningi Hefur þú áhyggjur af stöðunni? „Ég er búinn að hafa áhyggjur lengi, miklar áhyggjur af velferð fólks og því að hér er í gangi starfsemi sem er varasöm, hættuleg almenningi og fólk áttar sig ekki á þessu. Það sem fólk þarf að gera það er að spyrja: Er sá sem ætlar að sprauta einhverju í mig menntaður eða löggildur? Iðnaðarmenn auglýsa: Er iðnaðarmaðurinn þinn löggildur?“ Auðvelt að nálgast upplýsingar um heilbrigðisstarfsmenn Í Kompás kom fram að titlar þeirra sem sjá um að sprauta efninu geta verið misvísandi og jafnvel ýtt undir trú fólks á að fagaðili sjái um meðferðina. Sumir taka upp titla eftir netnámskeið sem eru ekki vottuð af einum né neinum og aðrir segjast með „þekkingu á sviði næringalækninga, íþróttalækninga og fegrunarmeðferða“, eru „húðsérfræðingar“ og „líftæknar“. Allt þetta hljómar sannfærandi en ekki er um löggiltar heilbrigðisstéttir að ræða. „Ég er ekki viss um að múrarafélaginu þætti það í lagi ef einhver kallar sig múrsérfræðing en það er afskaplega einfalt í dag að athuga hvort einhver sé með löggilta heilbrigðismenntun og hún er á netinu, starfsleyfaskrá Embættis landlæknis,“ segir Björn. Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 á mánudag og birtist á Vísi í gær er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Efnin hættuleg í röngum höndum Yfirlæknir hjá Embætti landlæknis hefur gríðarlegar áhyggjur af stöðunni. „Þetta er ástand sem ekki er ásættanlegt, það er of mikið frelsi til að athafna sig með svona efni sem ekki teljast vera lyf en eru varasöm og hættuleg í sumum tilfellum,“ segir Björn Geir Leifsson, yfirlæknir hjá Embætti landlæknis. Ástæða sé fyrir því að nágrannalöndin hafi gripið inn í með lagasetningu, enda geti fylliefni verið hættuleg í röngum höndum. „Það er hætta á ferðum þegar einhver er sprautaður, það er ífarandi inngrip.“ Hann segir embættið hafa átt í samtali við heilbrigðisráðuneytið um stöðuna og telur að tafarlaust þurfi að grípa inn í, áður en illa fer. Fáið þið oft tilkynningar eða kvartanir um fylliefnanotkun? „Já við fáum það og höfum verulegar áhyggjur. Það er kannski ekki reglulega, einu sinni í mánuði en það eru allt of mörg svona tilvik og örugglega mörg, mörg tilvik sem við fáum aldrei upplýsingar um því fólk skammast sín eins og stúlkan í viðtalinu um daginn.“ Embættið hefur þó eingöngu heimild til að aðhafast ef um heilbrigðisstarfsmann eða heilbrigðisþjónustu er að ræða. „Við höfum ekki heimildir til að hafa afskipti af einhverri manneskju á Laugaveginum sem er að sprauta fylliefni eða jafnvel að nota bótox eða nota fylliefnaleysi.“ Starfsemi sem sé hættuleg almenningi Hefur þú áhyggjur af stöðunni? „Ég er búinn að hafa áhyggjur lengi, miklar áhyggjur af velferð fólks og því að hér er í gangi starfsemi sem er varasöm, hættuleg almenningi og fólk áttar sig ekki á þessu. Það sem fólk þarf að gera það er að spyrja: Er sá sem ætlar að sprauta einhverju í mig menntaður eða löggildur? Iðnaðarmenn auglýsa: Er iðnaðarmaðurinn þinn löggildur?“ Auðvelt að nálgast upplýsingar um heilbrigðisstarfsmenn Í Kompás kom fram að titlar þeirra sem sjá um að sprauta efninu geta verið misvísandi og jafnvel ýtt undir trú fólks á að fagaðili sjái um meðferðina. Sumir taka upp titla eftir netnámskeið sem eru ekki vottuð af einum né neinum og aðrir segjast með „þekkingu á sviði næringalækninga, íþróttalækninga og fegrunarmeðferða“, eru „húðsérfræðingar“ og „líftæknar“. Allt þetta hljómar sannfærandi en ekki er um löggiltar heilbrigðisstéttir að ræða. „Ég er ekki viss um að múrarafélaginu þætti það í lagi ef einhver kallar sig múrsérfræðing en það er afskaplega einfalt í dag að athuga hvort einhver sé með löggilta heilbrigðismenntun og hún er á netinu, starfsleyfaskrá Embættis landlæknis,“ segir Björn.
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55
Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15