„Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2023 23:01 Í ljós kom að fjöður í rútunni var biluð. Framkvæmdastjóri FÍ segir það einungis útskýra aksturslag ökumannsins að hluta. Mynd er úr safni. SBA-Norðurleið Framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins SBA - Norðurleið segir eftirlit með því hverjir mega aka rútum hér á landi ekki vera ábótavant. Hann segir mál rútubílstjóra sem ók rútu á þann hátt um helgina að farþegar þurftu áfallahjálp hafa verið afgreitt. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu, það sé litið alvarlegum augum, þó ferðafélagið sjálft beri ekki ábyrgð á akstrinum. Vísir ræddi í gær við aðstandanda farþega sem var um borð í rútu á vegum SBA - Norðurleið sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands á sunnudag. Farþegar voru í áfalli vegna aksturslags rútubílstjórans og var farþegum boðin áfallahjálp í kjölfarið. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA, segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir þó að málið sé afgreitt, það hafi verið leyst með Ferðafélagi Íslands og bendir hann á ferðafélagið vegna málsins. Hann segist ekki telja að eftirliti með því hverjir geti ekið slíkum rútum vera ábótavant líkt og velt var upp í frétt Vísis í gær. „Það er ágætis eftirlit með þeim, bæði af okkar hálfu og í vegaeftirliti þar sem þeirra gögn eru könnuð. Við fögnum bara öllu eftirliti.“ Vill læra af málinu Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið hafa fundað með fararstjóranum á mánudagsmorgninum. Því næst fundað með stjórnendum SBA. „Þar komum við á framfæri þessari skelfilegu lífsreynslu farþega í rútunni, sem beinlínis óttuðust um líf sitt og urðu mjög skelkaðir og fólk fór að gráta og hrópa. Á sama tíma gekk mjög illa að fá bílstjórann bæði til að hægja á sér eða stöðva rútuna.“ Páll segir mikilvægt að lærdómur verði dreginn af málinu. Páll segir að á fundinum hafi Ferðafélagið lagt fram vinsamlegar kröfur um að rútan yrði tafarlaust tekin úr umferð og sett í skoðun. Í gærmorgun hafi komið í ljós að brotin fjöður væri í rútunni sem að sögn Páls útskýrir að hluta aksturslag rútunnar og eiginleika. „Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum. Það er gríðarlega mikilvægt að tryggja öryggi ferðafólks á landinu. Við í Ferðafélaginu berum ekki ábyrgð á þessum rútuakstri en við viljum að sjálfsögðu læra af því sem þarna gerist og koma því á framfæri við aðra ferðaþjónustuaðila.“ Hvað felst í því? „Að við viljum benda á þetta og taka þetta samtal. Tryggja að öll skoðun á rútum eða farartækjum innan ferðaþjónustunnar sé í lagi og að fararstjórar, leiðsögufólk eða bílstjórar, eða hverjir það nú eru, hafi öll tilskilin leyfi og réttindi og séu með alla burði til að sinna og veita þessa þjónustu.“ Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Vísir ræddi í gær við aðstandanda farþega sem var um borð í rútu á vegum SBA - Norðurleið sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands á sunnudag. Farþegar voru í áfalli vegna aksturslags rútubílstjórans og var farþegum boðin áfallahjálp í kjölfarið. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA, segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir þó að málið sé afgreitt, það hafi verið leyst með Ferðafélagi Íslands og bendir hann á ferðafélagið vegna málsins. Hann segist ekki telja að eftirliti með því hverjir geti ekið slíkum rútum vera ábótavant líkt og velt var upp í frétt Vísis í gær. „Það er ágætis eftirlit með þeim, bæði af okkar hálfu og í vegaeftirliti þar sem þeirra gögn eru könnuð. Við fögnum bara öllu eftirliti.“ Vill læra af málinu Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið hafa fundað með fararstjóranum á mánudagsmorgninum. Því næst fundað með stjórnendum SBA. „Þar komum við á framfæri þessari skelfilegu lífsreynslu farþega í rútunni, sem beinlínis óttuðust um líf sitt og urðu mjög skelkaðir og fólk fór að gráta og hrópa. Á sama tíma gekk mjög illa að fá bílstjórann bæði til að hægja á sér eða stöðva rútuna.“ Páll segir mikilvægt að lærdómur verði dreginn af málinu. Páll segir að á fundinum hafi Ferðafélagið lagt fram vinsamlegar kröfur um að rútan yrði tafarlaust tekin úr umferð og sett í skoðun. Í gærmorgun hafi komið í ljós að brotin fjöður væri í rútunni sem að sögn Páls útskýrir að hluta aksturslag rútunnar og eiginleika. „Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum. Það er gríðarlega mikilvægt að tryggja öryggi ferðafólks á landinu. Við í Ferðafélaginu berum ekki ábyrgð á þessum rútuakstri en við viljum að sjálfsögðu læra af því sem þarna gerist og koma því á framfæri við aðra ferðaþjónustuaðila.“ Hvað felst í því? „Að við viljum benda á þetta og taka þetta samtal. Tryggja að öll skoðun á rútum eða farartækjum innan ferðaþjónustunnar sé í lagi og að fararstjórar, leiðsögufólk eða bílstjórar, eða hverjir það nú eru, hafi öll tilskilin leyfi og réttindi og séu með alla burði til að sinna og veita þessa þjónustu.“
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira