Segir ræstingakonum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 07:01 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hyggst boða konurnar sem missa vinnuna nú til fundar á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórnendur Grundarheimila til þess að hætta við ákvörðun sína um að segja upp 33 starfsmönnum í ræstingum og í þvottahúsi. Eins og Vísir greindi frá stefnir allt í að 33 starfsmenn verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins, þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði og svo breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Sólveig Anna sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu tölvupóst í dag þar sem hún tilkynnti þeim um uppsagnirnar. Þeir höfðu ekki verið látnir vita fyrirfram og lýsti starfsmaður því við Vísi að tölvupósturinn hefði valdið mikilli óreiðu. „Við vorum látin vita af þessu vegna þess að þarna var um að ræða hópuppsögn. Hollusta mín er náttúrulega við félagsfólk Eflingar, þegar ég fæ upplýsingar sem þessar lít ég á það sem skyldu mína að miðla þeim áfram til míns félagsfólks,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Hún segir að hún hafi fyrir hönd Eflingar komið mótmælum á framfæri við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundar. Efling hvetji stjórn Grundar til að draga ákvörðun sína til baka. „Ég benti honum í samtalinu jafnframt á að kynna sér niðurstöður Vörðu um stöðu og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar sem birtust einmitt í dag. Þessar niðurstöður sýna fram á að staða þeirra sem starfa við ræstingar er sú versta á öllum íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru að langstærstum meirihluta konur, mikið til innflytjendur,“ segir Sólveig Anna. Konum fórnað á altari gróðans Verið sé að segja upp ræstingarkonum og konum í þvottahúsinu upp til þess að spara peninga. Sólveig Anna býst við því að lítill sparnaður fáist með aðgerðunum. „Þar sem þeir ráða þá ræstingarkonur í staðinn af almennum markaði þar sem launin eru lægri og réttindi miklu lakari, til þess að þeir karlar sem reki þau fyrirtæki hafi þá tækifæri til þess að græða enn meira,“ segir Sólveig Anna. „Það er ömurlegt að verða vitni að þessu og ömurlegt að hið opinbera og fyrirtæki í velferðarþjónustu skuli leiða þessa útvistunarþróun sem hefur verið í gangi.“ Sólveig Anna hyggst vera viðstödd starfsmannafund sem haldinn verður í dag. Þá hyggst hún boða félagsfólk sitt sem missir vinnu nú til fundar á þriðjudag. „Ég ætla að gera það sem í mínu og félagsins valdi stendur til að fá stjórn Grundarhiemilanna til að draga þessa ömurlegu ákvörðun til baka.“ Vinnumarkaður Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá stefnir allt í að 33 starfsmenn verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins, þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði og svo breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Sólveig Anna sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu tölvupóst í dag þar sem hún tilkynnti þeim um uppsagnirnar. Þeir höfðu ekki verið látnir vita fyrirfram og lýsti starfsmaður því við Vísi að tölvupósturinn hefði valdið mikilli óreiðu. „Við vorum látin vita af þessu vegna þess að þarna var um að ræða hópuppsögn. Hollusta mín er náttúrulega við félagsfólk Eflingar, þegar ég fæ upplýsingar sem þessar lít ég á það sem skyldu mína að miðla þeim áfram til míns félagsfólks,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Hún segir að hún hafi fyrir hönd Eflingar komið mótmælum á framfæri við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundar. Efling hvetji stjórn Grundar til að draga ákvörðun sína til baka. „Ég benti honum í samtalinu jafnframt á að kynna sér niðurstöður Vörðu um stöðu og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar sem birtust einmitt í dag. Þessar niðurstöður sýna fram á að staða þeirra sem starfa við ræstingar er sú versta á öllum íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru að langstærstum meirihluta konur, mikið til innflytjendur,“ segir Sólveig Anna. Konum fórnað á altari gróðans Verið sé að segja upp ræstingarkonum og konum í þvottahúsinu upp til þess að spara peninga. Sólveig Anna býst við því að lítill sparnaður fáist með aðgerðunum. „Þar sem þeir ráða þá ræstingarkonur í staðinn af almennum markaði þar sem launin eru lægri og réttindi miklu lakari, til þess að þeir karlar sem reki þau fyrirtæki hafi þá tækifæri til þess að græða enn meira,“ segir Sólveig Anna. „Það er ömurlegt að verða vitni að þessu og ömurlegt að hið opinbera og fyrirtæki í velferðarþjónustu skuli leiða þessa útvistunarþróun sem hefur verið í gangi.“ Sólveig Anna hyggst vera viðstödd starfsmannafund sem haldinn verður í dag. Þá hyggst hún boða félagsfólk sitt sem missir vinnu nú til fundar á þriðjudag. „Ég ætla að gera það sem í mínu og félagsins valdi stendur til að fá stjórn Grundarhiemilanna til að draga þessa ömurlegu ákvörðun til baka.“
Vinnumarkaður Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira