Nýtt ofurlið í NBA-deildinni eftir Lillard skiptin í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 09:00 Það verður ekki auðvelt að stoppa bæði Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo í vetur. Getty/Alika Jenner Damian Lillard er orðinn leikmaður Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta eftir risaskipti milli þriggja félaga í gær. Lillard hefur verið orðaður við Miami Heat í marga mánuði en Portland Trail Blazers sætti sig ekki við tilboð Miami og vildi alls ekki skipta honum þangað. BREAKING: Damian Lillard is being traded to the Bucks, per @wojespn pic.twitter.com/boKbDW4fzp— Bleacher Report (@BleacherReport) September 27, 2023 Í stað þess verður Lillard liðsfélagi Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks. Hinn 33 ára gamli bakvörður ætti því að fá loksins alvöru möguleika á því að vinna NBA titilinn í fyrsta sinn. Þeir mynda nefnilega þarna nýtt ofurlið í NBA deildinni og að sjálfsögðu voru veðbankar fljótir að setja Bucks liðið sem það sigurstranglegasta á komandi tímabili. Það þurfti hjálp frá Phoenix Suns til að koma þessum leikmannaskiptum í gær. Milwaukee Bucks fær Lillard en á móti fær Portland Trail Blazers leikmennina Jrue Holiday, Deandre Ayton og Toumani Camara auk þess að fá valrétt Buck í fyrstu umferð nýliðavalsins 2029 og tvo aðra valrétt frá 2028 og 2030. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Phoenix Suns fær síðan leikmennina Jusuf Nurkic, Grayson Allen, Nassir Little og Keon Johnson. Það er búist við því að Portland reyni að skipta Jrue Holiday áfram til annars liðs. Holiday hafði aðeins daginn áður tilkynnt að hann vildi spila fyrir Milwaukee Bucks út ferilinn en það breyttist snögglega. Það er ljóst að þarna sameinast tveir af bestu leikmönnum NBA deildarinnar og leikmenn sem ættu að passa mjög vel saman. Giannis Antetokounmpo var með 31,1 stig, 11,8 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en Damian Lillard var þá með 32,2 stig, 4,8 fráköst og 7,3 stoðsendingar í leik. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Lillard hefur verið orðaður við Miami Heat í marga mánuði en Portland Trail Blazers sætti sig ekki við tilboð Miami og vildi alls ekki skipta honum þangað. BREAKING: Damian Lillard is being traded to the Bucks, per @wojespn pic.twitter.com/boKbDW4fzp— Bleacher Report (@BleacherReport) September 27, 2023 Í stað þess verður Lillard liðsfélagi Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks. Hinn 33 ára gamli bakvörður ætti því að fá loksins alvöru möguleika á því að vinna NBA titilinn í fyrsta sinn. Þeir mynda nefnilega þarna nýtt ofurlið í NBA deildinni og að sjálfsögðu voru veðbankar fljótir að setja Bucks liðið sem það sigurstranglegasta á komandi tímabili. Það þurfti hjálp frá Phoenix Suns til að koma þessum leikmannaskiptum í gær. Milwaukee Bucks fær Lillard en á móti fær Portland Trail Blazers leikmennina Jrue Holiday, Deandre Ayton og Toumani Camara auk þess að fá valrétt Buck í fyrstu umferð nýliðavalsins 2029 og tvo aðra valrétt frá 2028 og 2030. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Phoenix Suns fær síðan leikmennina Jusuf Nurkic, Grayson Allen, Nassir Little og Keon Johnson. Það er búist við því að Portland reyni að skipta Jrue Holiday áfram til annars liðs. Holiday hafði aðeins daginn áður tilkynnt að hann vildi spila fyrir Milwaukee Bucks út ferilinn en það breyttist snögglega. Það er ljóst að þarna sameinast tveir af bestu leikmönnum NBA deildarinnar og leikmenn sem ættu að passa mjög vel saman. Giannis Antetokounmpo var með 31,1 stig, 11,8 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en Damian Lillard var þá með 32,2 stig, 4,8 fráköst og 7,3 stoðsendingar í leik. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn)
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira