Talinn hafa fellt sögufrægt tré við Hadríanusarmúrinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. september 2023 23:43 Lögregla skoðar hér aðstæður á vettvangi. Owen Humphreys/PA via AP Sextán ára drengur í norðurhluta Englands hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa fellt eitt ástsælasta tré Englands. Um er að ræða garðahlyn sem stóð við Hadríanusarmúrinn í Northumberland. Tréð var fellt í skjóli nætur, og telur lögregla að um viljaverk hafi verið að ræða. Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu, og segir drenginn samvinnufúsan við lögreglu. Mikill missir Tréð sem um ræðir er um 200 ára gamalt og var sem áður sagði eitt ástsælasta tré Englendinga. Það stóð við Hadríanusarmúrinn í Northumbria, en múrinn var byggður af Rómverjum fyrir um 1.900 árum síðan, á tímum Hadríanusar keisara. Trénu hefur meðal annars brugðið fyrir í kvikmyndinni Robin Hood: Prince of Thieves frá árinu 1991, þar sem Kevin Costner fór með titilhlutverk alþýðuhetjunnar Hróa Hattar. Þá var tréð valið tré ársins í samkeppni samtakanna Woodland Trust árið 2016. Þá hefur tréð verið vinsælt viðfangsefni atvinnu- og áhugaljósmyndara sem dvalið hafa í norðurhluta Englands. Samfélagið í áfalli Sky-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að ólíklegt sé að hægt sé að halda lífi í trénu. „Þegar þú ert með þetta gamalt tré og skurðurinn er svona stór, þá mun sjokkið sennilega drepa það sem eftir er af trénu,“ er haft eftir John Parker, framkvæmdastjóra trjáræktarsamtaka í Englandi. Samfélagið í grennd við tréð er þá sagt í áfalli. National Trust, góðgerðarsamtökin sem eiga landið sem tréð stóð á, segja í yfirlýsingu að um sé að ræða sorgarfréttir. „Tréð hefur verið mikilvægur hluti af landslaginu í nær 200 ár og hefur mikla þýðingu, bæði fyrir íbúa og þá sem hafa heimsótt svæðið.“ England Bretland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Um er að ræða garðahlyn sem stóð við Hadríanusarmúrinn í Northumberland. Tréð var fellt í skjóli nætur, og telur lögregla að um viljaverk hafi verið að ræða. Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu, og segir drenginn samvinnufúsan við lögreglu. Mikill missir Tréð sem um ræðir er um 200 ára gamalt og var sem áður sagði eitt ástsælasta tré Englendinga. Það stóð við Hadríanusarmúrinn í Northumbria, en múrinn var byggður af Rómverjum fyrir um 1.900 árum síðan, á tímum Hadríanusar keisara. Trénu hefur meðal annars brugðið fyrir í kvikmyndinni Robin Hood: Prince of Thieves frá árinu 1991, þar sem Kevin Costner fór með titilhlutverk alþýðuhetjunnar Hróa Hattar. Þá var tréð valið tré ársins í samkeppni samtakanna Woodland Trust árið 2016. Þá hefur tréð verið vinsælt viðfangsefni atvinnu- og áhugaljósmyndara sem dvalið hafa í norðurhluta Englands. Samfélagið í áfalli Sky-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að ólíklegt sé að hægt sé að halda lífi í trénu. „Þegar þú ert með þetta gamalt tré og skurðurinn er svona stór, þá mun sjokkið sennilega drepa það sem eftir er af trénu,“ er haft eftir John Parker, framkvæmdastjóra trjáræktarsamtaka í Englandi. Samfélagið í grennd við tréð er þá sagt í áfalli. National Trust, góðgerðarsamtökin sem eiga landið sem tréð stóð á, segja í yfirlýsingu að um sé að ræða sorgarfréttir. „Tréð hefur verið mikilvægur hluti af landslaginu í nær 200 ár og hefur mikla þýðingu, bæði fyrir íbúa og þá sem hafa heimsótt svæðið.“
England Bretland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira